„Hélt að hann ætlaði að kála mér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. mars 2022 10:31 Guðmunda segir sögu sína í þáttunum Heimilisofbeldi á Stöð 2. Guðmunda Erla Þórhallsdóttir er áttræð og nýskilin en hún segist hafa búið við fimmtíu ára ofbeldissamband með fyrrverandi eiginmanni sínum. Rætt var við Guðmundu í þættinum Heimilisofbeldi á Stöð 2 í gærkvöld. Þau hjónin bjuggu til að byrja með á Húsavík og síðan lá leiðin suður. „Ég íhugaði sjálfsvíg í rauninni allan minn búskap. Ég reyndi þetta einu sinni en átti bara ekki nógu mikið af pillum og það tókst ekki,“ segir Guðmunda en í þættinum lýsir hún því að til að byrja með hafi ofbeldið verið andlegt en þegar árin liðu segir hún að maðurinn hafi ítrekað gengið í skrokk á henni. „Við flytjum suður og ég fór að vinna á heilsugæslunum og á Landspítala í mörg ár og það voru bara hryllilega erfið ár og eiginlega öll þessi ár þangað til að ég flutti og komst hingað,“ segir Guðmunda sem segist hafa þurft að þola andlegt, líkamlegt og fjárhagslegt ofbeldi í fimmtíu ár. Hún segir að það hafi átt sér stað ákveðinn vendipunktur árið 2005. „Þá erum við í bústað og við vorum búin að vera lengi í húsbíl að ferðast. Þá var ein vinkona hans alltaf með okkur, það byrjaði þannig að hún kom einu sinni með og síðan kom hún alltaf með í fjögur ár. Hún gaf sig út fyrir að vera vinkona mín en hún var það ekkert,“ segir Guðmunda en konan var í raun meira en vinkona eiginmanns hennar. Algjör vendipunktur „Þarna var búið að vera mjög erfitt ástand á milli okkar. Ég var brotin niður og ég ætlaði bara út í bíl og vera bara í friði. Þá kemur hann hlaupandi á eftir mér og ég hélt að hann ætlaði að kála mér. Hann dró mig þá upp í bústað og lamdi mig og sparkaði í mig. Þarna var ég alveg brotin, gjörsamlega. En það eru þessi gen í mér að gefast aldrei upp. Ég næ að komast til læknis þarna strax á mánudeginum eftir ferðina og fæ hann til að gera áverkavottorð og fæ svo tíma hjá ráðgjafa og þarna var ég búin að ákveða að ég ætlaði ekki að þegja lengur yfir þessu. Ég ætlaði að segja öllum sem ég þekki frá þessu, og ég gerði það og ég hef ekki þagað síðan,“ segir Guðmunda en á meðan viðtalinu stóð mætti maðurinn heim til hennar, hringdi á dyrabjöllunni ítrekað þar til að hann komst inn og brá honum heldur betur þegar hann mætti Sindra Sindrasyni í íbúð fyrrverandi eiginkonu sinnar. Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Í þáttunum fjallar Sindri Sindrason um heimilisofbeldi og fær hann að skyggnast inn í heim þolenda sem virðast eiga það sameiginlegt að þora lengst af ekki að segja frá, skammast sín og vilja að enginn viti. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Heimilisofbeldi Tengdar fréttir „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Áslaug María lýsir hrottalegri æsku sinni í síðasta þætti af Heimilisofbeldi á Stöð 2 sem sýndur var í gær. 1. mars 2022 12:30 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Rætt var við Guðmundu í þættinum Heimilisofbeldi á Stöð 2 í gærkvöld. Þau hjónin bjuggu til að byrja með á Húsavík og síðan lá leiðin suður. „Ég íhugaði sjálfsvíg í rauninni allan minn búskap. Ég reyndi þetta einu sinni en átti bara ekki nógu mikið af pillum og það tókst ekki,“ segir Guðmunda en í þættinum lýsir hún því að til að byrja með hafi ofbeldið verið andlegt en þegar árin liðu segir hún að maðurinn hafi ítrekað gengið í skrokk á henni. „Við flytjum suður og ég fór að vinna á heilsugæslunum og á Landspítala í mörg ár og það voru bara hryllilega erfið ár og eiginlega öll þessi ár þangað til að ég flutti og komst hingað,“ segir Guðmunda sem segist hafa þurft að þola andlegt, líkamlegt og fjárhagslegt ofbeldi í fimmtíu ár. Hún segir að það hafi átt sér stað ákveðinn vendipunktur árið 2005. „Þá erum við í bústað og við vorum búin að vera lengi í húsbíl að ferðast. Þá var ein vinkona hans alltaf með okkur, það byrjaði þannig að hún kom einu sinni með og síðan kom hún alltaf með í fjögur ár. Hún gaf sig út fyrir að vera vinkona mín en hún var það ekkert,“ segir Guðmunda en konan var í raun meira en vinkona eiginmanns hennar. Algjör vendipunktur „Þarna var búið að vera mjög erfitt ástand á milli okkar. Ég var brotin niður og ég ætlaði bara út í bíl og vera bara í friði. Þá kemur hann hlaupandi á eftir mér og ég hélt að hann ætlaði að kála mér. Hann dró mig þá upp í bústað og lamdi mig og sparkaði í mig. Þarna var ég alveg brotin, gjörsamlega. En það eru þessi gen í mér að gefast aldrei upp. Ég næ að komast til læknis þarna strax á mánudeginum eftir ferðina og fæ hann til að gera áverkavottorð og fæ svo tíma hjá ráðgjafa og þarna var ég búin að ákveða að ég ætlaði ekki að þegja lengur yfir þessu. Ég ætlaði að segja öllum sem ég þekki frá þessu, og ég gerði það og ég hef ekki þagað síðan,“ segir Guðmunda en á meðan viðtalinu stóð mætti maðurinn heim til hennar, hringdi á dyrabjöllunni ítrekað þar til að hann komst inn og brá honum heldur betur þegar hann mætti Sindra Sindrasyni í íbúð fyrrverandi eiginkonu sinnar. Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Í þáttunum fjallar Sindri Sindrason um heimilisofbeldi og fær hann að skyggnast inn í heim þolenda sem virðast eiga það sameiginlegt að þora lengst af ekki að segja frá, skammast sín og vilja að enginn viti. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.
Heimilisofbeldi Tengdar fréttir „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Áslaug María lýsir hrottalegri æsku sinni í síðasta þætti af Heimilisofbeldi á Stöð 2 sem sýndur var í gær. 1. mars 2022 12:30 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
„Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Áslaug María lýsir hrottalegri æsku sinni í síðasta þætti af Heimilisofbeldi á Stöð 2 sem sýndur var í gær. 1. mars 2022 12:30