Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. mars 2022 18:39 Þorkell Hjaltason er einn margra sem rutt hafa götur höfuðborgarbúa síðustu vikurnar. Hann segir ástandið ólíkt því sem sést hafi síðustu ár og marga vera orðna þreytta eftir langa vinnutörn. Vísir/Sigurjón Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. Síðan snemma í febrúar hefur hver lægðin á fætur annarri gengið yfir landið en þeim hefur fylgt aftakaveður og mikil úrkoma. Götur hafa fylgst af snjó og klaka og hafa borgarstarfsmenn vart haft undan við að moka til að halda götunum færum. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir kostnað við snjómokstur vera miklu meiri en áður.Vísir/Sigurjón „Þetta er bara búið að vera skelfileg tíð. Umhleypingar eins og við Íslendingar þekkjum þetta. Það hefur snjóað, það hefur ringt, það hefur frosið og það hefur snjóað aftur. Þannig að við náum aldrei að klára verkefnið okkar í raun og veru að hreinsa almennilega áður en næsta snjókoma hefst. Þannig að við höfum þurft að taka vélar og tæki og mannskap úr lægsta forganginum okkar á húsagötum og setja aftur yfir í önnur verkefni til að bara byrja upp á nýtt,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins. Þannig hafa húsagötur margar hverjar margar þurft að bíða og erfitt að aka þær sumar. Þá gerir klaki snjóruðningsmönnum erfitt fyrir. Ekki verið jafn slæmt ástand í mörg ár Þorkell Hjaltason hefur síðustu vikurnar farið um á gröfunni sinni og mokað götur borgarinnar. Hann segir ástandið með því verra sem hann hefur séð sér í lagi það hversu mikill klaki hefur myndast. „Þetta er alveg nýtt. Allavega núna. Þetta var meira svona í kringum 1980 þá var ég líka í snjómokstri. Þá var þetta oft svona. Þetta hefur ekki sést í mörg ár,“ segir Þorkell. Þorkell segir marga orðna lúna eftir langa vinnutörn. „Ég held að menn séu orðnir svolítið þreyttir á þessu. Þetta er bara svo erfitt viðureignar, það er aðallega það, allavega síðustu daga,“ segir Þorkell. Þorkell Hjaltason hefur rutt götur borgarinnar myrkranna á milli síðustu vikurnar.Vísir/Sigurjón Talið er að kostnaður borgarinnar vegna snjómoksturs hafi verið 15-20 milljónir hvern dag síðustu vikurnar. Áætlað er að kostnaðurinn fyrir febrúar verði um 300 milljónir króna en síðustu ár hefur hann verið frá 120 milljónum til 150 milljóna fyrir þennan mánuð. „Ég er hræddur um að kostnaður tvöfaldist enda erum við með tugi véla úti, fullt af fólki, þannig að þessi kostnaður náttúrulega bara hrannast upp í svona árferði,“ segir Hjalti. Hjalti segir að áfram muni mæða mikið á þeim sem sinna snjómokstri í borginni. „Miðað við veðurspá þá er bara tíðin enn þá rysjótt þannig að við bara verðum í þessum sömu verkefnum og ég er búinn að vera lýsa næstu daga,“ segir Hjalti. Vegagerð Reykjavík Veður Samgöngur Snjómokstur Tengdar fréttir Húsagöturnar helsta úrlausnarefnið Vond færð er víða í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu en klaki gerir þeim sem sinna snjómokstri erfitt fyrir. Tugir snjómoksturstækja aka nú um göturnar til að reyna að ryðja en hafa vart undan líkt og síðustu vikurnar. 2. mars 2022 11:07 Má blöskrar snjóskafl á gangstéttinni við hús Blindrafélagsins Má Gunnarssyni, íþrótta- og tónlistarmanni, er ekki skemmt varðandi snjómokstur við húsakynni Blindrafélagsins í Hamrahlíð. Már er blindur og á eðli máls samkvæmt ekki auðveld með að komast fram hjá stórum sköflum frekar en aðrir. 1. mars 2022 15:14 Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. 28. febrúar 2022 07:50 Óvissa með færð á fjölmörgum vegum Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu vegna vega sem viðbúið er að fari á óvissustig á morgun eða lokist. Óvissustig Almannavarna er í gildi víða um land fyrri hluta dags á morgun. 24. febrúar 2022 21:29 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Síðan snemma í febrúar hefur hver lægðin á fætur annarri gengið yfir landið en þeim hefur fylgt aftakaveður og mikil úrkoma. Götur hafa fylgst af snjó og klaka og hafa borgarstarfsmenn vart haft undan við að moka til að halda götunum færum. