Leeds tapaði fyrsta leiknum undir stjórn Marcsh Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 5. mars 2022 14:35 Harvey Barnes skoraði sigurmark Leicester EPA-EFE/TIM KEETON Leicester City vann góðan sigur, 1-0, á Leeds United í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikurinn var sá fyrsti sem Leeds leikur undir stjórn hins nýráðna kanttspyrnustjóra, Jesse Marsch. Talsverð spenna var fyrir leikinn því þetta var fyrsti leikur Leeds undir stjórn Bandaríkjamannsins Jesse Marsch sem var ráðinn til liðsins á dögunum eftir að félagið lét Marcelo Bielsa fara. Leeds sat fyrir leikinn í 16. sæti deildarinnar en Leicester í því 12. og því ekki langt á milli liðanna. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi, bæði lið áttu erfitt með að skapa sér alvöru færi en heimamenn í Leiceister voru sterkari aðilinn lengst af. Þó vildu Leeds menn fá vítaspyrnu þegar að Caglar Soyuncu sparkaði undir sólann á Rodrigo innan teigs en dómari leiksins, David Coote, hélt nú ekki. 0-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik voru gestirnir mikið sterkari aðilinn og komust margsinnis í góðar stöður og áttu góð færi. Það var einungis klaufaskap sóknarmanna Leeds og frábærum töktum Kasper Schmeichel í marki Leicester að þakka að þeir hvítklæddu skoruðu ekki. Leicester refsaði grimmilega á 67. mínútu. Þá átti liðið skemmtilegt uppspil sem endaði með góðum þríhyrningi á milli Harvey Barnes og Kelechi Iheanacho. Þeim fyrrnefnda brást ekki bogalistin og kláraði hann færið vel í fjærhornið. 1-0 og allt ætlaði um koll að keyra á King Power vellinum í Leicester. Leikurinn fjaraði svo út fljótlega eftir þetta. Lokatölur 1-0. Leicester kom sér upp í 10. sæti deildarinnar með sigrinum en Leeds er hins vegar að sogast niður í fallbaráttuna. Liðið er í 16. sæti með 23 stig. Tveimur stigum frá fallsæti. Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira
Talsverð spenna var fyrir leikinn því þetta var fyrsti leikur Leeds undir stjórn Bandaríkjamannsins Jesse Marsch sem var ráðinn til liðsins á dögunum eftir að félagið lét Marcelo Bielsa fara. Leeds sat fyrir leikinn í 16. sæti deildarinnar en Leicester í því 12. og því ekki langt á milli liðanna. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi, bæði lið áttu erfitt með að skapa sér alvöru færi en heimamenn í Leiceister voru sterkari aðilinn lengst af. Þó vildu Leeds menn fá vítaspyrnu þegar að Caglar Soyuncu sparkaði undir sólann á Rodrigo innan teigs en dómari leiksins, David Coote, hélt nú ekki. 0-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik voru gestirnir mikið sterkari aðilinn og komust margsinnis í góðar stöður og áttu góð færi. Það var einungis klaufaskap sóknarmanna Leeds og frábærum töktum Kasper Schmeichel í marki Leicester að þakka að þeir hvítklæddu skoruðu ekki. Leicester refsaði grimmilega á 67. mínútu. Þá átti liðið skemmtilegt uppspil sem endaði með góðum þríhyrningi á milli Harvey Barnes og Kelechi Iheanacho. Þeim fyrrnefnda brást ekki bogalistin og kláraði hann færið vel í fjærhornið. 1-0 og allt ætlaði um koll að keyra á King Power vellinum í Leicester. Leikurinn fjaraði svo út fljótlega eftir þetta. Lokatölur 1-0. Leicester kom sér upp í 10. sæti deildarinnar með sigrinum en Leeds er hins vegar að sogast niður í fallbaráttuna. Liðið er í 16. sæti með 23 stig. Tveimur stigum frá fallsæti.
Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira