Þórólfur horfir um öxl eftir faraldursárin tvö Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. mars 2022 23:15 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Í dag eru tvö ár frá því að neyðarstig almannavarna var sett á vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þegar sóttvarnalæknir rifjar upp síðustu tvö ár segir hann að ýmislegt hafi komið á óvart, meðal annars hve margt framlínufólk í samfélaginu vildi ekki setja heilsu þjóðarinnar í forgang. Í vikunni voru tvö ár liðin frá því að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Á þeim tíma var talað um dularfullu Wuhan veiruna sem dreifðist hratt á milli landa og manna. Mikill ótti greip um sig, eðlilega enda vissi enginn hvað væri í vændum. Fyrirsagnir á borð við það að almenningur ætti að halda ró sinni og að skelfing leysti engan vanda voru á forsíðum fjölmiðla. Fólk flykktist í Facebook hópinn Kórónuveiran, covid-19 á sama tíma og það hamstraði klósettpappír og handsápu. Landspítalinn var settur á hættustig og neyðarstig. Kári ákvað að hjálpa til, hætti svo við og hætti síða við að hætta við og allir voru með staðfestingu á því að svokölluð Pfizer-rannsókn væri í höfn. Sem reyndist ekki rétt. Fólk var hvatt til að ferðast ekki, mynda jólakúlur, páskakúlur og þríeykið söng lag. Tveimur árum seinna er búið að aflétta öllum takmörkunum. Þegar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, rifjar upp síðustu ár segir hann að það hafi komið honum á óvart hversu vel gekk. „Hve margir voru saman í leiknum, allir tóku þátt og það var gríðarleg samstaða, það var þó fljótlega ljóst að það myndi auðvitað ekki endast alltaf.“ Það kom svolítið á óvart Það hafi einnig komið honum á óvart hve margir vildu ekki setja heilsu þjóðarinnar í forgang. „Það sem kom mér á óvart líka hversu margir af frammá fólki í samfélaginu hefur ekki alveg viljað forgangsraða heilsu og heilbrigði landsmanna þannig það kom mér svolítið á óvart líka.“ Hann minnir á að allan tímann snérist þetta um að treysta vísindalegum gögnum og hlusta á þær staðreyndir sem voru á borðinu. Í því samhengi hafi eitt valdið honum mestum vonbrigðum. „Hvað margir hafa ekki viljað hlusta á raddir heilbrigðiskerfisins, raddir spítalakerfisins, raddir frá Landspítala um hvernig staðan væri og það eru margir sem viljað horfa fram hjá því og jafnvel sumir gert lítið úr því sem heilbrigðiskerfið og Landspítalinn hafa sagt og það hefur valdið mér svolitlum vonbrigðum.“ Svona faraldur kemur aftur Mikil þekking hefur myndast í faraldrinum sem hægt verður a byggja á í næsta faraldri. „Lærdómurinn er sá að svona faraldur mun koma aftur. Við vitum auðvitað ekki hvenær en við þurfum bara að undirbúa okkur undir það og lærdómurinn á að vera sá að við eigum að taka út úr því sem við höfum gert og segja þegar næsti faraldur kemur þá ætlum við að gera svona.“ Þórólfur segist fegin að við séum komin á þennan stað í faraldrinum en minnir á að allt geti gerst. „Það getur komið nýtt afbrigði af þessari blessuðu veiru sem hegðar sér öðruvísi og smokrar sér undan þeim vörnum sem við höfum fengið, bæði með bólusetningum og fyrra smiti og þá erum við að horfa upp á allt annan leik. Þá þurfum við að skoða hvernig eigi að bregðast við.“ Stoltur af þjóðinni Hann segist stoltur af sínu fólki hjá embætti sóttvarnalæknis og almannavörnum. „Þetta fólk á hrósið skilið fyrir það hvernig hefur tekist til. Svo bara almenningur sem hefur verið með, tekið þátt í þessu og trúað á það sem við erum að gera. Allt þetta góða fólk á heiður skilið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Í vikunni voru tvö ár liðin frá því að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Á þeim tíma var talað um dularfullu Wuhan veiruna sem dreifðist hratt á milli landa og manna. Mikill ótti greip um sig, eðlilega enda vissi enginn hvað væri í vændum. Fyrirsagnir á borð við það að almenningur ætti að halda ró sinni og að skelfing leysti engan vanda voru á forsíðum fjölmiðla. Fólk flykktist í Facebook hópinn Kórónuveiran, covid-19 á sama tíma og það hamstraði klósettpappír og handsápu. Landspítalinn var settur á hættustig og neyðarstig. Kári ákvað að hjálpa til, hætti svo við og hætti síða við að hætta við og allir voru með staðfestingu á því að svokölluð Pfizer-rannsókn væri í höfn. Sem reyndist ekki rétt. Fólk var hvatt til að ferðast ekki, mynda jólakúlur, páskakúlur og þríeykið söng lag. Tveimur árum seinna er búið að aflétta öllum takmörkunum. Þegar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, rifjar upp síðustu ár segir hann að það hafi komið honum á óvart hversu vel gekk. „Hve margir voru saman í leiknum, allir tóku þátt og það var gríðarleg samstaða, það var þó fljótlega ljóst að það myndi auðvitað ekki endast alltaf.“ Það kom svolítið á óvart Það hafi einnig komið honum á óvart hve margir vildu ekki setja heilsu þjóðarinnar í forgang. „Það sem kom mér á óvart líka hversu margir af frammá fólki í samfélaginu hefur ekki alveg viljað forgangsraða heilsu og heilbrigði landsmanna þannig það kom mér svolítið á óvart líka.“ Hann minnir á að allan tímann snérist þetta um að treysta vísindalegum gögnum og hlusta á þær staðreyndir sem voru á borðinu. Í því samhengi hafi eitt valdið honum mestum vonbrigðum. „Hvað margir hafa ekki viljað hlusta á raddir heilbrigðiskerfisins, raddir spítalakerfisins, raddir frá Landspítala um hvernig staðan væri og það eru margir sem viljað horfa fram hjá því og jafnvel sumir gert lítið úr því sem heilbrigðiskerfið og Landspítalinn hafa sagt og það hefur valdið mér svolitlum vonbrigðum.“ Svona faraldur kemur aftur Mikil þekking hefur myndast í faraldrinum sem hægt verður a byggja á í næsta faraldri. „Lærdómurinn er sá að svona faraldur mun koma aftur. Við vitum auðvitað ekki hvenær en við þurfum bara að undirbúa okkur undir það og lærdómurinn á að vera sá að við eigum að taka út úr því sem við höfum gert og segja þegar næsti faraldur kemur þá ætlum við að gera svona.“ Þórólfur segist fegin að við séum komin á þennan stað í faraldrinum en minnir á að allt geti gerst. „Það getur komið nýtt afbrigði af þessari blessuðu veiru sem hegðar sér öðruvísi og smokrar sér undan þeim vörnum sem við höfum fengið, bæði með bólusetningum og fyrra smiti og þá erum við að horfa upp á allt annan leik. Þá þurfum við að skoða hvernig eigi að bregðast við.“ Stoltur af þjóðinni Hann segist stoltur af sínu fólki hjá embætti sóttvarnalæknis og almannavörnum. „Þetta fólk á hrósið skilið fyrir það hvernig hefur tekist til. Svo bara almenningur sem hefur verið með, tekið þátt í þessu og trúað á það sem við erum að gera. Allt þetta góða fólk á heiður skilið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira