Barnið mitt er blessun, ekki byrði Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar 2. mars 2022 10:31 Kæri frambjóðandi, Þar sem skólamál tilheyra sveitastjórn er mikilvægt að þú áttir þig á gangi mála áður en haldið skal til kosninga. Ég er móðir drengs sem er að klára sitt fyrsta ár í grunnskóla. Hann er einhverfur og með ADHD. Þegar hann fékk frumgreiningu, aðeins tveggja ára gamall varð ég óttaslegin um hvað biði hans. Aldrei hefði mig grunað að skólakerfið yrði mér erfiðast. Í leikskólanum var hann í algjörri kúlu. Hann fékk mikinn stuðning, mikla þjálfun og fékk oft á dag að kúpla sig út í sérkennslurými án áreita í nærveru við dásamlega sérkennara. Um leið og hann hóf sína skólagöngu sprakk sú kúla algjörlega. Ég vil fá að taka það fram að starfsfólki grunnskólans er alls ekki um að kenna. Skólinn gerir það sem hann getur til þess að mæta honum en sökum fjármagns eða skorti á fjármagni er því miður ekki hægt að mæta honum þar sem hann er staddur. Sonur minn er algjör kærleiksbjörn heima. Hann er ljúfur, dundar sér, sinnir heimavinnu, verndar litla bróður sinn og er mjög meðfærilegur að mörgu leiti. Í skólanum er hins vegar allt önnur saga. Þar tekur hann bræðisköst, bítur frá sér, sýnir mikinn mótþróa og oft stutt í grát. Þessi hegðun endurspeglar ekki drenginn minn heldur það umhverfi sem skólar bjóða upp á. Flúorlýsing, plássleysi, hávaði í öðrum börnum, banana- eða kæfulykt um gangana, bleyta á gólfinu í fataklefanum o.s.frv. Þessir hlutir stuða kannski ekki hið hefðbundna barn en fyrir minn dreng er slíkt áreiti óbærilegt og hefur áhrif á hans líðan og hegðun. Ég er ekki tilbúin að horfa upp á barnið mitt mistakast daglega næsta áratuginn því hann er settur í umhverfi sem hentar honum alls ekki. Ég er ekki tilbúin að bjóða honum upp á skásta kostinn sem er ekki næstum því nógu góður. Ég er ekki tilbúin að sætta mig við það að skólar tapi á barninu mínu, að hann sé fjárhagsleg byrgði. Ég er þreytt á því að fara í vinnuna alla daga með hnút í maganum af því ég veit að barninu mínu líður ekki vel. Ég er þreytt á því að berjast, tuða og vera sífellt á varðbergi á að mögulega sé verið að brjóta á honum. Ég er afar þreytt og hann er bara í fyrsta bekk. Innan skólanna starfar dásamlegt, óeigingjarnt fólk sem vill allt gera fyrir þessi börn. Það sem þarf er einfaldlega meira fjármagn með börnum með sérþarfir. Það er sparnaður í því að hlúa að börnum með sérþarfir, það skilar þeim á töluvert betri stað sem samfélagsþegnar. Ég legg til að sveitarfélög búi til hvata fyrir skóla að taka að sér börn með greiningar og/eða hegðunarvanda. Ég legg einnig til að sveitarfélög samræmi þá þjónustu sem þessum börnum er veitt. Ég legg til að sveitarfélög endurskoði skóla án aðgreiningar, falleg hugmyndafræði en hún einfaldlega gengur ekki upp. Í lögum skóla án aðgreiningar er talað um jöfnuð. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þarf að mæta þeim þar sem þau eru stödd og hlúa að þeim sem ekki þola hið hefðbundna skólaumhverfi. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þá er mér óskiljanlegt að mismikið fjármagn fylgi börnum með sérþarfir eftir því í hvaða sveitarfélagi þau búa. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þá á það ekki að vera undir foreldrum komið að veita skólum aðhald um að þörfum barna þeirra sé mætt. Kæri frambjóðandi, tökum samtal, ekki bara fyrir barnið mitt heldur alla þá sem passa ekki í þann þrönga stakk sem skólakerfið bíður upp á. Það margborgar sig. Höfundur er með MA í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf og starfar sem deildarstjóri á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Kæri frambjóðandi, Þar sem skólamál tilheyra sveitastjórn er mikilvægt að þú áttir þig á gangi mála áður en haldið skal til kosninga. Ég er móðir drengs sem er að klára sitt fyrsta ár í grunnskóla. Hann er einhverfur og með ADHD. Þegar hann fékk frumgreiningu, aðeins tveggja ára gamall varð ég óttaslegin um hvað biði hans. Aldrei hefði mig grunað að skólakerfið yrði mér erfiðast. Í leikskólanum var hann í algjörri kúlu. Hann fékk mikinn stuðning, mikla þjálfun og fékk oft á dag að kúpla sig út í sérkennslurými án áreita í nærveru við dásamlega sérkennara. Um leið og hann hóf sína skólagöngu sprakk sú kúla algjörlega. Ég vil fá að taka það fram að starfsfólki grunnskólans er alls ekki um að kenna. Skólinn gerir það sem hann getur til þess að mæta honum en sökum fjármagns eða skorti á fjármagni er því miður ekki hægt að mæta honum þar sem hann er staddur. Sonur minn er algjör kærleiksbjörn heima. Hann er ljúfur, dundar sér, sinnir heimavinnu, verndar litla bróður sinn og er mjög meðfærilegur að mörgu leiti. Í skólanum er hins vegar allt önnur saga. Þar tekur hann bræðisköst, bítur frá sér, sýnir mikinn mótþróa og oft stutt í grát. Þessi hegðun endurspeglar ekki drenginn minn heldur það umhverfi sem skólar bjóða upp á. Flúorlýsing, plássleysi, hávaði í öðrum börnum, banana- eða kæfulykt um gangana, bleyta á gólfinu í fataklefanum o.s.frv. Þessir hlutir stuða kannski ekki hið hefðbundna barn en fyrir minn dreng er slíkt áreiti óbærilegt og hefur áhrif á hans líðan og hegðun. Ég er ekki tilbúin að horfa upp á barnið mitt mistakast daglega næsta áratuginn því hann er settur í umhverfi sem hentar honum alls ekki. Ég er ekki tilbúin að bjóða honum upp á skásta kostinn sem er ekki næstum því nógu góður. Ég er ekki tilbúin að sætta mig við það að skólar tapi á barninu mínu, að hann sé fjárhagsleg byrgði. Ég er þreytt á því að fara í vinnuna alla daga með hnút í maganum af því ég veit að barninu mínu líður ekki vel. Ég er þreytt á því að berjast, tuða og vera sífellt á varðbergi á að mögulega sé verið að brjóta á honum. Ég er afar þreytt og hann er bara í fyrsta bekk. Innan skólanna starfar dásamlegt, óeigingjarnt fólk sem vill allt gera fyrir þessi börn. Það sem þarf er einfaldlega meira fjármagn með börnum með sérþarfir. Það er sparnaður í því að hlúa að börnum með sérþarfir, það skilar þeim á töluvert betri stað sem samfélagsþegnar. Ég legg til að sveitarfélög búi til hvata fyrir skóla að taka að sér börn með greiningar og/eða hegðunarvanda. Ég legg einnig til að sveitarfélög samræmi þá þjónustu sem þessum börnum er veitt. Ég legg til að sveitarfélög endurskoði skóla án aðgreiningar, falleg hugmyndafræði en hún einfaldlega gengur ekki upp. Í lögum skóla án aðgreiningar er talað um jöfnuð. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þarf að mæta þeim þar sem þau eru stödd og hlúa að þeim sem ekki þola hið hefðbundna skólaumhverfi. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þá er mér óskiljanlegt að mismikið fjármagn fylgi börnum með sérþarfir eftir því í hvaða sveitarfélagi þau búa. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þá á það ekki að vera undir foreldrum komið að veita skólum aðhald um að þörfum barna þeirra sé mætt. Kæri frambjóðandi, tökum samtal, ekki bara fyrir barnið mitt heldur alla þá sem passa ekki í þann þrönga stakk sem skólakerfið bíður upp á. Það margborgar sig. Höfundur er með MA í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf og starfar sem deildarstjóri á leikskóla.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun