Komi ekki til greina að Rússar hætti innrásinni í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2022 11:46 Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, líkti Bandaríkjamönnum við Hitler í dag og sagði aðra en Rússland hafa hótað kjarnorkuárásum. AP/rússneska utanríkisráðuneytið Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að ekki kæmi til greina að Rússar myndu hætta innrásinni í Úkraínu. Henni yrði haldið áfram þar til Rússar næðu markmiðum sínum. Þá sagðist hann sannfærður um að Rússar, sem eru að gera markvissar loftárásir á almenna borgara, væru í rétti í Úkraínu. Þeir hefðu rétt á að verja hagsmuni sína og Úkraínu yrði ekki leyft að ógna Rússlandi. Lavrov sagði einnig á blaðamannafundi sem fór fram í morgun að Rússar væru ekki einangraðir í alþjóðasamfélaginu og sagðist hann sannfærður um að létt yrði á refsiaðgerðum á endanum. Þá þvertók ráðherrann fyrir að Rússar væru að gera árásir á borgara og sagði her Rússlands hafa verið skipað að nota nákvæm vopn gegn hernaðarlegum skotmörkum. Fregnirnar af árásum Rússa á almenna borgara og innviði eru fjölmargar og studdar af myndefni. Búið er að hefja rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa í Úkraínu. Russian Foreign Minister Sergei Lavrov has accused the international community of "hysteria" over Ukraine and likened the US to Nazi Germany, claiming that "Americans have got Europe under their control".Live: https://t.co/cz5NTci6C4📺 Sky 501, Virgin 602 and Freeview 233 pic.twitter.com/RS1WxBHRDk— Sky News (@SkyNews) March 3, 2022 Aðrir hafi hótað kjarnorkustríði Á sama blaðamannafundi líkti Lavrov Bandaríkjunum við Hitler og Napóleon. Hann sagði báða hafa reynt að leggja undir sig Evrópu en Bandaríkjunum hefði tekist það. Spurður um það hvort Vladimír Pútín, forseti Rússlands, myndi beita kjarnorkuvopnum, sem hann hefur sett í viðbragðsstöðu, sagði Lavrov að það væru aðrir sem hefðu hótað kjarnorkustríði og nefndi hann Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, og Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Hið rétta er að Lavrov og Pútín hafa ítrekað hótað kjarnorkustríði undir rós á undanförnum vikum. Samkvæmt Sky News var Lavrov skömmu seinna spurður að því hvort hægt hefði verið að grípa til annarskonar aðgerða en refsiaðgerða, sagði hann það eina vera þriðju heimsstyrjöldina og að allir skildu að það yrði kjarnorkustyrjöld. Þá sakaði Lavrov úkraínska hermenn um að koma illa fram við almenna borgara í Donbas og að skýla sér á bakvið borgara. Hann sagði Úkraínumenn vera ribbalda og ný-nasista, sem Rússar hafa verið gjarnir á að segja að undanförnu. Líkt og áður kemur fram hafa Rússar ítrekað verið sakaðir um árásir á almenna borgara undanfarna daga og að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn rannsakar nú meinta stríðsglæpi Rússa í Úkraínu. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. 3. mars 2022 11:35 Vaktin: Sagðir hafa fellt háttsettan rússneskan herforingja Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Þá sagðist hann sannfærður um að Rússar, sem eru að gera markvissar loftárásir á almenna borgara, væru í rétti í Úkraínu. Þeir hefðu rétt á að verja hagsmuni sína og Úkraínu yrði ekki leyft að ógna Rússlandi. Lavrov sagði einnig á blaðamannafundi sem fór fram í morgun að Rússar væru ekki einangraðir í alþjóðasamfélaginu og sagðist hann sannfærður um að létt yrði á refsiaðgerðum á endanum. Þá þvertók ráðherrann fyrir að Rússar væru að gera árásir á borgara og sagði her Rússlands hafa verið skipað að nota nákvæm vopn gegn hernaðarlegum skotmörkum. Fregnirnar af árásum Rússa á almenna borgara og innviði eru fjölmargar og studdar af myndefni. Búið er að hefja rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa í Úkraínu. Russian Foreign Minister Sergei Lavrov has accused the international community of "hysteria" over Ukraine and likened the US to Nazi Germany, claiming that "Americans have got Europe under their control".Live: https://t.co/cz5NTci6C4📺 Sky 501, Virgin 602 and Freeview 233 pic.twitter.com/RS1WxBHRDk— Sky News (@SkyNews) March 3, 2022 Aðrir hafi hótað kjarnorkustríði Á sama blaðamannafundi líkti Lavrov Bandaríkjunum við Hitler og Napóleon. Hann sagði báða hafa reynt að leggja undir sig Evrópu en Bandaríkjunum hefði tekist það. Spurður um það hvort Vladimír Pútín, forseti Rússlands, myndi beita kjarnorkuvopnum, sem hann hefur sett í viðbragðsstöðu, sagði Lavrov að það væru aðrir sem hefðu hótað kjarnorkustríði og nefndi hann Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, og Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Hið rétta er að Lavrov og Pútín hafa ítrekað hótað kjarnorkustríði undir rós á undanförnum vikum. Samkvæmt Sky News var Lavrov skömmu seinna spurður að því hvort hægt hefði verið að grípa til annarskonar aðgerða en refsiaðgerða, sagði hann það eina vera þriðju heimsstyrjöldina og að allir skildu að það yrði kjarnorkustyrjöld. Þá sakaði Lavrov úkraínska hermenn um að koma illa fram við almenna borgara í Donbas og að skýla sér á bakvið borgara. Hann sagði Úkraínumenn vera ribbalda og ný-nasista, sem Rússar hafa verið gjarnir á að segja að undanförnu. Líkt og áður kemur fram hafa Rússar ítrekað verið sakaðir um árásir á almenna borgara undanfarna daga og að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn rannsakar nú meinta stríðsglæpi Rússa í Úkraínu. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. 3. mars 2022 11:35 Vaktin: Sagðir hafa fellt háttsettan rússneskan herforingja Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. 3. mars 2022 11:35
Vaktin: Sagðir hafa fellt háttsettan rússneskan herforingja Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49