Roland vonast til að geta snúið aftur til Úkraínu en fjölskyldan ekki jafn spennt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2022 11:00 Mariam og Roland Eradze. Feðginin eiga það sameiginlegt að hafa spilað með Val. stöð 2 Roland Valur Eradze vonast til að geta snúið til baka til úkraínsku borgarinnar Zaporizhzhia eftir nokkra mánuði. Hann er aðstoðarþjálfari meistaraliðsins HC Motor þar í borg. Roland kom til Íslands á föstudaginn eftir langt ferðalag frá Zaporizhzhia. Rússar réðust inn í Úkraínu aðfaranótt fimmtudags, á svipuðum tíma og Motor kom heim frá Póllandi eftir að hafa leikið gegn Kielce í Meistaradeild Evrópu. „Þetta voru hættulegar aðstæður. Það var búið að loka fyrir flugumferð svo við fórum aftur til Kænugarðs. Það trúði því enginn að Rússar myndu varpa sprengjum á borgina en það gerðist samt,“ sagði Roland um ferðalagið í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Sem fyrr sagði er Roland aðstoðarþjálfari Motor en aðalþjálfari liðsins er Gintaras Savukynas sem gerði garðinn frægan með Aftureldingu í kringum aldamótin. Roland kann vel við sig hjá Motor og vonast til að geta snúið aftur til Úkraínu. „Ég vona að allt verði í lagi og eftir sex mánuði getum við kannski haldið áfram, allavega á næsta tímabili,“ sagði Roland. Klippa: Roland vill snúa aftur til Motor Fjölskylda Rolands er samt ekki jafn spennt fyrir því að hann snúi aftur til Úkraínu og hann sjálfur. „Við fjölskyldan viljum það ekkert endilega. Við viljum bara fá hann heim. En svo hugsar maður til hans og hversu ánægður hann var þarna úti með þessu liði. Þetta er akkúrat það sem hann vildi,“ sagði Mariam Eradze, dóttir Rolands. „Maður vonar, ef hann ákveður að fara aftur út, að allt verði fullkomið. En svo er maður bara: vertu bara heima.“ Motor er langsterkasta lið Úkraínu, hefur unnið meistaratitilinn þar í landi níu ár í röð og er fastagestur í Meistaradeildinni. Handbolti Sportpakkinn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Roland kom til Íslands á föstudaginn eftir langt ferðalag frá Zaporizhzhia. Rússar réðust inn í Úkraínu aðfaranótt fimmtudags, á svipuðum tíma og Motor kom heim frá Póllandi eftir að hafa leikið gegn Kielce í Meistaradeild Evrópu. „Þetta voru hættulegar aðstæður. Það var búið að loka fyrir flugumferð svo við fórum aftur til Kænugarðs. Það trúði því enginn að Rússar myndu varpa sprengjum á borgina en það gerðist samt,“ sagði Roland um ferðalagið í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Sem fyrr sagði er Roland aðstoðarþjálfari Motor en aðalþjálfari liðsins er Gintaras Savukynas sem gerði garðinn frægan með Aftureldingu í kringum aldamótin. Roland kann vel við sig hjá Motor og vonast til að geta snúið aftur til Úkraínu. „Ég vona að allt verði í lagi og eftir sex mánuði getum við kannski haldið áfram, allavega á næsta tímabili,“ sagði Roland. Klippa: Roland vill snúa aftur til Motor Fjölskylda Rolands er samt ekki jafn spennt fyrir því að hann snúi aftur til Úkraínu og hann sjálfur. „Við fjölskyldan viljum það ekkert endilega. Við viljum bara fá hann heim. En svo hugsar maður til hans og hversu ánægður hann var þarna úti með þessu liði. Þetta er akkúrat það sem hann vildi,“ sagði Mariam Eradze, dóttir Rolands. „Maður vonar, ef hann ákveður að fara aftur út, að allt verði fullkomið. En svo er maður bara: vertu bara heima.“ Motor er langsterkasta lið Úkraínu, hefur unnið meistaratitilinn þar í landi níu ár í röð og er fastagestur í Meistaradeildinni.
Handbolti Sportpakkinn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira