Falsspámenn frelsisins Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 11. mars 2022 07:30 Sumir þingmenn eru stórorðir um aukið frelsi. Frelsi til athafna og verslunar, líka með áfengi og lausasölulyf, frelsi til að velja sér nafn án afskipta ríkisins, frelsi til að keppa í hættulegum íþróttum. Frelsi einstaklingsins til að athafna sig svo lengi sem hann skaðar ekki aðra. Þetta eru mikilvæg mál. Í samfélagi frjálsra og jafnsettra einstaklinga er eðlilegt að frelsið komi fyrst og að undantekningar frá því þurfi að rökstyðja sérstaklega. Að frelsi til athafna sé almennt og að þörfin á lögbundnum takmörkunum sé eingöngu skoðuð ef líklegt er að tilteknar athafnir valdi öðrum skaða – og að bann gangi ekki lengra en nauðsynlegt er til að draga úr hættunni. Andstæðan er hugmyndafræði sem gengur út á að einstaklingum sé ekki treystandi. Að athafnir séu bannaðar af yfirvaldi þar til sýnt hefur verið sérstaklega fram á skaðleysi þeirra. Þessi nálgun, að bann sé meginregla, nefnist einu nafni forsjárhyggja. Hún gengur gegn grunnhugmyndinni um að við séum sjálf best til þess fallin að taka ákvarðanir um okkar eigið líf og hagsmuni. Þótt sömu ræður um mikilvægi einstaklingsfrelsis séu fluttar ár eftir ár breytist ekkert. Framtaksleysið er algjört. Við bönnum enn fólki að kaupa áfengi í heil tvö ár eftir að það verður lögráða. Við bönnum foreldrum að velja börnum sínum önnur nöfn en þau sem má finna í sérstakri skrá ríkisins. Við bönnum hnefaleika í atvinnuskyni þótt þar mætist tveir einstaklingar af fúsum og frjálsum vilja, í íþrótt sem keppt er í um allan heim. Við bönnum sölu verkjalyfja í verslunum. Við leggjum refsingu við neyslu fíkniefna sem ætti með réttu að vera heilbrigðismál. Þessi upptalning er hvergi nærri tæmandi. Frelsisboðskapurinn hefur gjarnan verið boðaður af þingmönnum stjórnmálaflokksins sem hefur setið einna lengst við völd. Flokks sem felldi breytingar á mannanafnalögum með stórum meirihluta, felldi breytingu um aukið frelsi í lyfjasölu og mótmælti harðlega auknu frelsi á leigubílamarkaði. Svo grunnt er á frelsinu að formaður umrædds flokks gat ekki einu sinni greitt atkvæði með auknu frelsi kvenna í þungunarrofsmálum. Afleiðingin er sú að frelsi allra Íslendinga til athafna og einkalífs er fótum troðið. Frelsi er fé betra, segir í gömlum málshætti. Ætli atkvæðum frelsisþenkjandi fólks sé ekki líka betur varið til annarra en þeirra sem tala fyrir frelsi á tyllidögum en standa vörð um forsjárhyggjuna þess á milli. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Viðreisn Alþingi Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Sumir þingmenn eru stórorðir um aukið frelsi. Frelsi til athafna og verslunar, líka með áfengi og lausasölulyf, frelsi til að velja sér nafn án afskipta ríkisins, frelsi til að keppa í hættulegum íþróttum. Frelsi einstaklingsins til að athafna sig svo lengi sem hann skaðar ekki aðra. Þetta eru mikilvæg mál. Í samfélagi frjálsra og jafnsettra einstaklinga er eðlilegt að frelsið komi fyrst og að undantekningar frá því þurfi að rökstyðja sérstaklega. Að frelsi til athafna sé almennt og að þörfin á lögbundnum takmörkunum sé eingöngu skoðuð ef líklegt er að tilteknar athafnir valdi öðrum skaða – og að bann gangi ekki lengra en nauðsynlegt er til að draga úr hættunni. Andstæðan er hugmyndafræði sem gengur út á að einstaklingum sé ekki treystandi. Að athafnir séu bannaðar af yfirvaldi þar til sýnt hefur verið sérstaklega fram á skaðleysi þeirra. Þessi nálgun, að bann sé meginregla, nefnist einu nafni forsjárhyggja. Hún gengur gegn grunnhugmyndinni um að við séum sjálf best til þess fallin að taka ákvarðanir um okkar eigið líf og hagsmuni. Þótt sömu ræður um mikilvægi einstaklingsfrelsis séu fluttar ár eftir ár breytist ekkert. Framtaksleysið er algjört. Við bönnum enn fólki að kaupa áfengi í heil tvö ár eftir að það verður lögráða. Við bönnum foreldrum að velja börnum sínum önnur nöfn en þau sem má finna í sérstakri skrá ríkisins. Við bönnum hnefaleika í atvinnuskyni þótt þar mætist tveir einstaklingar af fúsum og frjálsum vilja, í íþrótt sem keppt er í um allan heim. Við bönnum sölu verkjalyfja í verslunum. Við leggjum refsingu við neyslu fíkniefna sem ætti með réttu að vera heilbrigðismál. Þessi upptalning er hvergi nærri tæmandi. Frelsisboðskapurinn hefur gjarnan verið boðaður af þingmönnum stjórnmálaflokksins sem hefur setið einna lengst við völd. Flokks sem felldi breytingar á mannanafnalögum með stórum meirihluta, felldi breytingu um aukið frelsi í lyfjasölu og mótmælti harðlega auknu frelsi á leigubílamarkaði. Svo grunnt er á frelsinu að formaður umrædds flokks gat ekki einu sinni greitt atkvæði með auknu frelsi kvenna í þungunarrofsmálum. Afleiðingin er sú að frelsi allra Íslendinga til athafna og einkalífs er fótum troðið. Frelsi er fé betra, segir í gömlum málshætti. Ætli atkvæðum frelsisþenkjandi fólks sé ekki líka betur varið til annarra en þeirra sem tala fyrir frelsi á tyllidögum en standa vörð um forsjárhyggjuna þess á milli. Höfundur er aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun