Takumi Minamino sá til þess að Liverpool fór áfram með tveimur mörkum í fyrri hálfleik. Lukas Rupp minnkaði muninn fyrir gestina á 76. mínútu en nær komst Norwich ekki. Liverpool fer því áfram úr 16-liða úrslitunum á kostnað Norwich. Chelsea og Southampton tryggðu sinn farseðill 8-liða úrslitin fyrr í kvöld.
Á morgun mun koma í ljós hvaða lið mætast þegar dregið verður í fjórðungs úrslitin, allt í beinni á Stöð 2 Sport 2.