Mál Brittney Griner

Ræðir veru sína í rússnesku fangelsi í nýrri bók
Körfuboltakonan Brittney Yvette Griner eyddi tíu mánuðum í rússnesku fangelsi fyrir litlar sakir. Hún er nú að gefa út bók þar sem hún fer yfir mánuðina tíu og það þegar henni var loks hleypt heim til Bandaríkjanna en í staðinn þurftu Bandaríkin að láta „Kaupmann dauðans“ af hendi.

Fyrsta troðsla Griner eftir fangelsisvistina í Rússlandi
Brittney Griner er farin að láta til sín taka í WNBA-deildinni í körfubolta eftir að þurfta að dúa í næstum því tíu mánuði í rússnesku fangelsi.

Spilaði sinn fyrsta leik eftir að hafa verið sleppt úr rússnesku fangelsi
Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner lék sinn fyrsta leik fyrir Phoenix Mercury eftir að hafa verið sleppt úr rússnesku fangelsi er liðið mætti Los Angeles Sparks í æfingaleik í nótt.

Skoðaði fjölskyldumyndir þegar hún var að missa vonina í rússneska fangelsinu
Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner sem dúsaði í fangelsi í Rússlandi í tíu mánuði ræddi upplifun sína á blaðamannafundi í gær.

Brittney Griner snýr aftur á körfuboltavöllinn eftir fangavistina í Rússlandi
Brittney Griner gekk um helgina frá eins árs samningi við Phoenix Mercury og mun því spila í WNBA-deildinni í körfubolta á komandi tímabili.

Griner þakkar Biden og stefnir á að spila á næstu leiktíð
Brittney Griner þakkaði Bandaríkjaforseta þegar hún tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega eftir að vera loks komin heim eftir tíu mánuði í rússnesku fangelsi. Þá stefnir hún á að spila með Phoenix Mercury í WNBA deildinni í körfubolta á næstu leiktíð.

„Sölumaður dauðans“ á erfitt með að lýsa tilfinningum sínum
Hinn alræmdi vopnasali Viktor Bout segir erfitt að lýsa tilfinningum sínum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum í gær. Bout, sem gengið hefur undir nafninu „Vopnasali dauðans, var sleppt í skiptum fyrir bandarísku körfuboltakonuna Brittney Griner.

Myndir af Brittney Griner að lenda í Bandaríkjunum
Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner er komin aftur til Bandaríkjanna eftir nærri tíu mánaða dvöl í rússnesku fangelsi.

Griner sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir alræmdan vopnasala
Bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner hefur verið sleppt úr fangelsi í Rússlandi. Það var gert í skiptum fyrir það vopnasalann alræmda Viktor Bout sem setið hefur í fangelsi í Bandaríkjunum yrði sleppt.

Rússar vongóðir um að fá „sölumann dauðans“ frá Bandaríkjunum
Rússar hafa viðurkennt í fyrsta sinn að viðræður séu í gangi milli þeirra og Bandaríkjamanna um fangaskipti sem myndu fela í sér að Bandaríkjamenn slepptu alræmda vopnasalanum Viktor Bout, sem gengur undir viðurnefninu „sölumaður dauðans“.

Biden ætlar að gera allt til að fá Brittney Griner heim frá Rússlandi
Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að gera allt sem í hans valdi stendur til að fá körfuboltakonuna Brittney Griner heim frá Rússlandi.

Stundin runnin upp sem fólkið hennar Brittney Griner kveið svo fyrir
Áfrýjun bandarísku körfuboltakonunnar Brittney Griner skilaði engu og hennar bíður nú níu ára fangelsisvist í Rússlandi. Hvar hún mun þurfa dúsa veit enginn. Verið er að flytja hana á þennan nýjan stað.

Höfnuðu áfrýjunarbeiðni Griner sem hlaut níu ára fangelsisdóm
Rússneskir dómstólar hafa hafnað áfrýjunarbeiðni körfuboltakonunnar Brittney Griner. Griner hlaut níu ára fangelsisdóm þar í landi fyrir vörslu eiturlyfja.

Brittney mjög hrædd og óttast að hún gleymist í fangelsinu
Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner er mjög langt niðri þessa dagana ef marka má orð eiginkonu hennar Cherelle Griner.

Ætlar til Rússlands til að krefjast lausnar Griner
Körfuboltamaðurinn fyrrverandi Dennis Rodman kveðst hafa fengið leyfi til þess að ferðast til Rússlands í þeim tilgangi að krefjast lausnar annarrar körfuboltastjörnu, Brittney Griner, úr fangelsi.

Lið hinnar fangelsuðu Brittney Griner komst í úrslitakeppnina án hennar
Phoenix Mercury tryggði sér sæti í úrslitakeppni WNBA-deildarinnar í körfubolta um helgina en þetta er tíunda árið í röð sem liðið spilar um titilinn.

Segir hald Rússa á Griner óréttmætt
Rússnesk yfirvöld segjast nú tilbúin til þess að ræða fangaskipti við Bandaríkin. Þetta kemur í kjölfar fangelsisdóms Brittany Griner í gær en hann er níu og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl. Leifar af kannabisolíu eru sagðar hafa fundist í farangri Griner. Fangarnir sem hafa einna helst verið bendlaðir við skiptin eru vopnasölumaður og njósnari.

Brittney Griner dæmd í níu ára fangelsi
Körfuboltakonan Brittney Griner var í dag dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi og sektuð að auki um eina milljón rúbla.

Sagðir hafa óskað óformlega eftir njósnara í stað Griner og Whelan
Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa beðið um njósnarann Vadim Krasikov auk vopnasalans Viktor Brut í skiptum fyrir Brittney Griner og Paul Whelan í óformlegum viðræðum um fangaskipti við bandarísk yfirvöld.

Bjóða Rússum skipti á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans
Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að fá bandarísku körfuboltakonuna Brittney Griner heim og nú berast fréttir um að bandarísk yfirvöld hafi nú gert Rússum tilboð.

Megan Rapinoe heiðrar Brittney Griner á orðuafhendingu í Hvíta húsinu
Joe Biden Bandaríkjaforseti veitti sautján manns friðarorðu forsetans nú í gær. Meðal viðtakenda voru fimleikakonan Simone Biles, knattspyrnukonan Megan Rapinoe og stofnandi Apple, Steve Jobs.

Griner játar sök og gæti átt yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm
Bandaríska körfuboltastjarnan Brittney Griner játaði sök þegar hún mætti fyrir dóm í Rússlandi í dag. Griner var handtekin í febrúar á þessu ári með hassolíu í rafrettu sinni.

Dauðskelkuð Griner biðlar til Bandaríkjaforseta: Gerðu það, ekki gleyma mér
Bréf frá bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner, skrifað í fangelsi í Rússlandi, komst alla leið í Hvíta húsið. Bandarískir fjölmiðlar fengu að birta brot úr því á Þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna 4. júlí.

Réttarhöldum yfir Griner frestað um nokkra daga
Bandaríska körfuknattleikskonan Brittney Griner var leidd fyrir dómstóla í Rússlandi á föstudaginn síðasta en Griner var handtekin í febrúar síðastliðnum. Griner var handtekin og ákærð fyrir að hafa í fórum sínum kannabis olíu á leið inn í Rússland.

Körfuboltastjarna fór fyrir dómara í Rússlandi í dag
Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner fór fyrir dómara í undirbúningsyfirheyrslu í Rússlandi í dag. Griner var handtekinn fyrir rúmlega fjórum mánuðum á Sheremetyevo-flugvelli í Moskvu fyrir vörslu á kannabis þegar það fannst hassolía í rafrettu hennar.

Dúsir í rússnesku fangelsi fram yfir mánaðamót
Brittney Griner, ein skærasta stjarna WNBA-deildarinnar í Bandaríkjunum hefur verið í haldi rússneskra yfirvalda frá því í febrúar á þessu ári. Fjölmiðlar þar í landi hafa gefið út að hún verði það áfram, fram yfir mánaðarmót hið minnsta.

Rússar vilja skipta á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans
Ein besta körfuboltakona heims, Brittney Griner, er enn í haldi Rússa sem framlengdu gæsluvarðhald hennar um heilan mánuð fyrir helgi.

Rússar framlengja gæsluvarðhald hinnar bandarísku Griner
Rússneskur dómstóll framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner um heilan mánuð. Griner hefur verið í haldi lögreglu í Rússlandi síðan í febrúar.

Gæsluvarðhald yfir bandarískri körfuboltastjörnu í Rússlandi framlengt
Dómstóll í Moskvu hefur framlengt gæsluvarðhald yfir bandarísku körfuboltastjörnunni Brittney Griner þar til 19. mars næstkomandi. Griner var handtekin fyrir mánuði síðan á flugvelli í Rússlandi og ekkert til hennar sést eða frá henni heyrst síðan.

Enginn veit hvar ein besta körfuboltakona heims er niðurkomin
Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner var handtekin á flugvelli í Rússlandi fyrir mánuði síðan. Síðan veit enginn hvað varð um hana.