Maltverjar loka á vegabréfakaup Rússa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. mars 2022 15:14 Rússar og Hvítrússar geta ekki lengur keypt sér maltnesk vegabréf. Getty/Baris Seckin Malta hefur ákveðið að loka fyrir umsóknir Rússa og Hvítrússa fyrir svokölluð „gyllt vegabréf“ vegna viðskiptaþvingana Evrópusambandsins gegn ríkjunum tveimur. Malta er aðildarríki að Evrópusambandinu, sem hefur hert verulega viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi og Hvíta-Rússlandi eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa AP greinir frá. Vegabréfaprógrammið hefur verið harðlega gagnrýnt en með því að sækja um slíkt vegabréf fá einstaklingar ríkisborgararétt á Möltu og hefur prógrammið verið einn helsti tekjustofn maltneska ríkisins frá árinu 2014. Margir evrópskir viðskiptamenn hafa nýtt sér gyllta vegabréfið til að kaupa sér ríkisborgararétt að Evrópusambandinu. Maltneska ríkið segir í yfirlýsingu að enginn þeirra, sem keypt hafa sér ríkisborgararétt með þessum hætti, sé á lista Evrópusambandsins yfir þá sem beittir eru viðskiptaþvingunum í sambandi við stríðið í Úkraínu. Með vegabréfaprógramminu fá erlendir ríkisborgarar þriggja ára ríkisborgararétt á Möltu en fyrir það þurfa þeir að greiða 600 þúsund evrur. Þá geta þeir greitt 750 þúsund evrur og keypt húsnæði fyrir 700 þúsund evrur fyrir tólf mánaða ríkisborgararétt. Malta Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Innrásin í Úkraínu hefur víðtæk áhrif á hrávörumarkaði Áhrifin sem innrás Rússa í Úkraínu hefur á hrávörumarkaði eru víðtæk og einkennast af töluverðri óvissu sem endurspeglast í miklum sveiflum. Þetta segir Brynjólfur Stefánsson, sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum, en hann var áður yfir afleiðubók hráolíu hjá fjárfestingabankanum Morgan Stanley. 2. mars 2022 08:01 Vaktin: „Ef við streitumst á móti, ætla þeir að þurrka út bæinn með stórskotaliði“ Vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. 2. mars 2022 06:49 Forseti Evrópuþingsins segir Putin verða dreginn til ábyrgðar Forseti Úkraínu sakar Rússa um hryðjuverk eftir eldflaugaárás á miðborg næst stærstu borgar landsins í dag. Forseti Evrópuþingsins segir forseta Rússlands og Hvítarússlands verða dregna til ábyrgðar vegna stríðsins í Úkraínu. 1. mars 2022 19:21 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Malta er aðildarríki að Evrópusambandinu, sem hefur hert verulega viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi og Hvíta-Rússlandi eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa AP greinir frá. Vegabréfaprógrammið hefur verið harðlega gagnrýnt en með því að sækja um slíkt vegabréf fá einstaklingar ríkisborgararétt á Möltu og hefur prógrammið verið einn helsti tekjustofn maltneska ríkisins frá árinu 2014. Margir evrópskir viðskiptamenn hafa nýtt sér gyllta vegabréfið til að kaupa sér ríkisborgararétt að Evrópusambandinu. Maltneska ríkið segir í yfirlýsingu að enginn þeirra, sem keypt hafa sér ríkisborgararétt með þessum hætti, sé á lista Evrópusambandsins yfir þá sem beittir eru viðskiptaþvingunum í sambandi við stríðið í Úkraínu. Með vegabréfaprógramminu fá erlendir ríkisborgarar þriggja ára ríkisborgararétt á Möltu en fyrir það þurfa þeir að greiða 600 þúsund evrur. Þá geta þeir greitt 750 þúsund evrur og keypt húsnæði fyrir 700 þúsund evrur fyrir tólf mánaða ríkisborgararétt.
Malta Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Innrásin í Úkraínu hefur víðtæk áhrif á hrávörumarkaði Áhrifin sem innrás Rússa í Úkraínu hefur á hrávörumarkaði eru víðtæk og einkennast af töluverðri óvissu sem endurspeglast í miklum sveiflum. Þetta segir Brynjólfur Stefánsson, sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum, en hann var áður yfir afleiðubók hráolíu hjá fjárfestingabankanum Morgan Stanley. 2. mars 2022 08:01 Vaktin: „Ef við streitumst á móti, ætla þeir að þurrka út bæinn með stórskotaliði“ Vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. 2. mars 2022 06:49 Forseti Evrópuþingsins segir Putin verða dreginn til ábyrgðar Forseti Úkraínu sakar Rússa um hryðjuverk eftir eldflaugaárás á miðborg næst stærstu borgar landsins í dag. Forseti Evrópuþingsins segir forseta Rússlands og Hvítarússlands verða dregna til ábyrgðar vegna stríðsins í Úkraínu. 1. mars 2022 19:21 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Innrásin í Úkraínu hefur víðtæk áhrif á hrávörumarkaði Áhrifin sem innrás Rússa í Úkraínu hefur á hrávörumarkaði eru víðtæk og einkennast af töluverðri óvissu sem endurspeglast í miklum sveiflum. Þetta segir Brynjólfur Stefánsson, sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum, en hann var áður yfir afleiðubók hráolíu hjá fjárfestingabankanum Morgan Stanley. 2. mars 2022 08:01
Vaktin: „Ef við streitumst á móti, ætla þeir að þurrka út bæinn með stórskotaliði“ Vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. 2. mars 2022 06:49
Forseti Evrópuþingsins segir Putin verða dreginn til ábyrgðar Forseti Úkraínu sakar Rússa um hryðjuverk eftir eldflaugaárás á miðborg næst stærstu borgar landsins í dag. Forseti Evrópuþingsins segir forseta Rússlands og Hvítarússlands verða dregna til ábyrgðar vegna stríðsins í Úkraínu. 1. mars 2022 19:21