Metfjöldi viðvarana í febrúar Árni Sæberg skrifar 3. mars 2022 18:38 Rauð viðvörun var gefin út fyrir 21. og 22. febrúar en hún var einungis ein 117 viðvarana í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Veðurstofa Íslands hefur aldrei gefið út fleiri veðurviðvaranir í febrúar en í ár. Heildarfjöldi viðvarana var 117 en þar af voru sex rauðar. „Hér sést það ekki bara svart á hvítu heldur í gulu, appelsínugulu og rauðu hvernig veðrið í febrúar hefur verið í samanburði við síðustu fjögur ár,“ segir í færslu Almannavarna á facebook um illviðristíðina undanfarið. Þar má sjá graf sem Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands tók saman. Í samtali við Vísi segir Elín Björk að febrúarmánuður í ár hafi verið mjög óvenjulegar, líta þurfi allt aftur til ársins 2000 til að finna jafnsnjóþungan febrúarmánuð í Reykjavík. Hún bendir áhugasömum á skýrslu Veðurstofunnar um tíðarfar í febrúar 2022. „Febrúar var kaldur, snjóþungur og óvenju illviðrasamur um land allt. Nokkur slæm óveður gengu yfir landið, þau verstu þ. 7. og aftur dagana 21. til 22. og ollu töluverðu tjóni. Samgöngur riðluðust margoft í mánuðinum bæði vegna hvassviðris og snjóþyngsla. Mánuðurinn var með snjóþyngri mánuðum í Reykavík um árabil,“ segir í upphafi skýrslu. Hún segir að þrátt fyrir mikinn fjölda viðvarana í febrúar sé heildarfjöldi viðvarana í vetur ekki vera búinn að ná fjölda vetursins 2019/2020 en að veturinn sem slíkur sé þó líklega orðinn verri í ár. Þá bendir hún á samantekt Trausta Jónssonar veðurfræðings á fjölda daga þegar vindhraði fer yfir tuttugu metra á sekúndu. Þar má sjá að stormdagar voru nokkuð margir í byrjun vetrar um áramót voru þeir næstfæstir á síðustu sex árum. Í janúar fór þeim að fjölga hratt og nálgast fjöldi þeirra nú fjölda stormdaga síðasta veturs óðfluga. Trausti útilokar ekki að veturinn verði verri en sá síðasti en að telur þó næsta ómögulegt að hann verði verri en illviðraveturinn mikli árin 2014 og 2015. Samtekt Traust má sjá á bloggsíðu hans. Veður Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
„Hér sést það ekki bara svart á hvítu heldur í gulu, appelsínugulu og rauðu hvernig veðrið í febrúar hefur verið í samanburði við síðustu fjögur ár,“ segir í færslu Almannavarna á facebook um illviðristíðina undanfarið. Þar má sjá graf sem Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands tók saman. Í samtali við Vísi segir Elín Björk að febrúarmánuður í ár hafi verið mjög óvenjulegar, líta þurfi allt aftur til ársins 2000 til að finna jafnsnjóþungan febrúarmánuð í Reykjavík. Hún bendir áhugasömum á skýrslu Veðurstofunnar um tíðarfar í febrúar 2022. „Febrúar var kaldur, snjóþungur og óvenju illviðrasamur um land allt. Nokkur slæm óveður gengu yfir landið, þau verstu þ. 7. og aftur dagana 21. til 22. og ollu töluverðu tjóni. Samgöngur riðluðust margoft í mánuðinum bæði vegna hvassviðris og snjóþyngsla. Mánuðurinn var með snjóþyngri mánuðum í Reykavík um árabil,“ segir í upphafi skýrslu. Hún segir að þrátt fyrir mikinn fjölda viðvarana í febrúar sé heildarfjöldi viðvarana í vetur ekki vera búinn að ná fjölda vetursins 2019/2020 en að veturinn sem slíkur sé þó líklega orðinn verri í ár. Þá bendir hún á samantekt Trausta Jónssonar veðurfræðings á fjölda daga þegar vindhraði fer yfir tuttugu metra á sekúndu. Þar má sjá að stormdagar voru nokkuð margir í byrjun vetrar um áramót voru þeir næstfæstir á síðustu sex árum. Í janúar fór þeim að fjölga hratt og nálgast fjöldi þeirra nú fjölda stormdaga síðasta veturs óðfluga. Trausti útilokar ekki að veturinn verði verri en sá síðasti en að telur þó næsta ómögulegt að hann verði verri en illviðraveturinn mikli árin 2014 og 2015. Samtekt Traust má sjá á bloggsíðu hans.
Veður Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira