Griner er án efa ein besta körfuboltakona heims og margir hafa gagnrýnt áhugaleysið á hennar máli. Það er alveg ljóst að ef að einn besti leikmaður NBA-deildarinnar lenti í hennar stöðu þá myndi heyrast meira.
Imagine if Tom Brady were being held by Russian officials right now. https://t.co/peFT0ZAXVk
— Lindsay Crouse (@lindsaycrouse) March 9, 2022
Þeir hinir sömu vilja vekja athygli á stöðu Griner sem er líklega í fangelsi í Rússlandi þótt enginn viti nákvæmlega hvar hún sé.
„Hvernig getur bandarísk körfuboltastjarna bara horfið?“ er fyrirsögn á grein Holly Honderich fyrir vef breska ríkisútvarpsins. Þar fer hún einmitt yfir þetta mál og af hverju það heyrist ekki meira í fjölmiðlum um stöðu hennar.
US basketball star Brittney Griner is detained in Russiahttps://t.co/X1yZNMP3z0
— BBC News (World) (@BBCWorld) March 16, 2022
Það er samt augljóst að Rússar ætla að nota hana sem peð í pólitískri baráttu í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu.
Griner var handtekin á flugvelli fyrir utan Moskvu og Rússar saka hana um að flytja eiturlyf inn í landið. Efnið fannst í vökva sem hún notaði til að veipa. Hún á yfir höfði sér tíu ára fangelsi verði hún dæmd sek.
Hún var þarna komin til Rússlands til að spila fyrir UMMC Yekaterinburg í Euroleague eins og hún hefur gert frá árinu 2014 meðan WNBA-deildin er í fríi.
Free Brittney Griner. Say her name, because her freedom may depend upon it.https://t.co/yesfEZcY27
— The Nation (@thenation) March 15, 2022
Það eru einmitt þessir samningar í Evrópu sem eru að færa bestu körfuboltakonunum stærsta hlutann af launum sínum. WNBA-leikmennirnir fá allt að fimm sinnum betur borgað í Rússlandi en í WNBA.
Griner spilar með Phoenix Mercury í WNBA-deildinni og hún hefur unnið gull á Ólympíuleikunum með bandaríska landsliðinu.