Forseti Evrópuþingsins segir Putin verða dreginn til ábyrgðar Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2022 19:21 Forseti Úkraínu heldur til í höfuðborginni Kænugarði og stappar stálinu í þjóð sína. AP/forsetaembætti Úkraínu Forseti Úkraínu sakar Rússa um hryðjuverk eftir eldflaugaárás á miðborg næst stærstu borgar landsins í dag. Forseti Evrópuþingsins segir forseta Rússlands og Hvítarússlands verða dregna til ábyrgðar vegna stríðsins í Úkraínu. Gífurlega fjölmennur rússneskur her nálgast höfuðborgina Kænugarð og teygir röð hernaðartækja sig í 64 kílómetra eftir þjóðvegum norðan borgarinnar. Miklar skemmdir urðu á stjórnarbyggingum, óperuhúsinu og feiri byggingum í miðborg Kharkiv annarrar stærstu borgar Úkraínu í eldflauga- og stórskotaliðsárás á miðborgina í morgun. Að minnsta kosti sex óbreyttir borgarar létust og tugir særðust. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir ástandið hafa versnað. Forseti Úkraínu segir Rússa seka um stríðsglæpi.AP/forsetaembætti Úkraínu „Allt hefur nú breyst eftir að stýriflaugin frá Belgorod nærri landamærum Rússlands og Úkraínu hæfði Sjálfstæðistorgið í Kharkiv, megintákn borgarinnar. Þetta eru hryðjuverk gegn borginni, gegn Kharkiv, gegn Úkraínu,“ segir Zelenskyy Þetta væri hreint hryðjuverk þar sem engin hernaðarlega mikilvæg skotmörk væru í miðborginni eða íbúðarhverfum sem skotið hefði verið á. „Við höfðum til allra þjóða heims að bregðast harðlega við þessum glæpsamlegu hernaðaraðgerðum árásaraðilans og lýsa því yfir að Rússland stundi hryðjuverkastarfsemi. Við krefjumst þess að hryðjuverkamenn verði dregnir fyrir alþjóðlega dómstóla,“ segir forseti Úkraínu. Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands segir ekki skotið á óbreytta borgara. Með mikilli nákvæmni væri miðað á hernaðarleg skotmörk. Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands er til hægri á þessari mynd.AP/Alexei Nikolsky „Úkraínumenn hika ekki við að nota borgara sem mannlega skildi. Fjöldi eldflaugakerfa, byssur og hlaupvíðar sprengivörpur eru staðsettar í görðum íbúðahverfa, nærri skólum og leikskólum,“ segir Shoigu. Roberta Metsola forseti Evrópuþingsins sagði þingið koma saman í dag í skugga stríðs Putins gegn fullvalda ríki. Hún fordæmdi innrásina og sagði Evrópu standa með Úkraínu. „Við munum styðja lögsögu Alþjóðaglæpadómstólsins og að stríðsglæpir í Úkraínu verði rannsakaðir til hlítar. Við drögum hann til ábyrgðar og við drögum Lukashenku til ábyrgðar,“ sagði forseti Evrópuþingsins. Forseti Úkraínu ávarpaði Evrópuþingið í gegnum fjárfundarbúnað og ítrekaði kröfu um aðild landsins að Evrópusambandinu. Forseti Evrópuþingsins segir Evrópu standa með úkraínsku þjóðinni.AP/Virginia Mayo „Við höfum sannað styrk okkar. Við höfum sýnt fram á að við erum alveg eins og þið. Sýnið að að þið standið með okkur. Sýnið að þið yfirgefið okkur ekki. Færið sönnur á að þið séuð Evrópubúar,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Flóttafólk heldur áfram að streyma til nágrannaríkja Úkraínu í vestri. Flestir hafa komið til Póllands, Ungverjalands og Rúmeníu en nú er talið að um eða yfir hálf milljóna manna hafi komið vestur yfir landamærin. NATO og einstök vestræn ríki senda bæði hergögn og vistir til Úkraínu og hermönnum bandalagsríkja NATO hefur verið fjölgað í bandalagsríkjum í austur Evrópu. Í dag komu tvö hundruð bandarískir hermenn til Nuremberg í Þýskalandi. Þeir eru hluti af sjö þúsund hermönnum sem Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið að senda til NATO ríkja í Evrópu vegna stríðsins. Markus Soeder ríkisstjóri í Bæjaralandi segir Bandaríkjamenn leggja sitt lóð á vogarskálarnar í vörnum austurhluta Atlantshafsbandalagsins. „Bæjaraland og Þýskaland eru þakklát fyrir veru ykkar hér. Þið standið vörð um frelsi og frið í Vestur-Evrópu,“ sagði Soeder. Úkraína Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Gífurlega fjölmennur rússneskur her nálgast höfuðborgina Kænugarð og teygir röð hernaðartækja sig í 64 kílómetra eftir þjóðvegum norðan borgarinnar. Miklar skemmdir urðu á stjórnarbyggingum, óperuhúsinu og feiri byggingum í miðborg Kharkiv annarrar stærstu borgar Úkraínu í eldflauga- og stórskotaliðsárás á miðborgina í morgun. Að minnsta kosti sex óbreyttir borgarar létust og tugir særðust. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir ástandið hafa versnað. Forseti Úkraínu segir Rússa seka um stríðsglæpi.AP/forsetaembætti Úkraínu „Allt hefur nú breyst eftir að stýriflaugin frá Belgorod nærri landamærum Rússlands og Úkraínu hæfði Sjálfstæðistorgið í Kharkiv, megintákn borgarinnar. Þetta eru hryðjuverk gegn borginni, gegn Kharkiv, gegn Úkraínu,“ segir Zelenskyy Þetta væri hreint hryðjuverk þar sem engin hernaðarlega mikilvæg skotmörk væru í miðborginni eða íbúðarhverfum sem skotið hefði verið á. „Við höfðum til allra þjóða heims að bregðast harðlega við þessum glæpsamlegu hernaðaraðgerðum árásaraðilans og lýsa því yfir að Rússland stundi hryðjuverkastarfsemi. Við krefjumst þess að hryðjuverkamenn verði dregnir fyrir alþjóðlega dómstóla,“ segir forseti Úkraínu. Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands segir ekki skotið á óbreytta borgara. Með mikilli nákvæmni væri miðað á hernaðarleg skotmörk. Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands er til hægri á þessari mynd.AP/Alexei Nikolsky „Úkraínumenn hika ekki við að nota borgara sem mannlega skildi. Fjöldi eldflaugakerfa, byssur og hlaupvíðar sprengivörpur eru staðsettar í görðum íbúðahverfa, nærri skólum og leikskólum,“ segir Shoigu. Roberta Metsola forseti Evrópuþingsins sagði þingið koma saman í dag í skugga stríðs Putins gegn fullvalda ríki. Hún fordæmdi innrásina og sagði Evrópu standa með Úkraínu. „Við munum styðja lögsögu Alþjóðaglæpadómstólsins og að stríðsglæpir í Úkraínu verði rannsakaðir til hlítar. Við drögum hann til ábyrgðar og við drögum Lukashenku til ábyrgðar,“ sagði forseti Evrópuþingsins. Forseti Úkraínu ávarpaði Evrópuþingið í gegnum fjárfundarbúnað og ítrekaði kröfu um aðild landsins að Evrópusambandinu. Forseti Evrópuþingsins segir Evrópu standa með úkraínsku þjóðinni.AP/Virginia Mayo „Við höfum sannað styrk okkar. Við höfum sýnt fram á að við erum alveg eins og þið. Sýnið að að þið standið með okkur. Sýnið að þið yfirgefið okkur ekki. Færið sönnur á að þið séuð Evrópubúar,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Flóttafólk heldur áfram að streyma til nágrannaríkja Úkraínu í vestri. Flestir hafa komið til Póllands, Ungverjalands og Rúmeníu en nú er talið að um eða yfir hálf milljóna manna hafi komið vestur yfir landamærin. NATO og einstök vestræn ríki senda bæði hergögn og vistir til Úkraínu og hermönnum bandalagsríkja NATO hefur verið fjölgað í bandalagsríkjum í austur Evrópu. Í dag komu tvö hundruð bandarískir hermenn til Nuremberg í Þýskalandi. Þeir eru hluti af sjö þúsund hermönnum sem Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið að senda til NATO ríkja í Evrópu vegna stríðsins. Markus Soeder ríkisstjóri í Bæjaralandi segir Bandaríkjamenn leggja sitt lóð á vogarskálarnar í vörnum austurhluta Atlantshafsbandalagsins. „Bæjaraland og Þýskaland eru þakklát fyrir veru ykkar hér. Þið standið vörð um frelsi og frið í Vestur-Evrópu,“ sagði Soeder.
Úkraína Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira