Engar lóðir í Hafnarfirði? Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 12. mars 2022 10:31 Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði og alþingismaður, fullyrti í umræðum á Alþingi, að engar nýjar byggingalóðir væru til í Hafnarfirði. Þetta er uppskera Framsóknarflokksins í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn við stjórn bæjarins í lok kjörtímabils. Hafnarfjörður hefur engar nýjar byggingalóðir að bjóða. Þetta er þó í algjörri andstöðu við málflutning meirihlutans síðustu misseri, að bjart sé framundan í Hafnarfirði í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, nóg af lóðum. Nú kveður skyndilega við allt annan tón. Útlitið hjá meirihlutanum er hætt að vera bjart. Það er orðið kolsvart. Engar nýjar lóðir til í Hafnarfirði samkvæmt yfirlýsingu bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Staðan í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði er alvarleg, en íbúum fækkaði á kjörtímabilinu í fyrsta skiptið í 80 ár og er íbúaþróunin langt undir áætlunum. Þetta gerist í góðæri og meðan íbúum í nágrannasveitarfélögunum fjölgar hratt. Einnig sýnir húsnæðisáætlun Hafnarfjarðarbæjar að aðeins er gert ráð fyrir um 150 nýjum íbúðum á árinu sem mætir engan veginn uppsafnaðri þörf eftir húsnæði. Að fullyrða nú að engar nýjar lóðir séu í boði tveimur mánuðum fyrir kosningar opinberar uppgjöf og ráðleysi meirihluta Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks, algjöran skort á framtíðarsýn og táknrænt um þreytuna sem hefur ríkt við stjórn bæjarins á kjörtímabilinu. Og bitnar á fólkinu og annarri uppbyggingu í bænum. Svo rýkur íbúðaverð upp, verðbólgan eykst og vextir hækka og það verður æ erfiðara fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur að fjárfesta í húsnæði. Þegar við jafnaðarmenn tökum við stjórn bæjarins, þá munum við setja allt í gang og tryggja að svo verði hjá verktökum varðandi lóðaúthlutanir og uppbyggingu íbúða, t.d. í Vatnshlíð, á Slippsvæði og við Óseyrarbraut, Hraun-vestur og víðar. Það þarf að byggja upp, tími endalausra vangaveltna og áforma er liðinn; nú er komið að því að sjá verkin tala. Jafnaðarmenn við stjórn bæjarins eftir kosningarnar í vor munu tryggja að svo verði. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stefán Már Gunnlaugsson Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði og alþingismaður, fullyrti í umræðum á Alþingi, að engar nýjar byggingalóðir væru til í Hafnarfirði. Þetta er uppskera Framsóknarflokksins í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn við stjórn bæjarins í lok kjörtímabils. Hafnarfjörður hefur engar nýjar byggingalóðir að bjóða. Þetta er þó í algjörri andstöðu við málflutning meirihlutans síðustu misseri, að bjart sé framundan í Hafnarfirði í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, nóg af lóðum. Nú kveður skyndilega við allt annan tón. Útlitið hjá meirihlutanum er hætt að vera bjart. Það er orðið kolsvart. Engar nýjar lóðir til í Hafnarfirði samkvæmt yfirlýsingu bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Staðan í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði er alvarleg, en íbúum fækkaði á kjörtímabilinu í fyrsta skiptið í 80 ár og er íbúaþróunin langt undir áætlunum. Þetta gerist í góðæri og meðan íbúum í nágrannasveitarfélögunum fjölgar hratt. Einnig sýnir húsnæðisáætlun Hafnarfjarðarbæjar að aðeins er gert ráð fyrir um 150 nýjum íbúðum á árinu sem mætir engan veginn uppsafnaðri þörf eftir húsnæði. Að fullyrða nú að engar nýjar lóðir séu í boði tveimur mánuðum fyrir kosningar opinberar uppgjöf og ráðleysi meirihluta Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks, algjöran skort á framtíðarsýn og táknrænt um þreytuna sem hefur ríkt við stjórn bæjarins á kjörtímabilinu. Og bitnar á fólkinu og annarri uppbyggingu í bænum. Svo rýkur íbúðaverð upp, verðbólgan eykst og vextir hækka og það verður æ erfiðara fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur að fjárfesta í húsnæði. Þegar við jafnaðarmenn tökum við stjórn bæjarins, þá munum við setja allt í gang og tryggja að svo verði hjá verktökum varðandi lóðaúthlutanir og uppbyggingu íbúða, t.d. í Vatnshlíð, á Slippsvæði og við Óseyrarbraut, Hraun-vestur og víðar. Það þarf að byggja upp, tími endalausra vangaveltna og áforma er liðinn; nú er komið að því að sjá verkin tala. Jafnaðarmenn við stjórn bæjarins eftir kosningarnar í vor munu tryggja að svo verði. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar