Navalní kallar eftir mótmælum: „Pútín er ekki Rússland“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 2. mars 2022 11:02 Alexei Navalní hvetur fólk til að mótæmla stríðinu. EPA/Yuri Kochetkov Rússneski andófsmaðurinn Alexei Navalní kallar eftir því að Rússar haldi umfangsmikil mótmæli gegn innrásinni í Úkraínu. Þetta segir Navalní í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér þar sem hann situr í fangelsi í Rússlandi. Yfirlýsingunni var deilt á Twitter en í henni segir Navalní að erfitt sé að kalla rússnesku þjóðina þjóð friðar. Rússar megi ekki láta kalla sig þjóð hrædds og hljóðláts fólks. Heigla sem þykjast ekki sjá árásarstríðið sem „okkar augljóslega geðveiki keisari“ hóf. Er hann þar að vísa til innrásarinnar í Úkraínu. „Ég get ekki, vil ekki og skal ekki vera þögull og horfa á sögufölsun um atburði fyrir hundrað árum er notuð sem afsökun fyrir Rússa til að drepa Úkraínumenn og Úkraínumenn að drepa Rússa er þau verja sig,“ sagði Navalní. Segir Rússa eiga að vera stolta af þeim sem hafa verið handteknir Hann segir ótækt að horfa á fólk deyja í sundursprengdum húsum og að hlusta á hótanir um kjarnorkustyrjaldir. „Pútín er ekki Rússland,“ sagði hann. „Ef það er eitthvað í Rússlandi sem þið getið verið stolt af, þá er það þau 6.824 sem hafa verið handtekin, þau sem fóru út á götu með skildi sem á stóð „Ekkert stríð“.“ Fregnir hafa borist af því að þúsundir manna hafi verið handtekin í Rússlandi fyrir að mótmæla innrásinni. Til að mótmæla í Rússlandi þarf formlegt leyfi stjórnvalda. Navalní sagði Rússa ekki geta beðið lengur og kallaði hann eftir því að allir Rússar mótmæltu stríðinu á hverjum degi. Það ætti við alla Rússa, hvar sem þeir væru í heiminum. „Ef þið eruð erlendis, komið til rússneska sendiráðsins. Ef þið getið skipulagt mótmæli, gerið það um helgina.“ „Við skulum berjast gegn stríðinu“ Hann sagði að þó mætingin yrði dræm yrðu Rússar að mótmæla áfram. Rússar þyrftu að yfirstíga ótta sinn og krefjast endaloka stríðsins. Í hvert sinn sem einhver væri handtekinn þyrftu tveir nýir mótmælendur að taka við. Navalní sagði að ef Rússar þyrftu að fylla fangelsi landsins til að stöðva stríðið, væri það gjald sem þyrfti að greiða. Rússar þyrftu að greiða þetta tiltekna gjald. „Það er enginn sem gerir það fyrir okkur. Við skulum ekki „vera á móti stríðinu“. Við skulum berjast gegn stríðinu,“ sagði Navalní. 12/12 Everything has a price, and now, in the spring of 2022, we must pay this price. There's no one to do it for us. Let's not "be against the war." Let's fight against the war.— Alexey Navalny (@navalny) March 2, 2022 Navalní, sem er 45 ára gamall, var fangelsaður í fyrra þegar hann sneri aftur til Rússlands frá Þýskalandi. Hann hafði verið fluttur til Þýskalands árið 2020 eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichock, sama eitri og notað var til að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skirpal í Bretlandi árið 2018. Sjá einnig: Navalní enn og aftur fyrir dómara Navalní var dæmdur fyrir að rjúfa skilorð með því að vera fluttur í dái til Þýskalands. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Yfirlýsingunni var deilt á Twitter en í henni segir Navalní að erfitt sé að kalla rússnesku þjóðina þjóð friðar. Rússar megi ekki láta kalla sig þjóð hrædds og hljóðláts fólks. Heigla sem þykjast ekki sjá árásarstríðið sem „okkar augljóslega geðveiki keisari“ hóf. Er hann þar að vísa til innrásarinnar í Úkraínu. „Ég get ekki, vil ekki og skal ekki vera þögull og horfa á sögufölsun um atburði fyrir hundrað árum er notuð sem afsökun fyrir Rússa til að drepa Úkraínumenn og Úkraínumenn að drepa Rússa er þau verja sig,“ sagði Navalní. Segir Rússa eiga að vera stolta af þeim sem hafa verið handteknir Hann segir ótækt að horfa á fólk deyja í sundursprengdum húsum og að hlusta á hótanir um kjarnorkustyrjaldir. „Pútín er ekki Rússland,“ sagði hann. „Ef það er eitthvað í Rússlandi sem þið getið verið stolt af, þá er það þau 6.824 sem hafa verið handtekin, þau sem fóru út á götu með skildi sem á stóð „Ekkert stríð“.“ Fregnir hafa borist af því að þúsundir manna hafi verið handtekin í Rússlandi fyrir að mótmæla innrásinni. Til að mótmæla í Rússlandi þarf formlegt leyfi stjórnvalda. Navalní sagði Rússa ekki geta beðið lengur og kallaði hann eftir því að allir Rússar mótmæltu stríðinu á hverjum degi. Það ætti við alla Rússa, hvar sem þeir væru í heiminum. „Ef þið eruð erlendis, komið til rússneska sendiráðsins. Ef þið getið skipulagt mótmæli, gerið það um helgina.“ „Við skulum berjast gegn stríðinu“ Hann sagði að þó mætingin yrði dræm yrðu Rússar að mótmæla áfram. Rússar þyrftu að yfirstíga ótta sinn og krefjast endaloka stríðsins. Í hvert sinn sem einhver væri handtekinn þyrftu tveir nýir mótmælendur að taka við. Navalní sagði að ef Rússar þyrftu að fylla fangelsi landsins til að stöðva stríðið, væri það gjald sem þyrfti að greiða. Rússar þyrftu að greiða þetta tiltekna gjald. „Það er enginn sem gerir það fyrir okkur. Við skulum ekki „vera á móti stríðinu“. Við skulum berjast gegn stríðinu,“ sagði Navalní. 12/12 Everything has a price, and now, in the spring of 2022, we must pay this price. There's no one to do it for us. Let's not "be against the war." Let's fight against the war.— Alexey Navalny (@navalny) March 2, 2022 Navalní, sem er 45 ára gamall, var fangelsaður í fyrra þegar hann sneri aftur til Rússlands frá Þýskalandi. Hann hafði verið fluttur til Þýskalands árið 2020 eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichock, sama eitri og notað var til að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skirpal í Bretlandi árið 2018. Sjá einnig: Navalní enn og aftur fyrir dómara Navalní var dæmdur fyrir að rjúfa skilorð með því að vera fluttur í dái til Þýskalands.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira