Lét tilleiðast og tók umdeilt frumvarp af dagskrá Snorri Másson og Árni Sæberg skrifa 15. mars 2022 20:30 Heilbrigðisráðherra tók í dag umdeilt frumvarp um réttindi sjúklinga af dagskrá þingsins eftir mikla gagnrýni um samráðsleysi við sjúklingana sem það hefði áhrif á. Hið umdeilda frumvarp snýst um skýrari heimildir heilbrigðisstarfsfólks á lokuðum geðheilbrigðisstofnunum, til dæmis, til að beita mjög róttækum inngripum á sjúklinga. Til dæmis nauðungarvistunum. Geðhjálp gagnrýndi frumvarpið harðlega í gær vegna þess að við vinnslu þess var ekki haft samráð við sjúklingana heldur bara heilbrigðisstarfsfólk. Frumvarpið væti til þess að bæta starfsaðstæður heilbrigðisstarfsfólks en ekki kjör sjúklinga. Frumvarpið eigi heima í endurvinnslu Gagnrýni þingmanna sneri að þessu sama atriði og var í raun og veru mjög hörð, alveg þangað til í dag þegar frumvarpið var skyndilega tekið af dagskrá þingsins. „Hvað veldur því að þetta mál, sem í gær var sagt að þyrfti vandlega umræðu hér á Alþingi, hvers vegna það er skyndilega með nokkurra mínútna fyrirvara tekið af dagskrá þingsins?“ spurði Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, á þingfundi í dag. „Ég skynjaði þann tón í gær að hæstvirtur heilbrigðisráðherra hafi eiginlega áttað sig á því að það var frumhlaup hjá honum að fara fram með málið þegar hann áttaði sig á því að honum bara ekkert endilega að gera það nákvæmlega eins og fyrrverandi hæstvirtur ráðherra, heldur hefði hann átt að nýta tækifærið til að tala við þá sem málið varðar sárlegast, sem eru sjúklingarnir sjálfir og hagsmunaaðilar þeirra. Ég ætla að þessu sinni að leyfa mér að hrósa hæstvirtum ráðherra og hvetja hann til að koma ekki með málið fyrrr en hann er tilbúinn með það,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Við eigum heimtingu á að vita hvort ráðherrann ætlaði að berja höfðinu við steininn og reyna að halda áfram að mæla fyrir máli sem best á heima uppi í ráðuneyti í endurvinnslu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Betra samráð muni leiða til betra frumvarps Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur nú ákveðið að setja á fót samráðshóp til að fjalla nánar um afstöðu notendahópa til málsins og mögulegar breytingar á frumvarpinu, að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. „Ég ætla bara að bregðast við því ákalli og kalla málið til baka í ráðuneytið og kalla að alla þá fjölmörgu aðila sem komu fram í umræðunni í gær til umræðu um þetta mál, í þeirri von um að við getum bætt úr því sem þar kemur fram og litið til annarra laga eins og hefur verið bent á,“ segir Willum. Finnst þér þú vera að éta eitthvað ofan í þig með það, hefðir þú viljað keyra þetta í gegn? „Nei, alls ekki. Ég auðvitað hlusta á stofnanir Alþingis, hlusta á umboðsmann Alþingis og bregst við þeim ábendingum sem koma þar fram og það er sjálfsagt mál að bregðast við þessu og fá fram aukið samráð og ég mun kalla til þess á mjög breiðum grunni,“ segir Willum. Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Loka lauginni vegna veðurs Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Hið umdeilda frumvarp snýst um skýrari heimildir heilbrigðisstarfsfólks á lokuðum geðheilbrigðisstofnunum, til dæmis, til að beita mjög róttækum inngripum á sjúklinga. Til dæmis nauðungarvistunum. Geðhjálp gagnrýndi frumvarpið harðlega í gær vegna þess að við vinnslu þess var ekki haft samráð við sjúklingana heldur bara heilbrigðisstarfsfólk. Frumvarpið væti til þess að bæta starfsaðstæður heilbrigðisstarfsfólks en ekki kjör sjúklinga. Frumvarpið eigi heima í endurvinnslu Gagnrýni þingmanna sneri að þessu sama atriði og var í raun og veru mjög hörð, alveg þangað til í dag þegar frumvarpið var skyndilega tekið af dagskrá þingsins. „Hvað veldur því að þetta mál, sem í gær var sagt að þyrfti vandlega umræðu hér á Alþingi, hvers vegna það er skyndilega með nokkurra mínútna fyrirvara tekið af dagskrá þingsins?“ spurði Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, á þingfundi í dag. „Ég skynjaði þann tón í gær að hæstvirtur heilbrigðisráðherra hafi eiginlega áttað sig á því að það var frumhlaup hjá honum að fara fram með málið þegar hann áttaði sig á því að honum bara ekkert endilega að gera það nákvæmlega eins og fyrrverandi hæstvirtur ráðherra, heldur hefði hann átt að nýta tækifærið til að tala við þá sem málið varðar sárlegast, sem eru sjúklingarnir sjálfir og hagsmunaaðilar þeirra. Ég ætla að þessu sinni að leyfa mér að hrósa hæstvirtum ráðherra og hvetja hann til að koma ekki með málið fyrrr en hann er tilbúinn með það,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Við eigum heimtingu á að vita hvort ráðherrann ætlaði að berja höfðinu við steininn og reyna að halda áfram að mæla fyrir máli sem best á heima uppi í ráðuneyti í endurvinnslu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Betra samráð muni leiða til betra frumvarps Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur nú ákveðið að setja á fót samráðshóp til að fjalla nánar um afstöðu notendahópa til málsins og mögulegar breytingar á frumvarpinu, að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. „Ég ætla bara að bregðast við því ákalli og kalla málið til baka í ráðuneytið og kalla að alla þá fjölmörgu aðila sem komu fram í umræðunni í gær til umræðu um þetta mál, í þeirri von um að við getum bætt úr því sem þar kemur fram og litið til annarra laga eins og hefur verið bent á,“ segir Willum. Finnst þér þú vera að éta eitthvað ofan í þig með það, hefðir þú viljað keyra þetta í gegn? „Nei, alls ekki. Ég auðvitað hlusta á stofnanir Alþingis, hlusta á umboðsmann Alþingis og bregst við þeim ábendingum sem koma þar fram og það er sjálfsagt mál að bregðast við þessu og fá fram aukið samráð og ég mun kalla til þess á mjög breiðum grunni,“ segir Willum.
Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Loka lauginni vegna veðurs Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira