Hin brasilíska Rafaelle Souza kom Arsenal yfir snemma leiks og hollenska markadrottningin Vivianne Miedema tvöfaldaði forystuna þegar hálftími var liðinn. Staðan orðin 2-0 og lítið sem benti til þess að botnlið Birmingham myndi fá eitthvað út úr leiknum.
Staðan var 2-0 allt þangað til 20 mínútur lifðu leiks en þá skoraði Bethany Mead þriðja mark Arsenal og gerði endanlega út um leikinn. Eða hvað?
Skömmu síðar minnkaði Libby Smith muninn í 3-1 og þegar átta mínútur voru eftir af leiknum minnkaði Lucy Quinn muninn í 3-2.
Is the comeback on for @BCFCWomen? @LucyQuinn7 with a dink over Zinsberger
— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) March 6, 2022
Watch the #BarclaysFAWSL live on @BBCTwo pic.twitter.com/9KL9mDYV3i
Nær komust gestirnir ekki og Caitlin Foord gerði endanlega út um leikinn með fjórða marki Arsenal í uppbótartíma, lokatölur 4-2.
Arsenal er sem fyrr á toppi deildarinnar með 37 stig, átta stigum meira en Englandsmeistarar Chelsea sem eiga hins vegar þrjá leiki til góða.