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir kostnað við snjómokstur vera miklu meiri en áður.Vísir/Sigurjón „Þetta er bara búið að vera skelfileg tíð. Umhleypingar eins og við Íslendingar þekkjum þetta. Það hefur snjóað, það hefur ringt, það hefur frosið og það hefur snjóað aftur. Þannig að við náum aldrei að klára verkefnið okkar í raun og veru að hreinsa almennilega áður en næsta snjókoma hefst. Þannig að við höfum þurft að taka vélar og tæki og mannskap úr lægsta forganginum okkar á húsagötum og setja aftur yfir í önnur verkefni til að bara byrja upp á nýtt,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins. Þannig hafa húsagötur margar hverjar margar þurft að bíða og erfitt að aka þær sumar. Þá gerir klaki snjóruðningsmönnum erfitt fyrir. Ekki verið jafn slæmt ástand í mörg ár Þorkell Hjaltason hefur síðustu vikurnar farið um á gröfunni sinni og mokað götur borgarinnar. Hann segir ástandið með því verra sem hann hefur séð sér í lagi það hversu mikill klaki hefur myndast. „Þetta er alveg nýtt. Allavega núna. Þetta var meira svona í kringum 1980 þá var ég líka í snjómokstri. Þá var þetta oft svona. Þetta hefur ekki sést í mörg ár,“ segir Þorkell. Þorkell segir marga orðna lúna eftir langa vinnutörn. „Ég held að menn séu orðnir svolítið þreyttir á þessu. Þetta er bara svo erfitt viðureignar, það er aðallega það, allavega síðustu daga,“ segir Þorkell. Þorkell Hjaltason hefur rutt götur borgarinnar myrkranna á milli síðustu vikurnar.Vísir/Sigurjón Talið er að kostnaður borgarinnar vegna snjómoksturs hafi verið 15-20 milljónir hvern dag síðustu vikurnar. Áætlað er að kostnaðurinn fyrir febrúar verði um 300 milljónir króna en síðustu ár hefur hann verið frá 120 milljónum til 150 milljóna fyrir þennan mánuð. „Ég er hræddur um að kostnaður tvöfaldist enda erum við með tugi véla úti, fullt af fólki, þannig að þessi kostnaður náttúrulega bara hrannast upp í svona árferði,“ segir Hjalti. Hjalti segir að áfram muni mæða mikið á þeim sem sinna snjómokstri í borginni. „Miðað við veðurspá þá er bara tíðin enn þá rysjótt þannig að við bara verðum í þessum sömu verkefnum og ég er búinn að vera lýsa næstu daga,“ segir Hjalti.
Vegagerð Reykjavík Veður Samgöngur Snjómokstur Tengdar fréttir Húsagöturnar helsta úrlausnarefnið Vond færð er víða í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu en klaki gerir þeim sem sinna snjómokstri erfitt fyrir. Tugir snjómoksturstækja aka nú um göturnar til að reyna að ryðja en hafa vart undan líkt og síðustu vikurnar. 2. mars 2022 11:07 Má blöskrar snjóskafl á gangstéttinni við hús Blindrafélagsins Má Gunnarssyni, íþrótta- og tónlistarmanni, er ekki skemmt varðandi snjómokstur við húsakynni Blindrafélagsins í Hamrahlíð. Már er blindur og á eðli máls samkvæmt ekki auðveld með að komast fram hjá stórum sköflum frekar en aðrir. 1. mars 2022 15:14 Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. 28. febrúar 2022 07:50 Óvissa með færð á fjölmörgum vegum Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu vegna vega sem viðbúið er að fari á óvissustig á morgun eða lokist. Óvissustig Almannavarna er í gildi víða um land fyrri hluta dags á morgun. 24. febrúar 2022 21:29 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Húsagöturnar helsta úrlausnarefnið Vond færð er víða í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu en klaki gerir þeim sem sinna snjómokstri erfitt fyrir. Tugir snjómoksturstækja aka nú um göturnar til að reyna að ryðja en hafa vart undan líkt og síðustu vikurnar. 2. mars 2022 11:07
Má blöskrar snjóskafl á gangstéttinni við hús Blindrafélagsins Má Gunnarssyni, íþrótta- og tónlistarmanni, er ekki skemmt varðandi snjómokstur við húsakynni Blindrafélagsins í Hamrahlíð. Már er blindur og á eðli máls samkvæmt ekki auðveld með að komast fram hjá stórum sköflum frekar en aðrir. 1. mars 2022 15:14
Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. 28. febrúar 2022 07:50
Óvissa með færð á fjölmörgum vegum Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu vegna vega sem viðbúið er að fari á óvissustig á morgun eða lokist. Óvissustig Almannavarna er í gildi víða um land fyrri hluta dags á morgun. 24. febrúar 2022 21:29