Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. mars 2022 20:32 Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Forstöðumaður Fjölmenningarseturs telur að þar séu um tvö þúsund gistirými. AP/Hannibal Hanschke Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. Meira en hundrað úkraínskir ríkisborgarar hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir tveimur vikum. Búist er við að allt að 1.500 til 2.000 flóttamenn þaðan komi hingað til lands á næstunni. „Það hefur gengið ótrúlega vel og það er mjög ánægjulegt að sjá hvað samfélagið er að opna faðm sinn fyrir fólki og er reiðubúið til að aðstoða og veita fólkinu góða móttöku,“ sagði Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tvö þúsund gistirými um land allt Hún segir að hátt í tvö hundruð hafi haft samband við Fjölmenningarsetur síðan í gær og boðið húsnæði um allt land. Fólk bjóði allt frá stöku herbergi yfir í íbúðir, hótel og sumarbústaði. Nichole Leigh Mosty segir að hátt í tvö hundruð hafi boðið húsnæði fyrir flóttafólk hér á landi.Vísir „Ég myndi giska á að þetta séu kannski tvö þúsund gistirými. Það er mikið sem stendur til boða,“ segir Nichole. Hún segir ekkert fast í því hvort fólk fái borgað fyrir afnot af húsnæðinu eða ekki. Fólk verði að ákveða það sjálft en það muni ekki fá greidda leigu frá ríkinu. „Þetta fer bara eins og húsnæðismarkaðurinn fer. Fólk þarf að taka ákvörðun sjálft vort það bjóði fram sitt húsnæði ókeypis eða hvort það vilji fá leigu. Ef það vill fá leigu verður það að fá greitt en enginn er að fara að fá greitt frá ríkinu til að gera það,“ segir Nichole. „Þetta er bara fallegt, öll þessi boð sem eru að koma fram, fólk er að gera þetta því það veit að það er ákall til samfélagsins að mæta fólki sem er á flótta.“ Hún segir ekki hægt að segja til um það hvað fólkið muni dvelja hér á landi lengi. „ Fólkið er ekki með neitt plan, það er bara að flýja. Það þarf að sjá til hvað gerist með þessi dvalarleyfi sem það fær. Það gildir í ár þannig að við tökum vel á móti fólki og leyfum því að koma í þjónustu til sveitarfélaganna, sem við erum líka að vinna með, til þess að sinna því vel og anda aðeins frá sér svo það geti gert plön,“ segir Nichole. En er ekki flókið að taka á móti fólki á flótta? „Við verðum bara að muna að við erum að taka á móti fólki. Við tökum á móti fólki eins og við viljum að sé tekið á móti okkur. Það getur verið flókið, það er að flýja áfall en það er mikilvægt að við munum að þetta er bara fólk.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Húsnæðismál Tengdar fréttir Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48 Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. 9. mars 2022 20:01 Leggur til að sumarbústaðir verði nýttir sem húsnæði fyrir flóttamenn Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hvetur verkalýðsfélög landsins til að lána sumarbústaði sína undir flóttafólk frá Úkraínu. Hann nefnir Ölfusborgir til dæmis í því sambandi en þar er um fjörutíu hús, sem gætu rúmað tæplega 200 manns frá Úkraínu. 8. mars 2022 21:36 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Meira en hundrað úkraínskir ríkisborgarar hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir tveimur vikum. Búist er við að allt að 1.500 til 2.000 flóttamenn þaðan komi hingað til lands á næstunni. „Það hefur gengið ótrúlega vel og það er mjög ánægjulegt að sjá hvað samfélagið er að opna faðm sinn fyrir fólki og er reiðubúið til að aðstoða og veita fólkinu góða móttöku,“ sagði Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tvö þúsund gistirými um land allt Hún segir að hátt í tvö hundruð hafi haft samband við Fjölmenningarsetur síðan í gær og boðið húsnæði um allt land. Fólk bjóði allt frá stöku herbergi yfir í íbúðir, hótel og sumarbústaði. Nichole Leigh Mosty segir að hátt í tvö hundruð hafi boðið húsnæði fyrir flóttafólk hér á landi.Vísir „Ég myndi giska á að þetta séu kannski tvö þúsund gistirými. Það er mikið sem stendur til boða,“ segir Nichole. Hún segir ekkert fast í því hvort fólk fái borgað fyrir afnot af húsnæðinu eða ekki. Fólk verði að ákveða það sjálft en það muni ekki fá greidda leigu frá ríkinu. „Þetta fer bara eins og húsnæðismarkaðurinn fer. Fólk þarf að taka ákvörðun sjálft vort það bjóði fram sitt húsnæði ókeypis eða hvort það vilji fá leigu. Ef það vill fá leigu verður það að fá greitt en enginn er að fara að fá greitt frá ríkinu til að gera það,“ segir Nichole. „Þetta er bara fallegt, öll þessi boð sem eru að koma fram, fólk er að gera þetta því það veit að það er ákall til samfélagsins að mæta fólki sem er á flótta.“ Hún segir ekki hægt að segja til um það hvað fólkið muni dvelja hér á landi lengi. „ Fólkið er ekki með neitt plan, það er bara að flýja. Það þarf að sjá til hvað gerist með þessi dvalarleyfi sem það fær. Það gildir í ár þannig að við tökum vel á móti fólki og leyfum því að koma í þjónustu til sveitarfélaganna, sem við erum líka að vinna með, til þess að sinna því vel og anda aðeins frá sér svo það geti gert plön,“ segir Nichole. En er ekki flókið að taka á móti fólki á flótta? „Við verðum bara að muna að við erum að taka á móti fólki. Við tökum á móti fólki eins og við viljum að sé tekið á móti okkur. Það getur verið flókið, það er að flýja áfall en það er mikilvægt að við munum að þetta er bara fólk.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Húsnæðismál Tengdar fréttir Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48 Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. 9. mars 2022 20:01 Leggur til að sumarbústaðir verði nýttir sem húsnæði fyrir flóttamenn Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hvetur verkalýðsfélög landsins til að lána sumarbústaði sína undir flóttafólk frá Úkraínu. Hann nefnir Ölfusborgir til dæmis í því sambandi en þar er um fjörutíu hús, sem gætu rúmað tæplega 200 manns frá Úkraínu. 8. mars 2022 21:36 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48
Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. 9. mars 2022 20:01
Leggur til að sumarbústaðir verði nýttir sem húsnæði fyrir flóttamenn Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hvetur verkalýðsfélög landsins til að lána sumarbústaði sína undir flóttafólk frá Úkraínu. Hann nefnir Ölfusborgir til dæmis í því sambandi en þar er um fjörutíu hús, sem gætu rúmað tæplega 200 manns frá Úkraínu. 8. mars 2022 21:36