Lék sem framherji til þrettán ára aldurs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2022 10:45 Kelleher fagnar sigrinum í deildarbikarnum. Chris Brunskill/Getty Images Caoimhín Kelleher, markvörður Liverpool, var hetjan – að vissu leyti allavega – er Liverpool vann enska deildarbikarinn um síðustu helgi. Það hefur eflaust hjálpað kauða að hann lék sem framherji til 13 ára aldurs. Liverpool vann Chelsea í úrslitum enska deildarbikarsins en eftir markalausan leik þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til ákvarða hvort liðið myndi fara heim með bikarinn eftirsótta. Kelleher og Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, gerðu reyndar lítið ekkert gagn þegar kom að því að verja en staðan var orðin 10-10 þegar Kelleher þurfti að fara á punktinn. Hinn 23 ára gamli Íri skoraði af öryggi og í kjölfarið negldi Kepa boltanum út á sporbraut og Liverpool gat leyft sér að fagna fyrsta titli tímabilsins. Segja má að Kelleher hafi þarna réttlætt val Jürgens Klopp en hann ákvað að geyma brasilíska markvörðinn Alisson á varamannabekknum á meðan Kelleher byrjaði sinn 17. aðalliðsleik á ferlinum. „Ef það virkar þá snýst allt um Caoimhín, ef það virkar ekki þá snýst allt um mig,“ sagði Klopp fyrir leik og hafði svo sannarlega rétt fyrir sér. Það virðist sem árin sem fremsti maður hjá Ringmahon Rangers í Cork á Írlandi hafi skilað sér þegar mest á reyndi en Kelleher gat vart verið rólegri er hann steig á vítapunktinn og smellti boltanum framhjá dýrasta markverði allra tíma. Another nail in the coffin of early selection/specialization: Caoimhín Kelleher was a prolific goalscorer for Ringmahon Rangers in Cork before trying his hands at goalkeeper aged 13. He has evidently not forgotten the goalscoring art @markstkhlm https://t.co/vId0mMyoHa— James Vaughan (@JimiVaughan) February 28, 2022 Þó Kelleher hafi ekki varið eina af 11 vítaspyrnum Chelsea þá varði hann vel frá Romelu Lukaku undir lok venjulegs leiktíma og sýndi svo sannarlega að hann getur vel spilað leik af þessari stærðargráðu. Það er því spurning hvort Klopp leiti aftur til Kelleher er Liverpool gerir atlögu að þeim þremur titlum sem eftir eru. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Liverpool vann Chelsea í úrslitum enska deildarbikarsins en eftir markalausan leik þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til ákvarða hvort liðið myndi fara heim með bikarinn eftirsótta. Kelleher og Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, gerðu reyndar lítið ekkert gagn þegar kom að því að verja en staðan var orðin 10-10 þegar Kelleher þurfti að fara á punktinn. Hinn 23 ára gamli Íri skoraði af öryggi og í kjölfarið negldi Kepa boltanum út á sporbraut og Liverpool gat leyft sér að fagna fyrsta titli tímabilsins. Segja má að Kelleher hafi þarna réttlætt val Jürgens Klopp en hann ákvað að geyma brasilíska markvörðinn Alisson á varamannabekknum á meðan Kelleher byrjaði sinn 17. aðalliðsleik á ferlinum. „Ef það virkar þá snýst allt um Caoimhín, ef það virkar ekki þá snýst allt um mig,“ sagði Klopp fyrir leik og hafði svo sannarlega rétt fyrir sér. Það virðist sem árin sem fremsti maður hjá Ringmahon Rangers í Cork á Írlandi hafi skilað sér þegar mest á reyndi en Kelleher gat vart verið rólegri er hann steig á vítapunktinn og smellti boltanum framhjá dýrasta markverði allra tíma. Another nail in the coffin of early selection/specialization: Caoimhín Kelleher was a prolific goalscorer for Ringmahon Rangers in Cork before trying his hands at goalkeeper aged 13. He has evidently not forgotten the goalscoring art @markstkhlm https://t.co/vId0mMyoHa— James Vaughan (@JimiVaughan) February 28, 2022 Þó Kelleher hafi ekki varið eina af 11 vítaspyrnum Chelsea þá varði hann vel frá Romelu Lukaku undir lok venjulegs leiktíma og sýndi svo sannarlega að hann getur vel spilað leik af þessari stærðargráðu. Það er því spurning hvort Klopp leiti aftur til Kelleher er Liverpool gerir atlögu að þeim þremur titlum sem eftir eru.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira