Selenskí segir samningamenn eygja möguleika á málamiðlun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2022 06:21 Selenskí ávarpaði kanadíska þingið í gær. AP/The Canadian Press/Adrian Wyld Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir nú möguleika á málamiðlun eftir viðræður fulltrúa Úkraínu og Rússlands í gær. Ekkert lát er hins vegar á árásum Rússa og þá hafa fregnir borist af grimmilegum aftökum almennra borgara. „Fundarhöld halda áfram og mér hefur verið tjáð að afstaða aðila í viðræðunum sé nú þegar orðin raunhæfari. En það mun taka tíma fyrir ákvarðanirnar að verða Úkraínu í hag,“ sagði Selenskí í mynskeiði sem birt var snemma í morgun. Sagði hann friðarumleitanirnar krefjast þolinmæði. Aðalsamningamaður Úkraínu, Mykhailo Podolyak, sagði að ákveðinn grundvallaratriði stæðu enn útaf en það væri rúm fyrir málamiðlun. Annar aðstoðarmaður Selenskí, Ihor Zhovkva, sagði að viðræðurnar væru uppbyggilegri nú en áður og að Rússar hefðu mildast í afstöðu sini að því leyti að þeir töluðu ekki lengur um uppgjöf Úkraínu sem skilyrði fyrir friði. Viðræðurnar munu halda áfram í dag. Rússar viðhafa nú stanslausar árásir á Kænugarð og víðar en úkraínska varnarmálaráðuneytið segir ástandið enn verst í Maríupól, þar sem íbúar hafa verið án vatns og rafmagns í langan tíma. Þá hefur verið greint frá því að Rússar haldi hundruðum í gíslingu á spítala í borginni. Fregnir bárust einnig af því í gær að Rússar hefðu skotið að minnsta kosti tvo almenna borgara án nokkurar ástæðu; annar þeirra var með hendur á lofti og hinn stóð einn og grandalaus í nokkurri fjarlægð frá skriðdreka þegar skotið var á hann. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
„Fundarhöld halda áfram og mér hefur verið tjáð að afstaða aðila í viðræðunum sé nú þegar orðin raunhæfari. En það mun taka tíma fyrir ákvarðanirnar að verða Úkraínu í hag,“ sagði Selenskí í mynskeiði sem birt var snemma í morgun. Sagði hann friðarumleitanirnar krefjast þolinmæði. Aðalsamningamaður Úkraínu, Mykhailo Podolyak, sagði að ákveðinn grundvallaratriði stæðu enn útaf en það væri rúm fyrir málamiðlun. Annar aðstoðarmaður Selenskí, Ihor Zhovkva, sagði að viðræðurnar væru uppbyggilegri nú en áður og að Rússar hefðu mildast í afstöðu sini að því leyti að þeir töluðu ekki lengur um uppgjöf Úkraínu sem skilyrði fyrir friði. Viðræðurnar munu halda áfram í dag. Rússar viðhafa nú stanslausar árásir á Kænugarð og víðar en úkraínska varnarmálaráðuneytið segir ástandið enn verst í Maríupól, þar sem íbúar hafa verið án vatns og rafmagns í langan tíma. Þá hefur verið greint frá því að Rússar haldi hundruðum í gíslingu á spítala í borginni. Fregnir bárust einnig af því í gær að Rússar hefðu skotið að minnsta kosti tvo almenna borgara án nokkurar ástæðu; annar þeirra var með hendur á lofti og hinn stóð einn og grandalaus í nokkurri fjarlægð frá skriðdreka þegar skotið var á hann.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira