Versti dagur stríðsins hingað til Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. mars 2022 16:31 Kona í öngum sínum þegar hún sér ástandið á bakgarðinum eftir að rússneskt flugskeyti lenti þar. AP Photo/Vadim Ghirda Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. Flugskeyti féll til dæmis á ráðhúsið í Kharkív, sem hefur verið eitt helsta skotmark Rússa frá upphafi innrásarinnar. Íbúi í borginni náði myndbandi af augnablikinu sem flugskeytið lenti á ráðhúsinu þar sem sjá má að mikil eyðilegging varð. The moment of the Russian air strike in Kharkiv, likely from a Su-34 bomber. https://t.co/pbiDzahjL8 pic.twitter.com/6gQeTUScI6— Rob Lee (@RALee85) March 2, 2022 Fregnir hafa þá borist af miklu mannfalli almennra borgara í stórskotaliðsárásum Rússa á Kharkív og Mariupol, sem setið er um. Igor Terekhov, borgarstjóri Kharkív, sagði fyrr í dag að Rússar skytu eldflaugum á borgina í massavís og að önnur eins eyðilegging hafi ekki sést frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. "They were firing on residential areas"Mayor of Kharkiv, Igor Terekhov, tells BBC news there has been no such destruction in his city since the Second World War Latest: https://t.co/YDQGgzMj68 pic.twitter.com/oGKleQMOms— BBC News (World) (@BBCWorld) March 2, 2022 Þá hæfði eldflaug skóla í Kharkív í morgun. Borgin er talin umkringd af rússneskum hermönnum en hún er enn undir stjórn Úkraínumanna. У Харкові ворожий снаряд потрапив у школу. #CloseTheSkyOverUkraine#PutinHitler #StopPutin #StopRussia pic.twitter.com/U05v2oijnp— Верховна Рада України (@verkhovna_rada) March 2, 2022 Á þriðja tug fallnir í Kharkív Minnst fjórir féllu og níu særðust í loftárás Rússa á Kharkív í morgun. Terekhov greindi frá þessu í myndbandsávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum. „Kharkív er rússneskumæladi borg. Einn af hverjum fjórum íbúum á ættingja í Rússlandi. En afstaða borgarbúa til Rússlands í dag er allt önnur en hún var áður. Við bjuggumst aldrei við því að þetta myndi gerast: Alger eyðilegging, tortíming, þjóðarmorð á úkraínsku þjóðinni. Þetta er ófyrirgefanlegt,“ sagði Terekhov. Oleh Sinehubov, ríkisstjóri Kharkív, greindi þá frá því í morgun að 21 hafi fallið og 112 særst í árásum Rússa á Kharkív. Þá staðfesti hann að árás hafi veirð gerð á hersjúkrahús í borginni. Þetta sagði hann áður en loftárásin var gerð á ráðhús borgarinnar í morgun. Stofnandi Conflict News hefur verið að fylgjast með samfélagsmiðlum ytra í morgun og segir hann myndefnið frá Kharkív vera hræðilegt. I have seen some utterly horrific videos from Kharkiv this afternoon. I honestly thought Russia would have more restraint than they do in Syria. I guess I was wrong.— Kyle Glen (@KyleJGlen) March 2, 2022 Ráðamönnum Konotop settir afarkostir Ráðamenn í Mariupol hafa sagt sprengjuárásirnar á borgina vera linnulausar. Þær hafi gengið á í rúmar fimmtán klukkustundir án hléa. Blaðamaður BBC hefur eftir ráðamönnum borgarinnar að margar árásir hafi beinst að íbúðahverfum. “The Russian forces are several kilometres away on all sides. The Ukrainian army is brave and they will continue to defend the city, but Russia does not fight with their army, they just destroy districts.“We believe in our Ukrainian army, but we are in a terrible situation.”— Joel Gunter (@joelmgunter) March 2, 2022 Borgarstjóri Konotop, í austurhluta Sumy-héraðs, sagði íbúum borgarinnar í dag að bænum hefðu borist afarkostir frá hersveitum Rússa sem umkringja borgina. „Ef við streitumst á móti, ætla þeir að þurrka út bæinn með stórskotaliði,“ sagði Artem Semenikhin við íbúa í dag. „Ef þið eruð til í það, þá berjumst við. Hverjir vilja berjast?“ spurði hann við mikil öskur íbúa sem samþykktu mótspyrnu, samkvæmt Guardian. Fyrr í dag barst myndefni af hermönnum við ráðhús Konotop þar sem þeir mættu til að afhenda borgarstjóranum áðurnefnda afarkosti. Hermennirnir voru umkringdir af íbúum sem voru það reiðir að einn hermannanna hélt tveimur handsprengjum á lofti svo íbúarnir réðust ekki á þá. #Ukraine 🇺🇦: Russian soldiers walk into the town of Konotop as theyel want to negotiate the town's surrender.One soldier holds up two grenades in order not to be lynched but furious residents.The towns mayor claims the invaders have threatened to destroy the town. pic.twitter.com/WvjXpqviF6— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) March 2, 2022 Aðför Rússa muni aðeins versna Ben Wallace, varnarmálaráðherra Breta, sagðist í morgun gera ráð fyrir að innrás Rússa í Úkraínu eigi eftir að verða grimmilegri eftir því sem á líður. Hann sagði í samtali við útvarpsstöðina LBC að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ekki fengið sínu framgengt og hefði brugðist við með því að umkringja borgir og ráðast gegn þeim á næturnar. Hann myndi að lokum freista þess að brjóta alla andspyrnu á bak aftur og ráðast inn í borgirnar. Þá muni Rússar að hans mati eiga erfitt með að hernema Úkraínu. Bæði vegna stærðar landsins og fjölda landsmanna, sem muni veita harða mótspyrnu. Það er þá sem mannfallið mun fara að taka sinn toll, segir Wallace. Rússar segjast ekki hafa í hyggju að hernema Úkraínu, heldur koma fasískum öflum frá. Hins vegar er óljóst hvernig þeir sjá framhaldið fyrir sér, þar sem Úkraínumenn eru alfarið á móti afskiptum Rússa og líklegir til að velja sér nýja ráðamenn þegar innrásarherinn er á brott. Dagurinn í Kænugarði rólegur Fréttastofa ræddi þá við Óskar Hallgrímsson ljósmyndara og íbúa í Kænugarði í morgun. Hann sagði ekki skrítið að Kharkív sætti árásum enda sé borgin skammt frá landamærnum og jafnvel hægt að skjóta á hana frá Rússlandi. Óskar bendir á að það sé ekki skrýtið að Karkív sæti árásum, enda sé borgin skammt frá landamærunum og jafnvel hægt að skjóta á hana frá Rússlandi. Síðasti sólarhringur hafi þó verið rólegur í Kænugarði fyrir utan tvær stórar sprengingar í gær þar sem ráðist var á sjónvarpsturn annars vegar og minnisvarða um Helförina hins vegar. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56 Blaðamannafélagið safnar fyrir úkraínska blaðamenn Blaðamannafélag Íslands hefur hafið fjársöfnun til stuðnings blaðamönnum í Úkraínu. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að mikilvægi fjölmiðla á stríðstímum sé óumdeilt og blaðamenn í Úkraínu þurfi aðstoð til að geta stuðlað að öryggi sínu á meðan þeir miðli til umheimsins fréttum af ástandinu í kjölfar innrásar Rússa. 2. mars 2022 15:36 Maltverjar loka á vegabréfakaup Rússa Malta hefur ákveðið að loka fyrir umsóknir Rússa og Hvítrússa fyrir svokölluð „gyllt vegabréf“ vegna viðskiptaþvingana Evrópusambandsins gegn ríkjunum tveimur. 2. mars 2022 15:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Flugskeyti féll til dæmis á ráðhúsið í Kharkív, sem hefur verið eitt helsta skotmark Rússa frá upphafi innrásarinnar. Íbúi í borginni náði myndbandi af augnablikinu sem flugskeytið lenti á ráðhúsinu þar sem sjá má að mikil eyðilegging varð. The moment of the Russian air strike in Kharkiv, likely from a Su-34 bomber. https://t.co/pbiDzahjL8 pic.twitter.com/6gQeTUScI6— Rob Lee (@RALee85) March 2, 2022 Fregnir hafa þá borist af miklu mannfalli almennra borgara í stórskotaliðsárásum Rússa á Kharkív og Mariupol, sem setið er um. Igor Terekhov, borgarstjóri Kharkív, sagði fyrr í dag að Rússar skytu eldflaugum á borgina í massavís og að önnur eins eyðilegging hafi ekki sést frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. "They were firing on residential areas"Mayor of Kharkiv, Igor Terekhov, tells BBC news there has been no such destruction in his city since the Second World War Latest: https://t.co/YDQGgzMj68 pic.twitter.com/oGKleQMOms— BBC News (World) (@BBCWorld) March 2, 2022 Þá hæfði eldflaug skóla í Kharkív í morgun. Borgin er talin umkringd af rússneskum hermönnum en hún er enn undir stjórn Úkraínumanna. У Харкові ворожий снаряд потрапив у школу. #CloseTheSkyOverUkraine#PutinHitler #StopPutin #StopRussia pic.twitter.com/U05v2oijnp— Верховна Рада України (@verkhovna_rada) March 2, 2022 Á þriðja tug fallnir í Kharkív Minnst fjórir féllu og níu særðust í loftárás Rússa á Kharkív í morgun. Terekhov greindi frá þessu í myndbandsávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum. „Kharkív er rússneskumæladi borg. Einn af hverjum fjórum íbúum á ættingja í Rússlandi. En afstaða borgarbúa til Rússlands í dag er allt önnur en hún var áður. Við bjuggumst aldrei við því að þetta myndi gerast: Alger eyðilegging, tortíming, þjóðarmorð á úkraínsku þjóðinni. Þetta er ófyrirgefanlegt,“ sagði Terekhov. Oleh Sinehubov, ríkisstjóri Kharkív, greindi þá frá því í morgun að 21 hafi fallið og 112 særst í árásum Rússa á Kharkív. Þá staðfesti hann að árás hafi veirð gerð á hersjúkrahús í borginni. Þetta sagði hann áður en loftárásin var gerð á ráðhús borgarinnar í morgun. Stofnandi Conflict News hefur verið að fylgjast með samfélagsmiðlum ytra í morgun og segir hann myndefnið frá Kharkív vera hræðilegt. I have seen some utterly horrific videos from Kharkiv this afternoon. I honestly thought Russia would have more restraint than they do in Syria. I guess I was wrong.— Kyle Glen (@KyleJGlen) March 2, 2022 Ráðamönnum Konotop settir afarkostir Ráðamenn í Mariupol hafa sagt sprengjuárásirnar á borgina vera linnulausar. Þær hafi gengið á í rúmar fimmtán klukkustundir án hléa. Blaðamaður BBC hefur eftir ráðamönnum borgarinnar að margar árásir hafi beinst að íbúðahverfum. “The Russian forces are several kilometres away on all sides. The Ukrainian army is brave and they will continue to defend the city, but Russia does not fight with their army, they just destroy districts.“We believe in our Ukrainian army, but we are in a terrible situation.”— Joel Gunter (@joelmgunter) March 2, 2022 Borgarstjóri Konotop, í austurhluta Sumy-héraðs, sagði íbúum borgarinnar í dag að bænum hefðu borist afarkostir frá hersveitum Rússa sem umkringja borgina. „Ef við streitumst á móti, ætla þeir að þurrka út bæinn með stórskotaliði,“ sagði Artem Semenikhin við íbúa í dag. „Ef þið eruð til í það, þá berjumst við. Hverjir vilja berjast?“ spurði hann við mikil öskur íbúa sem samþykktu mótspyrnu, samkvæmt Guardian. Fyrr í dag barst myndefni af hermönnum við ráðhús Konotop þar sem þeir mættu til að afhenda borgarstjóranum áðurnefnda afarkosti. Hermennirnir voru umkringdir af íbúum sem voru það reiðir að einn hermannanna hélt tveimur handsprengjum á lofti svo íbúarnir réðust ekki á þá. #Ukraine 🇺🇦: Russian soldiers walk into the town of Konotop as theyel want to negotiate the town's surrender.One soldier holds up two grenades in order not to be lynched but furious residents.The towns mayor claims the invaders have threatened to destroy the town. pic.twitter.com/WvjXpqviF6— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) March 2, 2022 Aðför Rússa muni aðeins versna Ben Wallace, varnarmálaráðherra Breta, sagðist í morgun gera ráð fyrir að innrás Rússa í Úkraínu eigi eftir að verða grimmilegri eftir því sem á líður. Hann sagði í samtali við útvarpsstöðina LBC að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ekki fengið sínu framgengt og hefði brugðist við með því að umkringja borgir og ráðast gegn þeim á næturnar. Hann myndi að lokum freista þess að brjóta alla andspyrnu á bak aftur og ráðast inn í borgirnar. Þá muni Rússar að hans mati eiga erfitt með að hernema Úkraínu. Bæði vegna stærðar landsins og fjölda landsmanna, sem muni veita harða mótspyrnu. Það er þá sem mannfallið mun fara að taka sinn toll, segir Wallace. Rússar segjast ekki hafa í hyggju að hernema Úkraínu, heldur koma fasískum öflum frá. Hins vegar er óljóst hvernig þeir sjá framhaldið fyrir sér, þar sem Úkraínumenn eru alfarið á móti afskiptum Rússa og líklegir til að velja sér nýja ráðamenn þegar innrásarherinn er á brott. Dagurinn í Kænugarði rólegur Fréttastofa ræddi þá við Óskar Hallgrímsson ljósmyndara og íbúa í Kænugarði í morgun. Hann sagði ekki skrítið að Kharkív sætti árásum enda sé borgin skammt frá landamærnum og jafnvel hægt að skjóta á hana frá Rússlandi. Óskar bendir á að það sé ekki skrýtið að Karkív sæti árásum, enda sé borgin skammt frá landamærunum og jafnvel hægt að skjóta á hana frá Rússlandi. Síðasti sólarhringur hafi þó verið rólegur í Kænugarði fyrir utan tvær stórar sprengingar í gær þar sem ráðist var á sjónvarpsturn annars vegar og minnisvarða um Helförina hins vegar.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56 Blaðamannafélagið safnar fyrir úkraínska blaðamenn Blaðamannafélag Íslands hefur hafið fjársöfnun til stuðnings blaðamönnum í Úkraínu. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að mikilvægi fjölmiðla á stríðstímum sé óumdeilt og blaðamenn í Úkraínu þurfi aðstoð til að geta stuðlað að öryggi sínu á meðan þeir miðli til umheimsins fréttum af ástandinu í kjölfar innrásar Rússa. 2. mars 2022 15:36 Maltverjar loka á vegabréfakaup Rússa Malta hefur ákveðið að loka fyrir umsóknir Rússa og Hvítrússa fyrir svokölluð „gyllt vegabréf“ vegna viðskiptaþvingana Evrópusambandsins gegn ríkjunum tveimur. 2. mars 2022 15:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56
Blaðamannafélagið safnar fyrir úkraínska blaðamenn Blaðamannafélag Íslands hefur hafið fjársöfnun til stuðnings blaðamönnum í Úkraínu. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að mikilvægi fjölmiðla á stríðstímum sé óumdeilt og blaðamenn í Úkraínu þurfi aðstoð til að geta stuðlað að öryggi sínu á meðan þeir miðli til umheimsins fréttum af ástandinu í kjölfar innrásar Rússa. 2. mars 2022 15:36
Maltverjar loka á vegabréfakaup Rússa Malta hefur ákveðið að loka fyrir umsóknir Rússa og Hvítrússa fyrir svokölluð „gyllt vegabréf“ vegna viðskiptaþvingana Evrópusambandsins gegn ríkjunum tveimur. 2. mars 2022 15:14