Hala inn milljónum: Auglýsingin sem smeygir sér fram hjá nýjum lögum Snorri Másson skrifar 15. mars 2022 23:01 Svens var stofnað árið 2020 og verslanirnar eru þegar orðnar níu á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Nýtt frumvarp Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra tekur fyrir auglýsingar á nikótínvörum - en ekki á nikótínverslunum. Og þar sem er vilji er vegur. Í Söngvakeppni Sjónvarpsins mátti sjá auglýsingar frá nikótínvöruversluninni Svens, þar sem ekkert var þó minnst á nikótínvörur. Bara vörumerki verslunarinnar sjálfrar. Enda þótt nýtt frumvarp gangi í gegn, verða slíkar almennar auglýsingar áfram leyfilegar. Nýverið var greint frá efni frumvarpsins, sem ætlað er að draga úr notkun ungmenna á nikótínvörum. Ávaxta- og nammibragð verður bannað. Það eru Ungir sjálfstæðismenn óánægðir með og hafa gefið til kynna bragðleysi flokksins sem knýr nú á um bragðleysi púðanna, Framsóknarflokksins. Í kvöld mælir heilbrigðisráðherra fyrir því að banna níkótínpúða með bragðefnum. Það er ekki hlutverk ríkisins að stýra neysluhegðun frjálsra einstaklinga. Alveg eins og ríkið bannar þér ekki að borða 30 Snickers stykki á dag, þó að það teljist óskynsamlegt. pic.twitter.com/dCwnw6Ygu1— Ungir sjálfstæðism. (@ungirxd) March 14, 2022 Um leið á að banna auglýsingar nikótínvara. „Þetta er skrýtið. Svona eru reglurnar, virðist vera, það má auglýsa útsölustaðinn og vörumerkið, en ekki vöruna sjálfa,“ segir Guðmundur H. Pálsson, formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa, í samtali við fréttastofu. Auglýsendur telja bann við auglýsingum vörunnar ekki koma í veg fyrir að hún komi neytendum fyrir sjónir, enda flæðir allt í auglýsingum frá framleiðendum nikótínpúða á samfélagsmiðlum og í erlendum miðlum. Svens var stofnað árið 2020 og verslanirnar eru þegar orðnar níu á höfuðborgarsvæðinu.Vísir „Þá geta þeir auglýst sínar vörur með ýmsum leiðum en íslenskir fjölmiðlar geta ekki birt þessar vörur í sínum miðlum - og þar af leiðandi hallar kannski bara á íslenska fjölmiðla,“ segir Guðmundur. Ef frumvarpið er mikið högg fyrir Svens ætti fyrirtækið að eiga sjóði til að ráða við það - vöxturinn hefur verið ævintýralegur á tveimur árum og það sér ekki fyrir endann á honum. 32% Íslendinga átján ára og eldri nota nikótínvörur án tóbaks. Áfengi og tóbak Fíkn Heilbrigðismál Auglýsinga- og markaðsmál Verslun Nikótínpúðar Tengdar fréttir Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18 Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. 10. mars 2022 22:01 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Í Söngvakeppni Sjónvarpsins mátti sjá auglýsingar frá nikótínvöruversluninni Svens, þar sem ekkert var þó minnst á nikótínvörur. Bara vörumerki verslunarinnar sjálfrar. Enda þótt nýtt frumvarp gangi í gegn, verða slíkar almennar auglýsingar áfram leyfilegar. Nýverið var greint frá efni frumvarpsins, sem ætlað er að draga úr notkun ungmenna á nikótínvörum. Ávaxta- og nammibragð verður bannað. Það eru Ungir sjálfstæðismenn óánægðir með og hafa gefið til kynna bragðleysi flokksins sem knýr nú á um bragðleysi púðanna, Framsóknarflokksins. Í kvöld mælir heilbrigðisráðherra fyrir því að banna níkótínpúða með bragðefnum. Það er ekki hlutverk ríkisins að stýra neysluhegðun frjálsra einstaklinga. Alveg eins og ríkið bannar þér ekki að borða 30 Snickers stykki á dag, þó að það teljist óskynsamlegt. pic.twitter.com/dCwnw6Ygu1— Ungir sjálfstæðism. (@ungirxd) March 14, 2022 Um leið á að banna auglýsingar nikótínvara. „Þetta er skrýtið. Svona eru reglurnar, virðist vera, það má auglýsa útsölustaðinn og vörumerkið, en ekki vöruna sjálfa,“ segir Guðmundur H. Pálsson, formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa, í samtali við fréttastofu. Auglýsendur telja bann við auglýsingum vörunnar ekki koma í veg fyrir að hún komi neytendum fyrir sjónir, enda flæðir allt í auglýsingum frá framleiðendum nikótínpúða á samfélagsmiðlum og í erlendum miðlum. Svens var stofnað árið 2020 og verslanirnar eru þegar orðnar níu á höfuðborgarsvæðinu.Vísir „Þá geta þeir auglýst sínar vörur með ýmsum leiðum en íslenskir fjölmiðlar geta ekki birt þessar vörur í sínum miðlum - og þar af leiðandi hallar kannski bara á íslenska fjölmiðla,“ segir Guðmundur. Ef frumvarpið er mikið högg fyrir Svens ætti fyrirtækið að eiga sjóði til að ráða við það - vöxturinn hefur verið ævintýralegur á tveimur árum og það sér ekki fyrir endann á honum. 32% Íslendinga átján ára og eldri nota nikótínvörur án tóbaks.
Áfengi og tóbak Fíkn Heilbrigðismál Auglýsinga- og markaðsmál Verslun Nikótínpúðar Tengdar fréttir Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18 Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. 10. mars 2022 22:01 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18
Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. 10. mars 2022 22:01