Ótrúlegt að risastór alda hafi ekki valdið skemmdum á Granda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. mars 2022 15:29 Skjáskot af öldunni skella á húsinu. Snark Telja má magnað að glerið hafi ekki brotnað og engar skemmdir orðið þegar afar stór alda skall á framhlið húsnæðis framleiðslufyrirtækisins Snark á Granda í nótt. Tveir bílar sluppu líka við skemmdir þó annar hafi færst til á bílastæðinu. Veðrið var ekki kræsilegt á suðvesturhorni landsins í gær og inn í nóttina. Þrumur og eldingar vöktu athygli landsmanna á sama tíma og það blés ansi hreint hressilega. pic.twitter.com/2Z528dUSYr— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) March 15, 2022 Starfsmenn Snark á Fiskislóð sváfu þó á sínu græna eyra þegar öldugangurinn var hvað mestur á skrifstofu þeirra klukkan fimm í nótt. Þegar þeir mættu til vinnu í morgun sáu þeir að bíll hafði færst úr stað og ráku svo upp stór augu þegar þeir skoðuðu upptöku úr öryggismyndavél. Það var nóg af verkefnum fyrir starfsmenn Faxaflóahafna í morgun að hreinsa til eftir nóttina.Snark „Þetta er algjör bilun,“ segir Eilífur Örn Þrastarson leikstjóri hjá Snark. Glugginn sem fékk að finna fyrir ölduganginum í nótt snýr í norðvestur, með útsýni yfir Snæfellsnes og Akranes. Eilífur giskar á að varnargarðurinn sé í um tíu metra fjarlægð frá húsnæðinu. Húsnæðið er merkt með rauðu nærri Örfirisey.Já.is Þar fyrir innan hafi Faxaflóahafnir komið fyrir gulum steypuvarnarklumpum sem þjóni þeim tilgangi að koma í veg fyrir að litlir hnullungar, sem enginn skilur hvaða tilgangi þjóni, hafni ekki á skrifstofuhúsnæðinu í slæmu veðri. Annar bíllinn færðist til, steypuklumparnir sömuleiðis og litlir hnullungar liggja úti um allt.Snark „Þegar stórar öldur koma þá fara þeir yfir á bílastæðin hjá okkur,“ segir Eilífur. Faxaflóahafnir hafi einmitt sent starfsmann í morgun til að hreinsa upp þessa hnullunga og annað drasl. Þeir hafi velt því upp við Faxaflóahafnir hvort ekki væri best að fjarlægja þá alveg. Lausnin hafi verið að setja þessa gulu steypuvarnarklumpa upp fyrir innan varnargarðinn. Ákvörðun sem fleiri í skrifstofuhúsnæðinu klóri sér í kollinum yfir. Varnargarður er við sjóinn, göngustígur þar fyrir innan, svo koma gulu steypuklumparnir og þar fyrir innan bílastæðið við Fiskislóð 31.Snark Snark hefur verið í húsnæðinu í fimm til sex ár. Mögulega séu þetta stærstu öldurnar sem skollið hafi á húsinu á þeim tíma, en þeir geti ekki vitað það fyrir víst. Enda ekki fastur liður hjá þeim að skoða upptökur úr eftirlitsmyndakerfinu eftir óveðursnætur. Að neðan má sjá þegar ein aldan skellur á skrifstofuhúsnæðinu við Fiskislóð 31. Veður Reykjavík Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Veðrið var ekki kræsilegt á suðvesturhorni landsins í gær og inn í nóttina. Þrumur og eldingar vöktu athygli landsmanna á sama tíma og það blés ansi hreint hressilega. pic.twitter.com/2Z528dUSYr— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) March 15, 2022 Starfsmenn Snark á Fiskislóð sváfu þó á sínu græna eyra þegar öldugangurinn var hvað mestur á skrifstofu þeirra klukkan fimm í nótt. Þegar þeir mættu til vinnu í morgun sáu þeir að bíll hafði færst úr stað og ráku svo upp stór augu þegar þeir skoðuðu upptöku úr öryggismyndavél. Það var nóg af verkefnum fyrir starfsmenn Faxaflóahafna í morgun að hreinsa til eftir nóttina.Snark „Þetta er algjör bilun,“ segir Eilífur Örn Þrastarson leikstjóri hjá Snark. Glugginn sem fékk að finna fyrir ölduganginum í nótt snýr í norðvestur, með útsýni yfir Snæfellsnes og Akranes. Eilífur giskar á að varnargarðurinn sé í um tíu metra fjarlægð frá húsnæðinu. Húsnæðið er merkt með rauðu nærri Örfirisey.Já.is Þar fyrir innan hafi Faxaflóahafnir komið fyrir gulum steypuvarnarklumpum sem þjóni þeim tilgangi að koma í veg fyrir að litlir hnullungar, sem enginn skilur hvaða tilgangi þjóni, hafni ekki á skrifstofuhúsnæðinu í slæmu veðri. Annar bíllinn færðist til, steypuklumparnir sömuleiðis og litlir hnullungar liggja úti um allt.Snark „Þegar stórar öldur koma þá fara þeir yfir á bílastæðin hjá okkur,“ segir Eilífur. Faxaflóahafnir hafi einmitt sent starfsmann í morgun til að hreinsa upp þessa hnullunga og annað drasl. Þeir hafi velt því upp við Faxaflóahafnir hvort ekki væri best að fjarlægja þá alveg. Lausnin hafi verið að setja þessa gulu steypuvarnarklumpa upp fyrir innan varnargarðinn. Ákvörðun sem fleiri í skrifstofuhúsnæðinu klóri sér í kollinum yfir. Varnargarður er við sjóinn, göngustígur þar fyrir innan, svo koma gulu steypuklumparnir og þar fyrir innan bílastæðið við Fiskislóð 31.Snark Snark hefur verið í húsnæðinu í fimm til sex ár. Mögulega séu þetta stærstu öldurnar sem skollið hafi á húsinu á þeim tíma, en þeir geti ekki vitað það fyrir víst. Enda ekki fastur liður hjá þeim að skoða upptökur úr eftirlitsmyndakerfinu eftir óveðursnætur. Að neðan má sjá þegar ein aldan skellur á skrifstofuhúsnæðinu við Fiskislóð 31.
Veður Reykjavík Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira