Viðræður Rússa og Úkraínumanna halda áfram á mánudag Smári Jökull Jónsson skrifar 5. mars 2022 17:46 Hér má sjá rússneska hermenn, sem fangaðir voru af Úkraínumönnum, svara spurningum á blaðamannafundi Interfax. Friðarviðræður þjóðanna halda áfram á mánudag. Vísir/AP Þriðji fundur Rússa og Úkraínumanna um mögulegan frið á svæðinu verður haldinn á mánudaginn. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, biðlaði eftir frekari aðstoð Bandaríkjanna á fundi með öldungadeildaþingmönnum í dag. Selenskí bauð öllum hundrað öldungadeildaþingmönnum Bandaríkjanna á Zoom-fund í dag þar sem hann óskaði eftir frekari aðstoð við að verja land sitt gegn innrás Rússa. Meðal þess sem hann óskaði eftir voru fleiri flugvélar og drónar. Leiðtogar þingflokka Demókrata og Repúblikana eru að vinna í tíu milljarða dollara fjárhagsaðstoð til Úkraínu. Einnig er möguleiki á því að stríðsflugvélar verði sendar til átakanna í gegnum önnur lönd. Þingmaður Demókrata, Chris Van Hollen, skrifaði á Twitter að Nato ætti umsvifalaust að senda stríðsvélar frá Póllandi, Rúmeníu og Slóvakíu til Úkraínu. Vesturlönd hafa hingað til ekki tekið undir óskir Selenskí forseta um að koma á flugbanni yfir Úkraínu enda hafa Rússar sagt að slík ákvörðun væri stríðsyfirlýsing á hendur Rússa. „Ég ásamt öðrum staðfestum stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og ræddum möguleikann á frekari aðstoð til félaga okkar í baráttu sinni fyrir frelsi. Augu allra eru á Úkraínu á meðan þeir verja lýðræðið,“ skrifaði demókratinn Jeanne Shaheen. Þá tilkynnti David Arakhamiya, samningamaður Úkraínumanna, að frekari viðræður um frið myndu halda áfram á mánudag en þetta kemur fram í frétt Reuters. Á fimmtudag var samþykkt að opna útgönguleiðir úr borgum í Úkraínu svo almenningur gæti yfirgefið bardagasvæði. Fólksflutningarnir hafa þó ekki gengið eins vel og vonast hafði verið. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína Rússland Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Selenskí bauð öllum hundrað öldungadeildaþingmönnum Bandaríkjanna á Zoom-fund í dag þar sem hann óskaði eftir frekari aðstoð við að verja land sitt gegn innrás Rússa. Meðal þess sem hann óskaði eftir voru fleiri flugvélar og drónar. Leiðtogar þingflokka Demókrata og Repúblikana eru að vinna í tíu milljarða dollara fjárhagsaðstoð til Úkraínu. Einnig er möguleiki á því að stríðsflugvélar verði sendar til átakanna í gegnum önnur lönd. Þingmaður Demókrata, Chris Van Hollen, skrifaði á Twitter að Nato ætti umsvifalaust að senda stríðsvélar frá Póllandi, Rúmeníu og Slóvakíu til Úkraínu. Vesturlönd hafa hingað til ekki tekið undir óskir Selenskí forseta um að koma á flugbanni yfir Úkraínu enda hafa Rússar sagt að slík ákvörðun væri stríðsyfirlýsing á hendur Rússa. „Ég ásamt öðrum staðfestum stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og ræddum möguleikann á frekari aðstoð til félaga okkar í baráttu sinni fyrir frelsi. Augu allra eru á Úkraínu á meðan þeir verja lýðræðið,“ skrifaði demókratinn Jeanne Shaheen. Þá tilkynnti David Arakhamiya, samningamaður Úkraínumanna, að frekari viðræður um frið myndu halda áfram á mánudag en þetta kemur fram í frétt Reuters. Á fimmtudag var samþykkt að opna útgönguleiðir úr borgum í Úkraínu svo almenningur gæti yfirgefið bardagasvæði. Fólksflutningarnir hafa þó ekki gengið eins vel og vonast hafði verið.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína Rússland Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira