Roland vonast til að geta snúið aftur til Úkraínu en fjölskyldan ekki jafn spennt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2022 11:00 Mariam og Roland Eradze. Feðginin eiga það sameiginlegt að hafa spilað með Val. stöð 2 Roland Valur Eradze vonast til að geta snúið til baka til úkraínsku borgarinnar Zaporizhzhia eftir nokkra mánuði. Hann er aðstoðarþjálfari meistaraliðsins HC Motor þar í borg. Roland kom til Íslands á föstudaginn eftir langt ferðalag frá Zaporizhzhia. Rússar réðust inn í Úkraínu aðfaranótt fimmtudags, á svipuðum tíma og Motor kom heim frá Póllandi eftir að hafa leikið gegn Kielce í Meistaradeild Evrópu. „Þetta voru hættulegar aðstæður. Það var búið að loka fyrir flugumferð svo við fórum aftur til Kænugarðs. Það trúði því enginn að Rússar myndu varpa sprengjum á borgina en það gerðist samt,“ sagði Roland um ferðalagið í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Sem fyrr sagði er Roland aðstoðarþjálfari Motor en aðalþjálfari liðsins er Gintaras Savukynas sem gerði garðinn frægan með Aftureldingu í kringum aldamótin. Roland kann vel við sig hjá Motor og vonast til að geta snúið aftur til Úkraínu. „Ég vona að allt verði í lagi og eftir sex mánuði getum við kannski haldið áfram, allavega á næsta tímabili,“ sagði Roland. Klippa: Roland vill snúa aftur til Motor Fjölskylda Rolands er samt ekki jafn spennt fyrir því að hann snúi aftur til Úkraínu og hann sjálfur. „Við fjölskyldan viljum það ekkert endilega. Við viljum bara fá hann heim. En svo hugsar maður til hans og hversu ánægður hann var þarna úti með þessu liði. Þetta er akkúrat það sem hann vildi,“ sagði Mariam Eradze, dóttir Rolands. „Maður vonar, ef hann ákveður að fara aftur út, að allt verði fullkomið. En svo er maður bara: vertu bara heima.“ Motor er langsterkasta lið Úkraínu, hefur unnið meistaratitilinn þar í landi níu ár í röð og er fastagestur í Meistaradeildinni. Handbolti Sportpakkinn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Roland kom til Íslands á föstudaginn eftir langt ferðalag frá Zaporizhzhia. Rússar réðust inn í Úkraínu aðfaranótt fimmtudags, á svipuðum tíma og Motor kom heim frá Póllandi eftir að hafa leikið gegn Kielce í Meistaradeild Evrópu. „Þetta voru hættulegar aðstæður. Það var búið að loka fyrir flugumferð svo við fórum aftur til Kænugarðs. Það trúði því enginn að Rússar myndu varpa sprengjum á borgina en það gerðist samt,“ sagði Roland um ferðalagið í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Sem fyrr sagði er Roland aðstoðarþjálfari Motor en aðalþjálfari liðsins er Gintaras Savukynas sem gerði garðinn frægan með Aftureldingu í kringum aldamótin. Roland kann vel við sig hjá Motor og vonast til að geta snúið aftur til Úkraínu. „Ég vona að allt verði í lagi og eftir sex mánuði getum við kannski haldið áfram, allavega á næsta tímabili,“ sagði Roland. Klippa: Roland vill snúa aftur til Motor Fjölskylda Rolands er samt ekki jafn spennt fyrir því að hann snúi aftur til Úkraínu og hann sjálfur. „Við fjölskyldan viljum það ekkert endilega. Við viljum bara fá hann heim. En svo hugsar maður til hans og hversu ánægður hann var þarna úti með þessu liði. Þetta er akkúrat það sem hann vildi,“ sagði Mariam Eradze, dóttir Rolands. „Maður vonar, ef hann ákveður að fara aftur út, að allt verði fullkomið. En svo er maður bara: vertu bara heima.“ Motor er langsterkasta lið Úkraínu, hefur unnið meistaratitilinn þar í landi níu ár í röð og er fastagestur í Meistaradeildinni.
Handbolti Sportpakkinn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira