Óskar segir Rússa ráðast vísvitandi á flóttafólk Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2022 22:00 Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði. Stöð 2 Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði sá í fyrsta skipti í dag þar sem flugskeyti var skotið frá borginni. Hann segir loftvarnir Kænugarðs hafa verið efldar til muna en í morgun hrukku þau hjónin upp við sprengjugný. „Í fyrsta skipti sé ég eitthvað. Ég hef hingað til bara heyrt eitthvað. Fyrst heyrum við eina sprengingu. Ég hleyp hérna út í glugga og við horfum út og þá allt í einu sé ég eins og eftir flugskeyti,“ segir Óskar. Í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt má heyra sprengjuhljóðin. Hann telur líklegast að þarna hafi verið loftvarnaflaug úkraínuhers á ferð. Hann hafi orðið var við að loftvarnir hafi eflst mikið að undanförnu. Þá hafi verið gerðar ýmsar ráðstafnir til að undirbúa innrás Rússa í Kænugarð. Vopnaðir hermenn væru alls staðar. „Þannig að inni í borginni er búið að byggja upp svakalega miklar varnir. Síðan þegar kemur að því að hindra landhernaðinn sjálfan inn í borgina er búið að skemma fullt af brúm, vegum og annað. Þannig að það þvingar þessar herdeildir sem mögulega ggætu komið að borginni í ákveðna flöksuhálsa sem yrði þá auðveldara að ráða við,“ segir Óskar. Kristján Jónsson Töluverð umferð úkraínskra herþotna sé yfir höfuðborginni. Eins væri herinn vel búinn loftvörnum á jörðu niðri. „Það hafa fullt af rússneskum komið hingað. Bæði flugvélar og þotur. Þær hafa hingað til verið skotnar niður, mjög mikið. Það voru þrjár skotnar niður í gær held ég alveg örugglega. Þannig að það er mjög mikið búið að auka loftvarnirnar umhverfis borgina og inni í borginni búnar að aukast alveg gífurlega,“ segir Óskar. Borgarbúar fari ekki varhluta af árásum Rússa á bæi og borgir í næsta nágrenni Kænugarðs. „Það er lítil borg hérna við hliðina sem heitir Iprin. Liggur við eins og Hafnarfjörður eða Kópavogur við Reykjavík. Það er gjörsamlega búið að leggja hana flata. Sem er alveg gífurlega sorglegt af því að þetta var ný borg,“ segir Óskar. „Rosalega mikið af ungu fólki með börn sem flutti þangað. Að kaupa sér sína fyrstu eign. Þeir eru gjörsamlega búnir að leggja niður lestarteinana þar. Þeir réðust þar á lestarstöðina þar sem almennir borgarar voru að reyna að flýja. Og það virðist vera þannig um allt land. Ekki bara hér heldur um allt land að það sé gagngert verið að ráðast á flóttafólk.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Sprengingar heyrast í Kænugarði: Í fyrsta sinn sem hann verður var við átökin, segir ljósmyndari Nú fyrir stundu heyrðust tvær miklar sprengingar í miðborg Kænugarðs. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, sem býr í borginni, segist sjá reyk liggja upp frá miðbænum og hvíta rák eins og eftir flugskeyti. 9. mars 2022 11:58 „Fólk í Rússlandi veit ekki að það er stríð í gangi í Úkraínu“ Enn hefur ekki tekist að forða íbúum frá borginni Maríupól, þrátt fyrir fyrirheit um vopnahlé - annan daginn í röð. Þúsundir liggja í valnum og forseti Úkraínu kallar eftir tafarlausu flugbanni yfir landinu. 6. mars 2022 22:00 Húsið hristist eftir öflugar sprengingar í miðborg Kænugarðs Óskar Hallgrímsson, íslenskur ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði, segir að borgin minni á draugaborg. Fregnir af gríðarlangri hergagnalest Rússa sem sögð er stefna í átt að borginni vekur ugg. 2. mars 2022 20:47 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
„Í fyrsta skipti sé ég eitthvað. Ég hef hingað til bara heyrt eitthvað. Fyrst heyrum við eina sprengingu. Ég hleyp hérna út í glugga og við horfum út og þá allt í einu sé ég eins og eftir flugskeyti,“ segir Óskar. Í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt má heyra sprengjuhljóðin. Hann telur líklegast að þarna hafi verið loftvarnaflaug úkraínuhers á ferð. Hann hafi orðið var við að loftvarnir hafi eflst mikið að undanförnu. Þá hafi verið gerðar ýmsar ráðstafnir til að undirbúa innrás Rússa í Kænugarð. Vopnaðir hermenn væru alls staðar. „Þannig að inni í borginni er búið að byggja upp svakalega miklar varnir. Síðan þegar kemur að því að hindra landhernaðinn sjálfan inn í borgina er búið að skemma fullt af brúm, vegum og annað. Þannig að það þvingar þessar herdeildir sem mögulega ggætu komið að borginni í ákveðna flöksuhálsa sem yrði þá auðveldara að ráða við,“ segir Óskar. Kristján Jónsson Töluverð umferð úkraínskra herþotna sé yfir höfuðborginni. Eins væri herinn vel búinn loftvörnum á jörðu niðri. „Það hafa fullt af rússneskum komið hingað. Bæði flugvélar og þotur. Þær hafa hingað til verið skotnar niður, mjög mikið. Það voru þrjár skotnar niður í gær held ég alveg örugglega. Þannig að það er mjög mikið búið að auka loftvarnirnar umhverfis borgina og inni í borginni búnar að aukast alveg gífurlega,“ segir Óskar. Borgarbúar fari ekki varhluta af árásum Rússa á bæi og borgir í næsta nágrenni Kænugarðs. „Það er lítil borg hérna við hliðina sem heitir Iprin. Liggur við eins og Hafnarfjörður eða Kópavogur við Reykjavík. Það er gjörsamlega búið að leggja hana flata. Sem er alveg gífurlega sorglegt af því að þetta var ný borg,“ segir Óskar. „Rosalega mikið af ungu fólki með börn sem flutti þangað. Að kaupa sér sína fyrstu eign. Þeir eru gjörsamlega búnir að leggja niður lestarteinana þar. Þeir réðust þar á lestarstöðina þar sem almennir borgarar voru að reyna að flýja. Og það virðist vera þannig um allt land. Ekki bara hér heldur um allt land að það sé gagngert verið að ráðast á flóttafólk.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Sprengingar heyrast í Kænugarði: Í fyrsta sinn sem hann verður var við átökin, segir ljósmyndari Nú fyrir stundu heyrðust tvær miklar sprengingar í miðborg Kænugarðs. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, sem býr í borginni, segist sjá reyk liggja upp frá miðbænum og hvíta rák eins og eftir flugskeyti. 9. mars 2022 11:58 „Fólk í Rússlandi veit ekki að það er stríð í gangi í Úkraínu“ Enn hefur ekki tekist að forða íbúum frá borginni Maríupól, þrátt fyrir fyrirheit um vopnahlé - annan daginn í röð. Þúsundir liggja í valnum og forseti Úkraínu kallar eftir tafarlausu flugbanni yfir landinu. 6. mars 2022 22:00 Húsið hristist eftir öflugar sprengingar í miðborg Kænugarðs Óskar Hallgrímsson, íslenskur ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði, segir að borgin minni á draugaborg. Fregnir af gríðarlangri hergagnalest Rússa sem sögð er stefna í átt að borginni vekur ugg. 2. mars 2022 20:47 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Sprengingar heyrast í Kænugarði: Í fyrsta sinn sem hann verður var við átökin, segir ljósmyndari Nú fyrir stundu heyrðust tvær miklar sprengingar í miðborg Kænugarðs. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, sem býr í borginni, segist sjá reyk liggja upp frá miðbænum og hvíta rák eins og eftir flugskeyti. 9. mars 2022 11:58
„Fólk í Rússlandi veit ekki að það er stríð í gangi í Úkraínu“ Enn hefur ekki tekist að forða íbúum frá borginni Maríupól, þrátt fyrir fyrirheit um vopnahlé - annan daginn í röð. Þúsundir liggja í valnum og forseti Úkraínu kallar eftir tafarlausu flugbanni yfir landinu. 6. mars 2022 22:00
Húsið hristist eftir öflugar sprengingar í miðborg Kænugarðs Óskar Hallgrímsson, íslenskur ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði, segir að borgin minni á draugaborg. Fregnir af gríðarlangri hergagnalest Rússa sem sögð er stefna í átt að borginni vekur ugg. 2. mars 2022 20:47