Shevchenko beygði af: „Get ekki horft á það sem er að gerast í landinu mínu án þess að gráta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2022 12:01 Andriy Shevchenko fagnar einu 48 marka sinna fyrir úkraínska landsliðið. getty/Martin Rose Andriy Shevchenko, frægasti fótboltamaður Úkraínu, hefur miklar áhyggjur af fjölskyldumeðlimum sínum sem eru enn í heimalandinu. Stríð hefur geysað í Úkraínu síðan Rússar réðust inn í landið fyrir rúmri viku. Shevchenko á ættingja sem ákváðu að halda kyrru fyrir í Úkraínu og hann er eðlilega áhyggjufullur vegna þeirra. Hann ræddi um stöðuna í Úkraínu í ítalska sjónvarpsþættinum Che Tempo Che Fa í gær. „Mamma mín, systir og aðrir ættingjar eru enn í Úkraínu. Ég tala við þau á hverjum degi. Það var þeirra val að vera um kyrrt,“ sagði Shevchenko. „Ég get ekki horft á það sem er að gerast í landinu mínu án þess að gráta. Þau segja mér frá ástandinu í Úkraínu, borgum sem er búið að sprengja, börnum og öldruðum sem eru myrtir. Við verðum að reyna að fá Rússa til að leggja niður vopnin, finna lausn og stöðva stríðið.“ Óskaði eftir ítalskri hjálp Shevchenko biðlaði einnig til Ítala að bjóða Úkraínumenn velkomna til landsins á þessum erfiðum tímum. „Þegar ég kom til Ítalíu opnaði landið hjarta sitt fyrir mér. Mér leið eins og ég væri einn af ykkur og þetta er mitt annað heimili,“ sagði Shevchenko. „Núna bið ég ykkur að opna hjarta ykkar fyrir mínu fólki. Við erum hjálparþurfi. Látið þeim líða eins og mér leið. Allir hafa sýnt mikinn hlýhug en ég bið um meira.“ Shevchenko er markahæsti leikmaður í sögu úkraínska landsliðsins og þjálfaði það svo á árunum 2016-21. Hann lék lengi með AC Milan á Ítalíu og er næstmarkahæstur í sögu félagsins með 175 mörk. Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Stríð hefur geysað í Úkraínu síðan Rússar réðust inn í landið fyrir rúmri viku. Shevchenko á ættingja sem ákváðu að halda kyrru fyrir í Úkraínu og hann er eðlilega áhyggjufullur vegna þeirra. Hann ræddi um stöðuna í Úkraínu í ítalska sjónvarpsþættinum Che Tempo Che Fa í gær. „Mamma mín, systir og aðrir ættingjar eru enn í Úkraínu. Ég tala við þau á hverjum degi. Það var þeirra val að vera um kyrrt,“ sagði Shevchenko. „Ég get ekki horft á það sem er að gerast í landinu mínu án þess að gráta. Þau segja mér frá ástandinu í Úkraínu, borgum sem er búið að sprengja, börnum og öldruðum sem eru myrtir. Við verðum að reyna að fá Rússa til að leggja niður vopnin, finna lausn og stöðva stríðið.“ Óskaði eftir ítalskri hjálp Shevchenko biðlaði einnig til Ítala að bjóða Úkraínumenn velkomna til landsins á þessum erfiðum tímum. „Þegar ég kom til Ítalíu opnaði landið hjarta sitt fyrir mér. Mér leið eins og ég væri einn af ykkur og þetta er mitt annað heimili,“ sagði Shevchenko. „Núna bið ég ykkur að opna hjarta ykkar fyrir mínu fólki. Við erum hjálparþurfi. Látið þeim líða eins og mér leið. Allir hafa sýnt mikinn hlýhug en ég bið um meira.“ Shevchenko er markahæsti leikmaður í sögu úkraínska landsliðsins og þjálfaði það svo á árunum 2016-21. Hann lék lengi með AC Milan á Ítalíu og er næstmarkahæstur í sögu félagsins með 175 mörk.
Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira