Kaupréttarkerfi fyrir lykilstarfsmenn Icelandair samþykkt Árni Sæberg skrifar 3. mars 2022 23:17 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er einn þeirra sem nú stendur til boða kaupréttur á hlutum í félaginu. Vísir/Vilhelm Aðalfundur Icelandair Group samþykkti í dag tillögu stjórnar félagsins um nýja starfskjarastefnu og kaupréttarkerfi fyrir lykilstarfsmenn. Stjórn félagsins verður heimilt að úthluta allt að 900 milljónum hluta á næstu þremur árum til lykilstarfsmanna. Í tillögu stjórnar um kaupréttarkerfi fyrir framkvæmdastjórn og aðra lykilstarfsmenn kemur fram að stjórn verði heimilt að úthluta allt að 900 milljónum hluta á næstu þremur árum til lykilstarfsmanna. Stjórninni er að hámarki heimilt að úthluta 250 milljónum hluta á þessu ári, að því er segir í tilkynningu félagsins. Á gengi dagsins í dag er virði 900 hluta um 1,7 milljarður króna. Nýting kauprétta getur í fyrsta lagi átt sér stað þremur árum frá úthlutun og er bundin við að viðkomandi starfsmenn verði enn í vinnu hjá félaginu. Virði kauprétta sem úthlutað er árlega til hvers starfsmanns getur að hámarki numið 25 prósent af árslaunum samkvæmt Black Scholes reikningsmódelinu. Við nýtingu kaupréttar er miðað við hlutabréfagengi Icelandair í lok þess dags sem kauprétturinn var veittur og við það bætast 3 prósenta árlegir vextir. Úthlutun færi fram árlega og væri háð frammistöðu viðkomandi starfsmanns á árinu á undan. Aðalfundur samþykkti jafnframt tillögu um að stjórn verði heimilt að auka hlutafé til að úthluta kaupréttarhlutum. Heimila kaup á eigin hlutum Aðalfundur samþykkti einnig tillögu stjórnar um að heimila stjórn kaup á allt að tíu prósent hlutafjár í Icelandair Group. Þá var ársreikningur samþykktur og stjórn kjörin. Einungis fimm buðu sig fram til stjórnar og var hún því sjálfkjörin. Stjórnina skipa: Guðmundur Hafsteinsson John F. Thomas Matthew Evans Nina Jonsson Svafa Grönfeldt Bogi Nils Bogason Guðmundur Hafsteinsson var kjörinn stjórnarformaður og Nina Jonsson varaformaður á stjórnarfundi að aðalfundi loknum. Þá voru þau Helga Árnadóttir og Hjörleifur Pálsson sjálfkjörin í tilnefningarnefnd. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjórn Icelandair vill kaupaukakerfi til að sækja og halda lykilstjórnendum Stjórn Icelandair Group mun leggja til á komandi aðalfundi flugfélagsins að innleitt verði kaupaukakerfi sem felur í sér bæði beinar kaupaukagreiðslur og kauprétti á hlutabréfum félagsins. Þetta kemur fram í fundarboði sem Icelandair sendi út eftir lokun markaða í dag. 10. febrúar 2022 17:27 Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. 7. febrúar 2022 18:13 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Í tillögu stjórnar um kaupréttarkerfi fyrir framkvæmdastjórn og aðra lykilstarfsmenn kemur fram að stjórn verði heimilt að úthluta allt að 900 milljónum hluta á næstu þremur árum til lykilstarfsmanna. Stjórninni er að hámarki heimilt að úthluta 250 milljónum hluta á þessu ári, að því er segir í tilkynningu félagsins. Á gengi dagsins í dag er virði 900 hluta um 1,7 milljarður króna. Nýting kauprétta getur í fyrsta lagi átt sér stað þremur árum frá úthlutun og er bundin við að viðkomandi starfsmenn verði enn í vinnu hjá félaginu. Virði kauprétta sem úthlutað er árlega til hvers starfsmanns getur að hámarki numið 25 prósent af árslaunum samkvæmt Black Scholes reikningsmódelinu. Við nýtingu kaupréttar er miðað við hlutabréfagengi Icelandair í lok þess dags sem kauprétturinn var veittur og við það bætast 3 prósenta árlegir vextir. Úthlutun færi fram árlega og væri háð frammistöðu viðkomandi starfsmanns á árinu á undan. Aðalfundur samþykkti jafnframt tillögu um að stjórn verði heimilt að auka hlutafé til að úthluta kaupréttarhlutum. Heimila kaup á eigin hlutum Aðalfundur samþykkti einnig tillögu stjórnar um að heimila stjórn kaup á allt að tíu prósent hlutafjár í Icelandair Group. Þá var ársreikningur samþykktur og stjórn kjörin. Einungis fimm buðu sig fram til stjórnar og var hún því sjálfkjörin. Stjórnina skipa: Guðmundur Hafsteinsson John F. Thomas Matthew Evans Nina Jonsson Svafa Grönfeldt Bogi Nils Bogason Guðmundur Hafsteinsson var kjörinn stjórnarformaður og Nina Jonsson varaformaður á stjórnarfundi að aðalfundi loknum. Þá voru þau Helga Árnadóttir og Hjörleifur Pálsson sjálfkjörin í tilnefningarnefnd.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjórn Icelandair vill kaupaukakerfi til að sækja og halda lykilstjórnendum Stjórn Icelandair Group mun leggja til á komandi aðalfundi flugfélagsins að innleitt verði kaupaukakerfi sem felur í sér bæði beinar kaupaukagreiðslur og kauprétti á hlutabréfum félagsins. Þetta kemur fram í fundarboði sem Icelandair sendi út eftir lokun markaða í dag. 10. febrúar 2022 17:27 Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. 7. febrúar 2022 18:13 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Stjórn Icelandair vill kaupaukakerfi til að sækja og halda lykilstjórnendum Stjórn Icelandair Group mun leggja til á komandi aðalfundi flugfélagsins að innleitt verði kaupaukakerfi sem felur í sér bæði beinar kaupaukagreiðslur og kauprétti á hlutabréfum félagsins. Þetta kemur fram í fundarboði sem Icelandair sendi út eftir lokun markaða í dag. 10. febrúar 2022 17:27
Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. 7. febrúar 2022 18:13