Viðsnúningur í nauðgunarmáli í Landsrétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2022 16:38 Landsréttur er staðsettur í vesturbæ Kópavogs. Vísir/Vilhelm Karlmaður nokkur var í Landsrétti í dag sýknaður af ákæru um nauðgun á skemmtistað í Reykjavík í maí 2018. Hann hafði áður verið dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa reynt að hafa samræði við konuna án hennar samþykkis og notfært sér ástand hennar sökum ölvunar. Karlmaðurinn sagðist hafa farið með konunni inn á salerni skemmtistaðarins í þeim tilgangi að hafa samræði við hana. Það hafi verið með fullu samræði. Konan bar fyrir sig minnisleysi og sagðist ekki muna hvað gerst hefði eftir að hún fór inn á baðherbergið. Hana grunaði kynferðisleg misnotkun þar sem samfella hennar var fráhneppt og hún fann til óþæginda á kynfærasvæði. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekki neitt hafa komið fram sem staðfesti að samræði hefði átt sér stað milli ákærða og konunnar. Leggja yrði framburð hans til grundvallar því meginregla sé í sakamálaréttarfari að allan vafa beri að skýra sakborningi í hag. Var vísað til 194. greinar almennra hegningarlaga sem segir að getnaðarlimur þurfi að vera kominn að einhverju leyti inn í fæðingarveg konu til að brot gegn ákvæðinu teljist fullframið. Hins vegar taldi héraðsdómur alveg skýrt af framburði karlmannsins að hann hefði reynt að hafa samræði við konuna og sýnt einbeittan ásetning. Hann hefði horfið frá háttsemi sinni en það hefði verið vegna erfiðleika við að koma vilja sínum fram. Var hann því sakfelldur fyrir tilraun til samræðis og dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Landsréttur komst aftur á móti að annarri niðurstöðu. Karlmaðurinn hefði verið staðfastur í sinni frásögn að konan hefði komið með honum á salernið án þvingunar og hann hefði hætt kynlífsathöfnum um leið og hann áttaði sig á því að hún væri ekki fær um það. Þá lægi fyrir í málinu myndskeið sem sýndi að konan hefði ekki verið áberandi ölvuð þegar hún gekk inn á salernið. Þótt ekkert lægi fyrir um að konan hefði gefið karlinum til kynna að hún vildi stunda kynlíf með honum, eða að einhver samdráttur hefði verið með þeim áður en atvikin gerðust á salerninu, taldi Landsréttur að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sanna sekt karlmannsins. Var hann því sýknaður af ákærunni og einkaréttarkröfu konunnar vísað frá dómi. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira
Karlmaðurinn sagðist hafa farið með konunni inn á salerni skemmtistaðarins í þeim tilgangi að hafa samræði við hana. Það hafi verið með fullu samræði. Konan bar fyrir sig minnisleysi og sagðist ekki muna hvað gerst hefði eftir að hún fór inn á baðherbergið. Hana grunaði kynferðisleg misnotkun þar sem samfella hennar var fráhneppt og hún fann til óþæginda á kynfærasvæði. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekki neitt hafa komið fram sem staðfesti að samræði hefði átt sér stað milli ákærða og konunnar. Leggja yrði framburð hans til grundvallar því meginregla sé í sakamálaréttarfari að allan vafa beri að skýra sakborningi í hag. Var vísað til 194. greinar almennra hegningarlaga sem segir að getnaðarlimur þurfi að vera kominn að einhverju leyti inn í fæðingarveg konu til að brot gegn ákvæðinu teljist fullframið. Hins vegar taldi héraðsdómur alveg skýrt af framburði karlmannsins að hann hefði reynt að hafa samræði við konuna og sýnt einbeittan ásetning. Hann hefði horfið frá háttsemi sinni en það hefði verið vegna erfiðleika við að koma vilja sínum fram. Var hann því sakfelldur fyrir tilraun til samræðis og dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Landsréttur komst aftur á móti að annarri niðurstöðu. Karlmaðurinn hefði verið staðfastur í sinni frásögn að konan hefði komið með honum á salernið án þvingunar og hann hefði hætt kynlífsathöfnum um leið og hann áttaði sig á því að hún væri ekki fær um það. Þá lægi fyrir í málinu myndskeið sem sýndi að konan hefði ekki verið áberandi ölvuð þegar hún gekk inn á salernið. Þótt ekkert lægi fyrir um að konan hefði gefið karlinum til kynna að hún vildi stunda kynlíf með honum, eða að einhver samdráttur hefði verið með þeim áður en atvikin gerðust á salerninu, taldi Landsréttur að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sanna sekt karlmannsins. Var hann því sýknaður af ákærunni og einkaréttarkröfu konunnar vísað frá dómi.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira