Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2022 13:49 Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala. Vísir/Baldur hrafnkell Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. 88 sjúklingar liggja nú á Landspítala með COVID-19 og fjölgar um ellefu síðan í gær. Það fækkar þó um tvo á gjörgæslu en þar eru nú tveir, annar þeirra í öndunarvél. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku lýsir gríðarlegu álagi á legudeildum og bráðamóttökunni vegna þess fjölda Covid-smitaðra sem liggur á spítalanum. „Því til viðbótar er gríðarlegt álag vegna veikindafjarvista starfsfólks sem gerir mun erfiðara aðsinna þeim fjölmörgu sem þurfa ða leita til spítalans. Því hefur biðtími eftir þjónustu því miður lengst nokkuð undanfarið.“ Meðvirk eftir langvarandi neyðarástand Hjalti segir innlagnarkreppu hafa ríkt í íslensku heilbrigðiskerfi í hálfan áratug. „Við erum orðin svo meðvirk eftir langvarandi neyðarástand þar sem hefur verið hrópað og bent á að það þurfi að gera betur að við erum hætt að kippa okkur upp við það. En ástandið er mjög slæmt núna.“ Nú fyrir hádegi biðu 23 eftir innlögn á bráðamóttöku en öll 28 rúmstæðin sem til er að dreifa eru full. „Það hefur meira að segja verið þannig að fólk hefur þurft að bíða á sjúkrabörum í sjúkrabílum, það hafa verið margir á biðstofunni og mjög margir þurft að fá þjónustu á göngum deildarinnar. Sem er óásættanlegt að öllu leyti fyrir sjúklinga. En þannig er bara heilbrigðiskerfið rekið í dag. En við höfum fulla trú á því að það verði gripið til róttækra ráðstafana til að bæta loksins þessa stöðu,“ segir Hjalti. „En það er ljóst að það hefur ekki verið hlustað á viðvaranir heilbrigðisfólksins mjög lengi og spítalinn mjög vanbúinn til að takast á við þennan álagstopp til viðbótar við annað sem hann sinnir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. 11. mars 2022 12:00 Telja að rúmlega átján milljón manns hafi í raun látist vegna Covid Teymi rannsakenda við Háskólann í Washington hefur komist að þeirri niðurstöðu að líklega hafi rúmlega átján milljón manns látist, þrefalt fleiri en opinberar tölur segja til um. Ísland er meðal þeirra landa sem teymið telur að sé með lægstu umfram dánartíðnina. 11. mars 2022 10:47 Álagið á heilbrigðisstofnanir nú meira en áður í faraldrinum Staðan heldur áfram að þyngjast á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum landsins viku fyrir viku og hefur ekki verið meira álag vegna Covid frá því að faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum pistli sóttvarnalæknis en hann leggur til ýmis tilmæli til landsmanna í ljósi útbreiðslunnar. 10. mars 2022 12:33 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira
88 sjúklingar liggja nú á Landspítala með COVID-19 og fjölgar um ellefu síðan í gær. Það fækkar þó um tvo á gjörgæslu en þar eru nú tveir, annar þeirra í öndunarvél. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku lýsir gríðarlegu álagi á legudeildum og bráðamóttökunni vegna þess fjölda Covid-smitaðra sem liggur á spítalanum. „Því til viðbótar er gríðarlegt álag vegna veikindafjarvista starfsfólks sem gerir mun erfiðara aðsinna þeim fjölmörgu sem þurfa ða leita til spítalans. Því hefur biðtími eftir þjónustu því miður lengst nokkuð undanfarið.“ Meðvirk eftir langvarandi neyðarástand Hjalti segir innlagnarkreppu hafa ríkt í íslensku heilbrigðiskerfi í hálfan áratug. „Við erum orðin svo meðvirk eftir langvarandi neyðarástand þar sem hefur verið hrópað og bent á að það þurfi að gera betur að við erum hætt að kippa okkur upp við það. En ástandið er mjög slæmt núna.“ Nú fyrir hádegi biðu 23 eftir innlögn á bráðamóttöku en öll 28 rúmstæðin sem til er að dreifa eru full. „Það hefur meira að segja verið þannig að fólk hefur þurft að bíða á sjúkrabörum í sjúkrabílum, það hafa verið margir á biðstofunni og mjög margir þurft að fá þjónustu á göngum deildarinnar. Sem er óásættanlegt að öllu leyti fyrir sjúklinga. En þannig er bara heilbrigðiskerfið rekið í dag. En við höfum fulla trú á því að það verði gripið til róttækra ráðstafana til að bæta loksins þessa stöðu,“ segir Hjalti. „En það er ljóst að það hefur ekki verið hlustað á viðvaranir heilbrigðisfólksins mjög lengi og spítalinn mjög vanbúinn til að takast á við þennan álagstopp til viðbótar við annað sem hann sinnir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. 11. mars 2022 12:00 Telja að rúmlega átján milljón manns hafi í raun látist vegna Covid Teymi rannsakenda við Háskólann í Washington hefur komist að þeirri niðurstöðu að líklega hafi rúmlega átján milljón manns látist, þrefalt fleiri en opinberar tölur segja til um. Ísland er meðal þeirra landa sem teymið telur að sé með lægstu umfram dánartíðnina. 11. mars 2022 10:47 Álagið á heilbrigðisstofnanir nú meira en áður í faraldrinum Staðan heldur áfram að þyngjast á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum landsins viku fyrir viku og hefur ekki verið meira álag vegna Covid frá því að faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum pistli sóttvarnalæknis en hann leggur til ýmis tilmæli til landsmanna í ljósi útbreiðslunnar. 10. mars 2022 12:33 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira
Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. 11. mars 2022 12:00
Telja að rúmlega átján milljón manns hafi í raun látist vegna Covid Teymi rannsakenda við Háskólann í Washington hefur komist að þeirri niðurstöðu að líklega hafi rúmlega átján milljón manns látist, þrefalt fleiri en opinberar tölur segja til um. Ísland er meðal þeirra landa sem teymið telur að sé með lægstu umfram dánartíðnina. 11. mars 2022 10:47
Álagið á heilbrigðisstofnanir nú meira en áður í faraldrinum Staðan heldur áfram að þyngjast á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum landsins viku fyrir viku og hefur ekki verið meira álag vegna Covid frá því að faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum pistli sóttvarnalæknis en hann leggur til ýmis tilmæli til landsmanna í ljósi útbreiðslunnar. 10. mars 2022 12:33