Auðugir Rússar eru aufúsugestir Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. mars 2022 14:02 Fjölmargir Rússar eiga lystisnekkjur á Marbella. Myndin tengist fréttinni ekki beint. KEN WELSH/GETTY Þúsundir auðugra Rússa hafa á síðustu árum sest að á Spáni og búa í miklum vellystingum. Grunur leikur á að auð margra þeirra megi rekja til rússnesku mafíunnar. Á sama tíma hafa 15.000 ríkisborgarar Úkraínu sótt um hæli sem flóttamenn, en örfáum úr þeim hópi hefur verið veitt hæli. Marbella er paradís milljarðamæringanna á Spáni. Og reyndar er Marbella líka paradís glæpamanna og glæpasamtaka á Spáni, enda fer þetta tvennt reyndar stundum saman; að vera glæpamaður og milljarðamæringur. Til dæmis þegar kemur að Rússum búsettum á Marbella. Á þriðja þúsund Rússa er búsett á Marbella. Þeir eru taldir eiga um 10% af öllum lúxusvillunum á svæðinu, þeir eiga lúxussnekkjur sem kosta milljarða króna og þeir ferðast eins og pendúll á milli Costa del Sol og Moskvu, þangað til stríðið í Úkraínu stöðvaði flugsamgöngur þar á milli. Illa fengið fé? Spænsk stjórnvöld hefur lengi grunað að stór hluti hinna rússnesku fjármuna sem leika lausum hala á Marbella séu peningar frá rússnesku mafíunni. Talsmenn lögreglunnar segja að rússnesk stjórnvöld sýni engan vilja til samvinnu og veiti engar upplýsingar um uppruna hins rússneska auðs. Þeir segja að rússneskir glæpamenn á Marbella stundi aðallega eiturlyfjasmygl og -sölu og peningaþvætti í stórum stíl. Spænska lögreglan hefur á síðustu árum gert nokkrar atlögur að rússneskri glæpastarfsemi. Síðast fyrir fimm árum þegar rússneskur eigandi og forseti fótboltaliðsins Marbella var handtekinn grunaður um að starfa fyrir rússnesku mafíuna. Í sömu aðgerð voru 10 Rússar til viðbótar handteknir, margir grunaðir um að vera háttsettir innan rússnesku mafíunnar. Jón og séra Jón Engu að síður hafa Rússar verið aufúsugestir á Spáni mörg síðastliðin ár, rétt eins og víðar á Vesturlöndum. Með þeim kemur jú sandur af seðlum og þá virðast stjórnvöld, líka á Vesturlöndum, gjarnan horfa í gegnum fingur sér hvort peningurinn sé illa fenginn. Allt er þetta í napurri og dapurlegri andstöðu við þær móttökur sem úkraínskir flóttamenn hafa fengið hér á Spáni allt frá árinu 2014 þegar Rússar réðust inn í og innlimuðu Krímskaga. Síðan þá hafa 15.000 Úkraínumenn leitað hælis hér á Spáni, einungis 1% þeirra hefur fengið hæli, allir hinir hafa fengið synjun eða er hreinlega ekki svarað og margir eru hér í felum og búa við sult og seyru. Þeir eru nefnilega ekki auðugir Rússar, heldur venjulegt úkraínsk fólk að flýja ofríki Rússa. Spánn Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Marbella er paradís milljarðamæringanna á Spáni. Og reyndar er Marbella líka paradís glæpamanna og glæpasamtaka á Spáni, enda fer þetta tvennt reyndar stundum saman; að vera glæpamaður og milljarðamæringur. Til dæmis þegar kemur að Rússum búsettum á Marbella. Á þriðja þúsund Rússa er búsett á Marbella. Þeir eru taldir eiga um 10% af öllum lúxusvillunum á svæðinu, þeir eiga lúxussnekkjur sem kosta milljarða króna og þeir ferðast eins og pendúll á milli Costa del Sol og Moskvu, þangað til stríðið í Úkraínu stöðvaði flugsamgöngur þar á milli. Illa fengið fé? Spænsk stjórnvöld hefur lengi grunað að stór hluti hinna rússnesku fjármuna sem leika lausum hala á Marbella séu peningar frá rússnesku mafíunni. Talsmenn lögreglunnar segja að rússnesk stjórnvöld sýni engan vilja til samvinnu og veiti engar upplýsingar um uppruna hins rússneska auðs. Þeir segja að rússneskir glæpamenn á Marbella stundi aðallega eiturlyfjasmygl og -sölu og peningaþvætti í stórum stíl. Spænska lögreglan hefur á síðustu árum gert nokkrar atlögur að rússneskri glæpastarfsemi. Síðast fyrir fimm árum þegar rússneskur eigandi og forseti fótboltaliðsins Marbella var handtekinn grunaður um að starfa fyrir rússnesku mafíuna. Í sömu aðgerð voru 10 Rússar til viðbótar handteknir, margir grunaðir um að vera háttsettir innan rússnesku mafíunnar. Jón og séra Jón Engu að síður hafa Rússar verið aufúsugestir á Spáni mörg síðastliðin ár, rétt eins og víðar á Vesturlöndum. Með þeim kemur jú sandur af seðlum og þá virðast stjórnvöld, líka á Vesturlöndum, gjarnan horfa í gegnum fingur sér hvort peningurinn sé illa fenginn. Allt er þetta í napurri og dapurlegri andstöðu við þær móttökur sem úkraínskir flóttamenn hafa fengið hér á Spáni allt frá árinu 2014 þegar Rússar réðust inn í og innlimuðu Krímskaga. Síðan þá hafa 15.000 Úkraínumenn leitað hælis hér á Spáni, einungis 1% þeirra hefur fengið hæli, allir hinir hafa fengið synjun eða er hreinlega ekki svarað og margir eru hér í felum og búa við sult og seyru. Þeir eru nefnilega ekki auðugir Rússar, heldur venjulegt úkraínsk fólk að flýja ofríki Rússa.
Spánn Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira