Orkuöryggi á ófriðartímum Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 11. mars 2022 16:01 Því miður þarf oft alvöru átök til að vekja fólk þegar kemur að orkuöryggismálum þjóða. Sagan hefur samt margoft sýnt okkur að jarðefnaeldsneyti er ekki alltaf friðsælasta orkan sem völ er á. Hvað olíu varðar er ástæðan ósköp einföld, öll ríki þurfa olíu en aðeins örfá ríki framleiða olíu. Þetta eitt og sér skapar valdaójafnvægi sem oft hefur valdið titringi á alþjóðasviðinu. Alþjóðaviðskipti eru alls ekki slæm, heldur eru þau í raun frábær leið til að stuðla að auknum gæðum og meiri hagkvæmni í vöruframleiðslu. Þegar kemur að grunnþörfum eins og orku og fæðu getur hinsvegar verið óþægilegt að vera algerlega háður öðrum ríkjum varðandi lífsnauðsynjar. Með jarðhitavæðingu hér á landi stigu Íslendingar risastórt skref í orkuöryggismálum þó að það hafi stundum gleymst, enda eiga jákvæð efnahags- og umhverfisháhrif jafnan sviðsljósið. Ef Ísland væri olíukynt, eins og algengt var fyrir nokkrum áratugum, þyrfti mögulega um 25 þúsund olíutunnur á dag til að anna húshitun á Íslandi. Slík staða væri hálf óhugnanleg í ljósi þeirra átaka sem nú eru í gangi í heiminum. Tökum næstu skref Íslendingar eru óþægilega háðir olíu í vegasamgöngum enda er olía í vegasamgöngum í raun blóðið í æðakerfi hagkerfisins. Án innflutnings á olíu myndi þjóðfélagið nánast lamast á örfáum mánuðum. Nú eru að skapast forsendur til að klára orkuöryggismál þjóðarinnar að miklu leyti með orkuskiptum vegasamgangna. Vegferðin er hafin og nú er þjóðin ekki lengur 100% háð innfluttri olíu í vegasamgöngum. Nú þegar eru um 13% fólksbifreiða í umferð á Íslandi knúnar innlendri orku að hluta eða öllu leyti og undanfarna mánuði hafa fólksbifreiðar með innstungu verið um og yfir 70% af nýskráðum fólksbílum. Þó að langstærsti hluti bifreiða á götum landsins sé enn keyrður á innfluttri olíu, þá eru nýorkubílar farnir að leggja örlítið af mörkum við orku- og þjóðaröryggi landsins. Gróflega má áætla að nýorkufólksbílar á götum landsins í dag séu að minnka olíuinnflutning landsins um 20 milljón lítra á ári eða rúmlega 300 tunnur á dag. Þetta er þó ekki allt, því að um 600 sendibifreiðar ganga nú á innlendri orku, auk um 30 hópbifreiða. Nú þarf að sýna djörfung og hraða þessum jákvæðu umskiptum. Hættum að nýskrá glænýja bensín- og dísilbíla og hröðum orkuskiptavegferðinni þegar kemur að atvinnubílum. Fleiri leiðir Enn fleiri skynsamlegar leiðir finnast líka, til að draga úr innflutningi á olíu og auka þannig þjóðaröryggi landsins. Breyttar ferðavenjur er eitthvað sem allir geta tileinkað sér og snúast ekki bara um að losa sig algerlega við einkabílinn heldur tileinka sér bílminni lífsstíl. Heimavinna, sam- og sparakstur og almenningssamgöngur geta t.d. skilað miklum árangri auk þess sem rafhjól og rafskútur eru að verða sífellt áhugaverðari kostur þegar að kemur að fækkun bílferða. Einn dagur á viku sem afgreiddur er með heimavinnu, hjólreiðum, samakstri eða almenningssamgöngum getur minnkað olíunotkun og þar með olíukostnað heimilis um 15%. Vissulega henta þessir kostir ekki öllum, en örugglega nógu mörgum til að hægt sé að minnka olíunotkun umtalsvert og færa okkur enn nær fullkomnu orkuöryggi sem ætti að vera innan seilingar á næstu áratugum. Höfundur er sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Bensín og olía Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Því miður þarf oft alvöru átök til að vekja fólk þegar kemur að orkuöryggismálum þjóða. Sagan hefur samt margoft sýnt okkur að jarðefnaeldsneyti er ekki alltaf friðsælasta orkan sem völ er á. Hvað olíu varðar er ástæðan ósköp einföld, öll ríki þurfa olíu en aðeins örfá ríki framleiða olíu. Þetta eitt og sér skapar valdaójafnvægi sem oft hefur valdið titringi á alþjóðasviðinu. Alþjóðaviðskipti eru alls ekki slæm, heldur eru þau í raun frábær leið til að stuðla að auknum gæðum og meiri hagkvæmni í vöruframleiðslu. Þegar kemur að grunnþörfum eins og orku og fæðu getur hinsvegar verið óþægilegt að vera algerlega háður öðrum ríkjum varðandi lífsnauðsynjar. Með jarðhitavæðingu hér á landi stigu Íslendingar risastórt skref í orkuöryggismálum þó að það hafi stundum gleymst, enda eiga jákvæð efnahags- og umhverfisháhrif jafnan sviðsljósið. Ef Ísland væri olíukynt, eins og algengt var fyrir nokkrum áratugum, þyrfti mögulega um 25 þúsund olíutunnur á dag til að anna húshitun á Íslandi. Slík staða væri hálf óhugnanleg í ljósi þeirra átaka sem nú eru í gangi í heiminum. Tökum næstu skref Íslendingar eru óþægilega háðir olíu í vegasamgöngum enda er olía í vegasamgöngum í raun blóðið í æðakerfi hagkerfisins. Án innflutnings á olíu myndi þjóðfélagið nánast lamast á örfáum mánuðum. Nú eru að skapast forsendur til að klára orkuöryggismál þjóðarinnar að miklu leyti með orkuskiptum vegasamgangna. Vegferðin er hafin og nú er þjóðin ekki lengur 100% háð innfluttri olíu í vegasamgöngum. Nú þegar eru um 13% fólksbifreiða í umferð á Íslandi knúnar innlendri orku að hluta eða öllu leyti og undanfarna mánuði hafa fólksbifreiðar með innstungu verið um og yfir 70% af nýskráðum fólksbílum. Þó að langstærsti hluti bifreiða á götum landsins sé enn keyrður á innfluttri olíu, þá eru nýorkubílar farnir að leggja örlítið af mörkum við orku- og þjóðaröryggi landsins. Gróflega má áætla að nýorkufólksbílar á götum landsins í dag séu að minnka olíuinnflutning landsins um 20 milljón lítra á ári eða rúmlega 300 tunnur á dag. Þetta er þó ekki allt, því að um 600 sendibifreiðar ganga nú á innlendri orku, auk um 30 hópbifreiða. Nú þarf að sýna djörfung og hraða þessum jákvæðu umskiptum. Hættum að nýskrá glænýja bensín- og dísilbíla og hröðum orkuskiptavegferðinni þegar kemur að atvinnubílum. Fleiri leiðir Enn fleiri skynsamlegar leiðir finnast líka, til að draga úr innflutningi á olíu og auka þannig þjóðaröryggi landsins. Breyttar ferðavenjur er eitthvað sem allir geta tileinkað sér og snúast ekki bara um að losa sig algerlega við einkabílinn heldur tileinka sér bílminni lífsstíl. Heimavinna, sam- og sparakstur og almenningssamgöngur geta t.d. skilað miklum árangri auk þess sem rafhjól og rafskútur eru að verða sífellt áhugaverðari kostur þegar að kemur að fækkun bílferða. Einn dagur á viku sem afgreiddur er með heimavinnu, hjólreiðum, samakstri eða almenningssamgöngum getur minnkað olíunotkun og þar með olíukostnað heimilis um 15%. Vissulega henta þessir kostir ekki öllum, en örugglega nógu mörgum til að hægt sé að minnka olíunotkun umtalsvert og færa okkur enn nær fullkomnu orkuöryggi sem ætti að vera innan seilingar á næstu áratugum. Höfundur er sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun