Störfum stolið og stjórnvöld ráðþrota Baldur Sigmundsson og Gunnar Valur Sveinsson skrifa 3. mars 2022 16:00 Samtök ferðaþjónustunnar hafa í tæpan áratug barist fyrir því að gestaflutningar (e. cabotage) verði vel skilyrtir hér á landi og að öll erlend ferðaþjónustustarfsemi og starfsmenn henni tengdir undirgangist sömu skilyrði og gilda fyrir innlendan vinnumarkað. Samtökin hafa t.d. farið fram á að allir erlendir starfsmenn njóti sömu starfskjara og innlendir starsfsmenn og að erlend fyrirtæki í hópbifreiðarekstri hafi takmarkaðar heimildir til aksturs hér á landi. Á síðasta ári samþykkti Alþingi breytingu á lögum um farþegaflutninga sem vöktu von í brjósti innlendra rekstraraðila hópbifreiða um að hér gætu ríkt eðlileg samkeppnisskilyrði. Breytingin felst í því að erlendum rekstraraðilum hópbifreiða er heimilt að stunda gestaflutninga, þ.e. starfemi hér á landi í 10 daga samfleytt innan hvers almannaksmánaðar, svokölluð 10 daga regla. Sambærileg ákvæði í Danmörku miða akstur við 7 daga og staðfestingu á að bílstjórar fái að minnsta kosti sömu laun og dönskum bílstjórum stendur til boða. Skortir á regluverk Eftir að 10 daga reglan var samþykkt síðasta sumar var tekið eftir því að erlent ökutæki fékk að vera í starfsemi hér á landi óáreitt þrátt fyrir lagabreytingu. Félagsmenn samtakanna vöktu athygli á þessu við eftirlitsaðila sem að sögn höfðu afskipti af rútunni en afleiðingar voru engar þar sem eftirlitsferli og viðurlög eru ekki til staðar. Einnig áttu fulltrúar samtakanna samtal við tollverði sem eiga að fylgjast með innflutningi erlendra hópbifreiða og kom í ljós að þeir eru ekki með ferli sem þarf að fylgja þegar erlend hópbifreið á vegum erlendra rekstraraðila er flutt til landis. Reglugerð samgönguráðherra sem tryggir þetta ferli hefur ekki verið gerð nú 9 mánuðum eftir lögin voru samþykkt og ferðþjónustan að fara í gang eftir faraldurshremmingar. Staðan er því þannig að lögum hefur verið breytt en reglugerð hefur ekki verið sett. Eftirlitsferli og viðurlög eru ekki til staðar hjá lykileftirlitsaðilum. Eftirlit með því að lögum sé framfylgt er því í molum. Það er algerlega óásættanlegt og verður að breyta strax. Erlend hópbfreiðafyrirtæki eru ekki eina ólöglega samkeppnishindrunin sem grefur undan íslenskum vinnumarkaði. Það hefur einnig tíðkast að erlendir ökumenn starfi hér réttindalausir í atvinnuakstri og séu hvorki með aukin ökuréttindi til að aka hópbifreiðum eða leigubílum. Þetta hafa SAF og félagsmenn samtakanna ítrekað tilkynnt til umferðareftirlits lögreglu sem hefur gert athuganir og beint svo til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra án niðurstöðu. Hér er staðan því einnig sú að eftirlitið er óskilvirkt enda fást ekki svör við því hjá ríkislögreglustjóra hvaða réttindi skuli tekin gild og hver ekki. Þetta er einnig algerlega óásættanlegt og verður að laga strax. Á sama tíma skortir hins vegar ekkert á að eftirliti með innlendri ferðaþjónustustarfemi sé sinnt þar sem eftirlitsaðilar rýna í afrit af leyfum og aksturtíma bílstjóra. Á meðan starfa erlend hópbifreiðafyrirtæki og ökumenn hér á landi í sjóræningjastarfemi án athugasemda. Aðgerða er þörf Nú í mars ætluðu SAF að boða til málþings um eftirlit með erlendum aðilum í gestaflutningum og atvinnuakstri. Þar var áætlað að lögregla og tollur töluðu um það eftirlitsferli sem nauðsynlegt er til að 10 daga reglan gangi upp. Einnig átti að fara yfir hvaða aukin ökuréttindi erlendir ökumenn þurfa að hafa til að aka í atvinnuakstri hér á landi. Það er skemmst frá því að segja að hvorki lögregla né tollur treystu sér til að fara yfir þessi mál þar sem þessi embætti sögðust hafa litlar sem engar upplýsingar um 10 daga regluna og að nauðsynleg réttindi til að aka með allt að níu farþega í atvinnuskyni hafi ekki verið skýrð. Samtök ferðaþjónustunnar minnast þess ekki að hafa í annan tíma fengið jafn sláandi og afdráttarlausa sönnun þess að eftirlit með erlendum ferðaþjónustuaðilum sé í fullkomnu uppnámi. Það eru mikil vonbrigði að þessi mál séu enn í lamasessi og ljóst að nú þurfa stjórnvöld að girða sig í brók. Þessu þarf að kippa í liðinn áður en háönn í ferðaþjónustu skellur á og erlend hópbifreiðafyrirtæki og bílstjórar fara að stela hér störfum með tilheyrandi áhrifum á vinnumarkað og skatttekjur. Áðurnefndu málþingi hefur verið frestað til loka apríl mánaðar og SAF krefjast þess að stjórnvöld tryggi að nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir þegar málþingið fer fram. Baldur Sigmundsson, lögfræðingur SAF Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri SAF Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar hafa í tæpan áratug barist fyrir því að gestaflutningar (e. cabotage) verði vel skilyrtir hér á landi og að öll erlend ferðaþjónustustarfsemi og starfsmenn henni tengdir undirgangist sömu skilyrði og gilda fyrir innlendan vinnumarkað. Samtökin hafa t.d. farið fram á að allir erlendir starfsmenn njóti sömu starfskjara og innlendir starsfsmenn og að erlend fyrirtæki í hópbifreiðarekstri hafi takmarkaðar heimildir til aksturs hér á landi. Á síðasta ári samþykkti Alþingi breytingu á lögum um farþegaflutninga sem vöktu von í brjósti innlendra rekstraraðila hópbifreiða um að hér gætu ríkt eðlileg samkeppnisskilyrði. Breytingin felst í því að erlendum rekstraraðilum hópbifreiða er heimilt að stunda gestaflutninga, þ.e. starfemi hér á landi í 10 daga samfleytt innan hvers almannaksmánaðar, svokölluð 10 daga regla. Sambærileg ákvæði í Danmörku miða akstur við 7 daga og staðfestingu á að bílstjórar fái að minnsta kosti sömu laun og dönskum bílstjórum stendur til boða. Skortir á regluverk Eftir að 10 daga reglan var samþykkt síðasta sumar var tekið eftir því að erlent ökutæki fékk að vera í starfsemi hér á landi óáreitt þrátt fyrir lagabreytingu. Félagsmenn samtakanna vöktu athygli á þessu við eftirlitsaðila sem að sögn höfðu afskipti af rútunni en afleiðingar voru engar þar sem eftirlitsferli og viðurlög eru ekki til staðar. Einnig áttu fulltrúar samtakanna samtal við tollverði sem eiga að fylgjast með innflutningi erlendra hópbifreiða og kom í ljós að þeir eru ekki með ferli sem þarf að fylgja þegar erlend hópbifreið á vegum erlendra rekstraraðila er flutt til landis. Reglugerð samgönguráðherra sem tryggir þetta ferli hefur ekki verið gerð nú 9 mánuðum eftir lögin voru samþykkt og ferðþjónustan að fara í gang eftir faraldurshremmingar. Staðan er því þannig að lögum hefur verið breytt en reglugerð hefur ekki verið sett. Eftirlitsferli og viðurlög eru ekki til staðar hjá lykileftirlitsaðilum. Eftirlit með því að lögum sé framfylgt er því í molum. Það er algerlega óásættanlegt og verður að breyta strax. Erlend hópbfreiðafyrirtæki eru ekki eina ólöglega samkeppnishindrunin sem grefur undan íslenskum vinnumarkaði. Það hefur einnig tíðkast að erlendir ökumenn starfi hér réttindalausir í atvinnuakstri og séu hvorki með aukin ökuréttindi til að aka hópbifreiðum eða leigubílum. Þetta hafa SAF og félagsmenn samtakanna ítrekað tilkynnt til umferðareftirlits lögreglu sem hefur gert athuganir og beint svo til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra án niðurstöðu. Hér er staðan því einnig sú að eftirlitið er óskilvirkt enda fást ekki svör við því hjá ríkislögreglustjóra hvaða réttindi skuli tekin gild og hver ekki. Þetta er einnig algerlega óásættanlegt og verður að laga strax. Á sama tíma skortir hins vegar ekkert á að eftirliti með innlendri ferðaþjónustustarfemi sé sinnt þar sem eftirlitsaðilar rýna í afrit af leyfum og aksturtíma bílstjóra. Á meðan starfa erlend hópbifreiðafyrirtæki og ökumenn hér á landi í sjóræningjastarfemi án athugasemda. Aðgerða er þörf Nú í mars ætluðu SAF að boða til málþings um eftirlit með erlendum aðilum í gestaflutningum og atvinnuakstri. Þar var áætlað að lögregla og tollur töluðu um það eftirlitsferli sem nauðsynlegt er til að 10 daga reglan gangi upp. Einnig átti að fara yfir hvaða aukin ökuréttindi erlendir ökumenn þurfa að hafa til að aka í atvinnuakstri hér á landi. Það er skemmst frá því að segja að hvorki lögregla né tollur treystu sér til að fara yfir þessi mál þar sem þessi embætti sögðust hafa litlar sem engar upplýsingar um 10 daga regluna og að nauðsynleg réttindi til að aka með allt að níu farþega í atvinnuskyni hafi ekki verið skýrð. Samtök ferðaþjónustunnar minnast þess ekki að hafa í annan tíma fengið jafn sláandi og afdráttarlausa sönnun þess að eftirlit með erlendum ferðaþjónustuaðilum sé í fullkomnu uppnámi. Það eru mikil vonbrigði að þessi mál séu enn í lamasessi og ljóst að nú þurfa stjórnvöld að girða sig í brók. Þessu þarf að kippa í liðinn áður en háönn í ferðaþjónustu skellur á og erlend hópbifreiðafyrirtæki og bílstjórar fara að stela hér störfum með tilheyrandi áhrifum á vinnumarkað og skatttekjur. Áðurnefndu málþingi hefur verið frestað til loka apríl mánaðar og SAF krefjast þess að stjórnvöld tryggi að nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir þegar málþingið fer fram. Baldur Sigmundsson, lögfræðingur SAF Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri SAF
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun