Að nota Úkraínu sem stökkpall Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 14. mars 2022 09:31 Réttilega hefur innrás rússneska hersins í Úkraínu átt sviðsljósið í fjölmiðlum undanfarnar vikur enda er langt um liðið síðan viðlíka hörmungar hafa átt sér stað í Evrópu. En formaður Félagsins Íslands-Palestínu ákvað nýlega að færa athyglina frá Úkraínu og að sínu helsta hugðarefni. Í opnu bréfi til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra ber hann saman innrás Pútíns í Úkraínu við meint mannréttindabrot Ísraels gegn Palestínumönnum. Ég vil einungis tjá mig stuttlega um þetta mál því ég tel að nú eigi íbúar Úkraínu fyrst og fremst athygli okkar skilið. En bréfið er engu að síður þess eðlis að það krefst leiðréttingar. Ef Pútín á sér einhverja hliðstæðu í Mið-Austurlöndum þá er það ekki Ísrael, heldur eru það yfir tveir tugir hryðjuverkasamtaka sem hafa það að yfirlýstu markmiði að útrýma Ísrael, rétt eins og Pútín ætlar sér nú að þurrka út Úkraínu. Ef leiðtogar Palestínumanna samsömuðu sig með Úkraínumönnum mætti gera ráð fyrir að þeir lýstu yfir stuðningi við þá. Hins vegar hafa palestínsk yfirvöld verið algjörlega þögul um innrásina í Úkraínu. Þegar betur er að gáð er það lítil furða því bæði Palestína og Rússland eiga aðild að nýstofnuðum hagsmunasamtökum fasistaríkja sem hafa stillt sér upp á móti Vesturlöndum. Ísraelsher hefur ekki stundað það að drepa vopnlausa mótmælendur líkt og fullyrt er í bréfinu. Langflestir þeirra sem féllu í umræddum átökum voru hryðjuverkamenn, meðal annars vopnaðir eldsprengjum, sveðjum og vírklippum. Ísrael hefur auk þess ekki rænt palestínsku landi. Frá 1948 til 1995 var landsvæðið í heild sinni yfirráðasvæði Ísraels samkvæmt alþjóðalögum, en á tímabili voru hlutar Ísraels ólöglega hernumdir af Jórdönum og Egyptum líkt og Pútín hefur undanfarin átta ár hernumið hluta Úkraínu. Ísraelsk yfirvöld afsöluðu sér eigin svæðum árið 1995 sem urðu þá að palestínskum sjálfstjórnarsvæðum. Skömmu síðar kusu Palestínumenn yfir sig hryðjuverkasamtök sem hafa upp frá því beitt þá miklu harðræði. Mahmoud Abbas, forseti Palestínsku heimastjórnarinnar, hefur setið í embætti sínu í sautján ár þrátt fyrir að hafa aðeins verið kosinn til fjögurra ára. Jafnframt viðhefur Ísrael ekki aðskilnaðarstefnu gegn Palestínumönnum. Verndarveggir og girðingar á ákveðnum svæðum í Ísrael eru einungis nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir. Það er vissulega jákvætt að formaður Íslands-Palestínu – gamall kommúnisti og herstöðvaandstæðingur – taki afstöðu gegn Pútín. En bréf hans er að öðru leyti ekki í samræmi við staðreyndir og auk þess dregur hann upp samanburð með algjörlega öfugum formerkjum. Að lokum má spyrja hvort það sé ekki frekar óviðeigandi að hann notfæri sér neyð Úkraínumanna sem stökkpall út í algjörlega óskylt málefni. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Réttilega hefur innrás rússneska hersins í Úkraínu átt sviðsljósið í fjölmiðlum undanfarnar vikur enda er langt um liðið síðan viðlíka hörmungar hafa átt sér stað í Evrópu. En formaður Félagsins Íslands-Palestínu ákvað nýlega að færa athyglina frá Úkraínu og að sínu helsta hugðarefni. Í opnu bréfi til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra ber hann saman innrás Pútíns í Úkraínu við meint mannréttindabrot Ísraels gegn Palestínumönnum. Ég vil einungis tjá mig stuttlega um þetta mál því ég tel að nú eigi íbúar Úkraínu fyrst og fremst athygli okkar skilið. En bréfið er engu að síður þess eðlis að það krefst leiðréttingar. Ef Pútín á sér einhverja hliðstæðu í Mið-Austurlöndum þá er það ekki Ísrael, heldur eru það yfir tveir tugir hryðjuverkasamtaka sem hafa það að yfirlýstu markmiði að útrýma Ísrael, rétt eins og Pútín ætlar sér nú að þurrka út Úkraínu. Ef leiðtogar Palestínumanna samsömuðu sig með Úkraínumönnum mætti gera ráð fyrir að þeir lýstu yfir stuðningi við þá. Hins vegar hafa palestínsk yfirvöld verið algjörlega þögul um innrásina í Úkraínu. Þegar betur er að gáð er það lítil furða því bæði Palestína og Rússland eiga aðild að nýstofnuðum hagsmunasamtökum fasistaríkja sem hafa stillt sér upp á móti Vesturlöndum. Ísraelsher hefur ekki stundað það að drepa vopnlausa mótmælendur líkt og fullyrt er í bréfinu. Langflestir þeirra sem féllu í umræddum átökum voru hryðjuverkamenn, meðal annars vopnaðir eldsprengjum, sveðjum og vírklippum. Ísrael hefur auk þess ekki rænt palestínsku landi. Frá 1948 til 1995 var landsvæðið í heild sinni yfirráðasvæði Ísraels samkvæmt alþjóðalögum, en á tímabili voru hlutar Ísraels ólöglega hernumdir af Jórdönum og Egyptum líkt og Pútín hefur undanfarin átta ár hernumið hluta Úkraínu. Ísraelsk yfirvöld afsöluðu sér eigin svæðum árið 1995 sem urðu þá að palestínskum sjálfstjórnarsvæðum. Skömmu síðar kusu Palestínumenn yfir sig hryðjuverkasamtök sem hafa upp frá því beitt þá miklu harðræði. Mahmoud Abbas, forseti Palestínsku heimastjórnarinnar, hefur setið í embætti sínu í sautján ár þrátt fyrir að hafa aðeins verið kosinn til fjögurra ára. Jafnframt viðhefur Ísrael ekki aðskilnaðarstefnu gegn Palestínumönnum. Verndarveggir og girðingar á ákveðnum svæðum í Ísrael eru einungis nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir. Það er vissulega jákvætt að formaður Íslands-Palestínu – gamall kommúnisti og herstöðvaandstæðingur – taki afstöðu gegn Pútín. En bréf hans er að öðru leyti ekki í samræmi við staðreyndir og auk þess dregur hann upp samanburð með algjörlega öfugum formerkjum. Að lokum má spyrja hvort það sé ekki frekar óviðeigandi að hann notfæri sér neyð Úkraínumanna sem stökkpall út í algjörlega óskylt málefni. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun