Þetta kemur fram á vef Landspítalans. Í gær var sagt frá því að kona á sextugsaldri með Covid-19 hefði látist á spítalanum á sunnudaginn.
Á vefnum covid.is sagði í gær að 71 hefði látist á Íslandi vegna Covid-19. Því hafa nú 73 látist hið minnsta.
64 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19. Fjórir eru á gjörgæslu, tveir þeirra í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er 67 ár.