Reykvíkingar fara sjálfir með ruslið í aftakaveðri Snorri Másson skrifar 14. mars 2022 23:08 Fjölmargir hafa lagt leið sína í Sorpu síðustu daga. Stöð 2 Sorphirða í Reykjavík er í sögulegum ólestri - pappír og plasttunnur hafa flestar ekki verið tæmdar í tæpar sjö vikur. Skýringin: Röð óheppilegra atvika. Það talar enginn um sorphirðu þegar hún gengur vel. En nú eru allir að tala um hana, af því að hún gengur illa. Fréttastofa kannaði málið í dag og ræddi við fólk í greininni. Fólk sem hefur verið viðriðið sorphirðu í á fjórða áratug kvaðst aldrei hafa séð það svartara. „Það er allt búið að vera í rusli,“ segir Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur. Hvað veldur? Það er ekki eitt; það er allt. Fyrst, óeðlileg snjókoma í febrúar sem stíflaði allt. Síðan hneppti veiran þriðjung starfsliðs sorphirðunnar í einangrun. Og vegna takmarkaðrar sorphirðu hefur fólk leitað með plast og pappa í grenndargáma. En grenndargámar eru tæmdir niður á við ofan í ruslabíla - það er ómögulegt í aftakaveðrinu núna. „Þegar þetta gerðist svona á sama tíma gerðist það að við þurftum að leggja niður hirðu á grænum og bláum ílátum í þrjár vikur til að halda almenna sorpinu á sorphirðudagatali. Okkur fannst það mikilvægara,“ segir Valur, sem bendir á að svörtu tunnurnar hafi allar verið tæmdar. Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur, segir undanfarnar vikur hafa tekið mikið á starfsliðið. En bráðum kemur betri tíð.Vísir Og hvað eiga almennir borgarar að gera? „Það er hægt að fara með þetta á grenndarstöðvar. Þegar þær eru fullar biðjum við fólk að skilja þetta ekki eftir fyrir utan gámana, það er mikið búið að vera að fjúka í dag í þessu, eða þá að fólk fari bara með þetta á Sorpu sjálft,“ segir Valur. Fréttastofa ræddi einmitt við nokkra samviskusama borgara sem voru að fara með ruslið sjálfir á Sorpu. Það var ekki tekið út með sældinni í storminum sem geisaði, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það er lán í óláni að yfirgengilegri rigningu fylgja leysingar miklar. Á næstu tveimur eða þremur vikum á allt að vera komið í lag. Að óbreyttu. Reykjavík Sorpa Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Það talar enginn um sorphirðu þegar hún gengur vel. En nú eru allir að tala um hana, af því að hún gengur illa. Fréttastofa kannaði málið í dag og ræddi við fólk í greininni. Fólk sem hefur verið viðriðið sorphirðu í á fjórða áratug kvaðst aldrei hafa séð það svartara. „Það er allt búið að vera í rusli,“ segir Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur. Hvað veldur? Það er ekki eitt; það er allt. Fyrst, óeðlileg snjókoma í febrúar sem stíflaði allt. Síðan hneppti veiran þriðjung starfsliðs sorphirðunnar í einangrun. Og vegna takmarkaðrar sorphirðu hefur fólk leitað með plast og pappa í grenndargáma. En grenndargámar eru tæmdir niður á við ofan í ruslabíla - það er ómögulegt í aftakaveðrinu núna. „Þegar þetta gerðist svona á sama tíma gerðist það að við þurftum að leggja niður hirðu á grænum og bláum ílátum í þrjár vikur til að halda almenna sorpinu á sorphirðudagatali. Okkur fannst það mikilvægara,“ segir Valur, sem bendir á að svörtu tunnurnar hafi allar verið tæmdar. Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur, segir undanfarnar vikur hafa tekið mikið á starfsliðið. En bráðum kemur betri tíð.Vísir Og hvað eiga almennir borgarar að gera? „Það er hægt að fara með þetta á grenndarstöðvar. Þegar þær eru fullar biðjum við fólk að skilja þetta ekki eftir fyrir utan gámana, það er mikið búið að vera að fjúka í dag í þessu, eða þá að fólk fari bara með þetta á Sorpu sjálft,“ segir Valur. Fréttastofa ræddi einmitt við nokkra samviskusama borgara sem voru að fara með ruslið sjálfir á Sorpu. Það var ekki tekið út með sældinni í storminum sem geisaði, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það er lán í óláni að yfirgengilegri rigningu fylgja leysingar miklar. Á næstu tveimur eða þremur vikum á allt að vera komið í lag. Að óbreyttu.
Reykjavík Sorpa Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira