„Við ætlum að finna næstu Instagram stjörnu Íslands,“ segir Rakel þegar þau leggja af stað í nýjasta ævintýrið. „Þetta er ótrúlegur staður.“
Gangan er alls ekki löng og er auðveld yfirferðar, jafnvel í vetrarfærð.
„Það skiptir ekki máli hvenær maður kemur. hvort að það sé hvítt eða grænt eða gult. Þetta er rugl flott,“ útskýrir Garpur.
Þáttinn um þetta stórkostlega gljúfur má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Okkar eigið Ísland þættirnir birtast á Lífinu á Vísi alla laugardaga.