Þakklát fyrir tillögu um Kænugarðsstræti Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2022 20:01 Viktoría Vasilynka Alfreðsdóttir fæddist í vesturhluta Úkraínu og bjó þar til ellefu ára aldurs. Hún segir það vera mikilvæg skilaboð ef gatan þar sem Rússneska sendiráðið í Reykjavík er yrði nefnd Kænugarðsstræti. Stöð 2/Egill Kona af úkraínskum ættum sem býr í Garðastræti í Reykjavík er snortin yfir þeirri hugmynd oddvita Sjálfstæðisflokksins að breyta nafni götunnar í Kænugarðsstræti. Það fæli í sér mikilvæga stuðningsyfirlýsingu við þjóð hennar. Götunöfnum hér og þar hefur verið breytt í pólitískum tilgangi eins og í Budapest í Ungverjalandi í fyrra. Þá tóku borgaryfirvöld upp á því að nefna götur í kringum stórt landsvæði í borginni þar sem Kínverjar hugðust byggja stóran háskólakampus í "Hong Kong frelsisstræti" og "Dalai Lama stræti." Það er því ekki einstakt í heiminum að götunöfnum sé breytt þjóðum til heiðurs eða stuðnings. Nú hefur Eyþór Arnalds leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lagt til að nafni Garðastrætis, þar sem rússneska sendiráðið er, verði breytt úr Garðastræti í Kænugarðsstræti. Eyþór Arnalds segir við hæfi að Reykvíkingar styðji sjálfstæðisbaráttu Úkraínumanna með þeim táknræna hætti að breyta nafninu á Garðastræti í Kænugarðsstræti.Sröð 2/Egill „Nú er sótt að Kænugarði. Við höfum þessi tengsl við Kænugarð og Úkraínu frá fornu. Það er viðeigandi að sýna móralskan stuðning með því að nefna kennileiti borgarinnar eftir þessari fornu borg,“ segir Eyþór. Viktoría Vasilynka Alfreðsdóttir er fædd og uppalin í vesturhluta Úkraínu en hefur búið á Íslandi frá ellefu ára aldri og býr nú við Garðastræti. Henni finnst þetta frábær tillaga. „Þegar ég frétti af þessari tillögu þá snertir hún mig mjög mikið. Ég er virkilega ánægð með tillöguna og vona að hún fái að ganga í gegn." Þér finnst hún vera að senda rétt skilaboð? „ Já svo sannarlega. Kænugarður er íslenskt orð frá því víkingar frá Skandinavíu fóru til Kiev. Þannig að mér finnst þetta frábær tenging milli Íslands og Úkraínu,“ segir Viktoría. Afgreiðslu tillögunnar var frestað í skipulagsráði borgarinnar í morgun. Eyþór minnir á að Eystrasaltsríkin hafi til að mynda heiðrað Íslendinga með Íslands-, Reykjavíkurstrætum og torgum. „Þar voru Eystrasaltsríkin að þakka fyrir sig. Við vorum fyrst til að viðurkenna þau þegar Eystrasaltsríkin brutust til sjálfstæðis. Núna er sótt að sjálfstæði Úkraínu og mér finnst sjálfsagt að við styðjum við bakið á fólkinu þar,“ segir Eyþór. Viktoría segist eiga fjölda skyldmenna, vina og bekkjarfélaga sem nú væri verið að senda í stríð eins og alla karlmenn frá 18 til 60 ára. „Þótt það séu fjölskyldur sem vilja flýja þá eru þær aðskildar. Þannig að konur og börn geta farið yfir landamærin en karlmenn verða að vera eftir. Það er líka voðalega erfitt og ég þekki margar fjölskyldur, vinafjölskyldur mínar, sem vilja ekki yfirgefa Úkraínnu af þessum ástæðum,“ segir Viktoría Vasilynka Alfreðsdóttir. Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Rússland Skipulag Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39 Rússneskir fjölmiðlar fjalla um „árás“ á sendiráðið í Reykjavík Rússneskir fjölmiðlar hafa það eftir Míkhaíl Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, að ráðist hafi verið á sendiráð Rússlands í Reykjavík. Lögregla staðfestir að afskipti hafi verið höfð af einstaklingi við sendiráðið í gær, en skráði ekkert um ofbeldi eða skemmdarverk í kerfi sitt. 28. febrúar 2022 20:53 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira
Götunöfnum hér og þar hefur verið breytt í pólitískum tilgangi eins og í Budapest í Ungverjalandi í fyrra. Þá tóku borgaryfirvöld upp á því að nefna götur í kringum stórt landsvæði í borginni þar sem Kínverjar hugðust byggja stóran háskólakampus í "Hong Kong frelsisstræti" og "Dalai Lama stræti." Það er því ekki einstakt í heiminum að götunöfnum sé breytt þjóðum til heiðurs eða stuðnings. Nú hefur Eyþór Arnalds leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lagt til að nafni Garðastrætis, þar sem rússneska sendiráðið er, verði breytt úr Garðastræti í Kænugarðsstræti. Eyþór Arnalds segir við hæfi að Reykvíkingar styðji sjálfstæðisbaráttu Úkraínumanna með þeim táknræna hætti að breyta nafninu á Garðastræti í Kænugarðsstræti.Sröð 2/Egill „Nú er sótt að Kænugarði. Við höfum þessi tengsl við Kænugarð og Úkraínu frá fornu. Það er viðeigandi að sýna móralskan stuðning með því að nefna kennileiti borgarinnar eftir þessari fornu borg,“ segir Eyþór. Viktoría Vasilynka Alfreðsdóttir er fædd og uppalin í vesturhluta Úkraínu en hefur búið á Íslandi frá ellefu ára aldri og býr nú við Garðastræti. Henni finnst þetta frábær tillaga. „Þegar ég frétti af þessari tillögu þá snertir hún mig mjög mikið. Ég er virkilega ánægð með tillöguna og vona að hún fái að ganga í gegn." Þér finnst hún vera að senda rétt skilaboð? „ Já svo sannarlega. Kænugarður er íslenskt orð frá því víkingar frá Skandinavíu fóru til Kiev. Þannig að mér finnst þetta frábær tenging milli Íslands og Úkraínu,“ segir Viktoría. Afgreiðslu tillögunnar var frestað í skipulagsráði borgarinnar í morgun. Eyþór minnir á að Eystrasaltsríkin hafi til að mynda heiðrað Íslendinga með Íslands-, Reykjavíkurstrætum og torgum. „Þar voru Eystrasaltsríkin að þakka fyrir sig. Við vorum fyrst til að viðurkenna þau þegar Eystrasaltsríkin brutust til sjálfstæðis. Núna er sótt að sjálfstæði Úkraínu og mér finnst sjálfsagt að við styðjum við bakið á fólkinu þar,“ segir Eyþór. Viktoría segist eiga fjölda skyldmenna, vina og bekkjarfélaga sem nú væri verið að senda í stríð eins og alla karlmenn frá 18 til 60 ára. „Þótt það séu fjölskyldur sem vilja flýja þá eru þær aðskildar. Þannig að konur og börn geta farið yfir landamærin en karlmenn verða að vera eftir. Það er líka voðalega erfitt og ég þekki margar fjölskyldur, vinafjölskyldur mínar, sem vilja ekki yfirgefa Úkraínnu af þessum ástæðum,“ segir Viktoría Vasilynka Alfreðsdóttir.
Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Rússland Skipulag Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39 Rússneskir fjölmiðlar fjalla um „árás“ á sendiráðið í Reykjavík Rússneskir fjölmiðlar hafa það eftir Míkhaíl Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, að ráðist hafi verið á sendiráð Rússlands í Reykjavík. Lögregla staðfestir að afskipti hafi verið höfð af einstaklingi við sendiráðið í gær, en skráði ekkert um ofbeldi eða skemmdarverk í kerfi sitt. 28. febrúar 2022 20:53 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira
Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39
Rússneskir fjölmiðlar fjalla um „árás“ á sendiráðið í Reykjavík Rússneskir fjölmiðlar hafa það eftir Míkhaíl Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, að ráðist hafi verið á sendiráð Rússlands í Reykjavík. Lögregla staðfestir að afskipti hafi verið höfð af einstaklingi við sendiráðið í gær, en skráði ekkert um ofbeldi eða skemmdarverk í kerfi sitt. 28. febrúar 2022 20:53