UEFA stefnir á að meirihluti landsliða verði með á EM Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2022 10:01 Íslenska landsliðið ætti að eiga greiðari leið á EM ef fyrirætlanir UEFA verða að veruleika. vísir/vilhelm Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, stefnir að því að 32 lið verði með í lokakeppni EM karla árið 2028. Það myndi þýða að aðeins 23 af 55 knattspyrnusamböndum Evrópu ættu ekki lið á mótinu og hafa þessar fyrirætlanir verið gagnrýndar. Frá þessu greinir Daily Mail í dag. Evrópumótið sem Ísland tók þátt á árið 2016 í Frakklandi var það fyrsta eftir að þátttökuliðum var fjölgað úr 16 í 24. Samkvæmt frétt Daily Mail vill UEFA nú ganga skrefi lengra, með von um auknar tekjur af miðasölu og sjónvarpsréttindum. Þetta hefði hins vegar í för með sér að sterkustu þjóðir Evrópu ættu nær öruggt sæti á EM og spurning er hvernig undankeppninni yrði háttað. UEFA hefur ráðfært sig við hagsmunaaðila og hugmyndin er sögð njóta stuðnings þeirra sem ráða, og ætlunin er að hún komi til framkvæmda strax árið 2028. Næsta EM fer fram í Þýskalandi árið 2024 en Daily Mail fullyrðir að yfirgnæfandi líkur séu á að mótið 2028 fari fram á Bretlandi og Írlandi. „Þetta skaðar bara gæði vörunnar“ Ýmsir óttast að ljóminn færi af þessu vinsæla stórmóti með því að hafa 32 þátttökuþjóðir og Maheta Molango, formaður leikmannasamtakanna í Englandi, telur að breytingarnar myndu bitna á bæði leikmönnum og stuðningsmönnum: „Þetta skaðar bara gæði vörunnar. Krakkar fá ekki að sjá bestu útgáfuna af stjörnunum sínum. Það er raunveruleikinn. Já, það gætu fylgt þessu einhver skammtímagróði en til langs tíma er verið að skaða vöruna,“ sagði Molango. Ákveðið hefur verið að fjölga þátttökuþjóðum á HM karla frá og með heimsmeistaramótinu árið 2026, sem fram fer í Mexíkó, Kanada og Bandaríkjunum. Þar munu 48 lið taka þátt í stað 32 liða líkt og á HM í Katar í lok þessa árs. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Sjá meira
Frá þessu greinir Daily Mail í dag. Evrópumótið sem Ísland tók þátt á árið 2016 í Frakklandi var það fyrsta eftir að þátttökuliðum var fjölgað úr 16 í 24. Samkvæmt frétt Daily Mail vill UEFA nú ganga skrefi lengra, með von um auknar tekjur af miðasölu og sjónvarpsréttindum. Þetta hefði hins vegar í för með sér að sterkustu þjóðir Evrópu ættu nær öruggt sæti á EM og spurning er hvernig undankeppninni yrði háttað. UEFA hefur ráðfært sig við hagsmunaaðila og hugmyndin er sögð njóta stuðnings þeirra sem ráða, og ætlunin er að hún komi til framkvæmda strax árið 2028. Næsta EM fer fram í Þýskalandi árið 2024 en Daily Mail fullyrðir að yfirgnæfandi líkur séu á að mótið 2028 fari fram á Bretlandi og Írlandi. „Þetta skaðar bara gæði vörunnar“ Ýmsir óttast að ljóminn færi af þessu vinsæla stórmóti með því að hafa 32 þátttökuþjóðir og Maheta Molango, formaður leikmannasamtakanna í Englandi, telur að breytingarnar myndu bitna á bæði leikmönnum og stuðningsmönnum: „Þetta skaðar bara gæði vörunnar. Krakkar fá ekki að sjá bestu útgáfuna af stjörnunum sínum. Það er raunveruleikinn. Já, það gætu fylgt þessu einhver skammtímagróði en til langs tíma er verið að skaða vöruna,“ sagði Molango. Ákveðið hefur verið að fjölga þátttökuþjóðum á HM karla frá og með heimsmeistaramótinu árið 2026, sem fram fer í Mexíkó, Kanada og Bandaríkjunum. Þar munu 48 lið taka þátt í stað 32 liða líkt og á HM í Katar í lok þessa árs.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Sjá meira