Það skýrist í kvöld hver mun keppa fyrir Íslands hönd í Torino í maí en úrslit keppninnar fara fram í Söngvakeppnishöllinni á Gufunesi og verður sýnd í beinni á RÚV.
Dómnefndin er skipuð sjö einstaklingum víðsvegar af úr Evrópu og hefur hún helmingsvægi gagnvart símakosningu almennings í fyrri kosningu kvöldsins en þaðan fara tvö lög í gegn í einvígi og keppa um sætið í Eurovision.
Lögin tvö sem komast áfram halda sínum atkvæðum úr fyrri kosningunni en eftir einvígið verður aftur hægt að greiða atkvæði með símakosningu.
Daði Freyr fór fyrir hönd Íslands í Eurovision í fyrra og situr hann nú í dómnefndinni. Sænski söngvarinn Tusse verður þar sömuleiðis ásamt tónlistarkonunum Ragnheiði Gröndal og Sóley Stefánsdóttir.
Hinir þrír dómnefnarmeðlimirnir eru Barry Van Corneval, hollenskur tónleikahaldari Eurovision in concert, Stig Karlsen, yfirframleiðandi hjá norska Ríkisútvarpinu, og Heidi Välkkilä, markaðsstjóri hjá finnska Ríkisútvarpinu.