Vikið úr Háskóla Íslands eftir að hafa sent samnemanda ógnandi skilaboð Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2022 11:05 Í umsögn Háskóla Íslands til kærunefndar kemur og fram að ákvörðun um brottvikningu hafi verið tekin til að tryggja öryggi nemenda og kennara og hafi ekki átt sér fordæmi innan skólans. Vísir/Vilhelm Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að Háskóli Íslands hafi ekki gerst sekur um brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar nemenda við skólann var vikið úr skólanum eftir að sá hafði sent samnemanda ógnandi tölvupóstsskilaboð. Frá þessu segir í úrskurði nefndarinnar sem birtur var fyrr í mánuðinum. Umræddur nemandi taldi að hann hefði ekki fengið sömu meðferð og aðrir nemendur skólans, sem hann taldi óréttlátt, sérstaklega ef horft væri til heildarfjölda brottfelldra nemenda með tilliti til kyns. Hafi hann því kært brottvísunina til nefndarinnar. Sviðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs hafði boðað nemandann á fund í október síðastliðinn vegna skeytasendingar nemdandans til samnemanda síns fyrr í sama mánuði. Í úrskurðinum segir að af sendingunum mætti ráða að samskiptin hafi verið að frumkvæði kærandans og óvelkomin. „Í skeytasendingum kæranda eru notuð orð og orðasambönd sem almennt kunna að teljast ógnandi og líkleg til að vekja ugg hjá móttakanda, óháð kyni.“ Óboðleg og fallin til að valda ótta Nemandinn hafnaði boði um fund hjá sviðsforseta, en sendi þó skrifleg andmæli síðasta dag októbermánaðar. Degi síðar var honum vísað úr skólanum að fullu. „Í bréfinu kemur fram það mat sviðsforseta að kærandi hefði sent tölvubréf sem væru til þess fallin að valda samnemanda hans ótta. Ummæli sem þar hefðu verið viðhöfð væru með öllu óboðleg. Ekki væri að sjá nein merki um iðrun eða eftirsjá í andmælum kæranda. Þá kæmi ekkert fram í andmælunum sem útskýri eða afsaki ummæli kæranda,“ segir í úrskurðinum um málavexti. Ekkert fordæmi Nemandinn sagðist eftir bestu vitund vera saklaus af öllum ásökunum og vísaði hann til ákvæða stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi og að það væri ekki hlutverk háskóla að setja því skorður. Eingöngu dómstólar dæmi um rétt er varðar tjáningarfrelsið, en auk þess vísaði maðurinn til ákvæðis stjórnarskrár um jafnrétti kynjanna. Í umsögn Háskóla Íslands til kærunefndar kemur og fram að ákvörðun um brottvikningu hafi verið tekin til að tryggja öryggi nemenda og kennara og hafi ekki átt sér fordæmi innan skólans. „Af ákvörðun [Háskóla Íslands] og gögnum málsins verður ekki ráðið að kærandi hafi fengið óhagstæðari meðferð vegna kyns en annar einstaklingur myndi fá við sambærilegar aðstæður eða að kynferði hans hafi skipt máli er kærði tók ákvörðun um agaviðurlög. Þá verður heldur ekki talið að ákvörðunin sé almennt þess eðlis að hún með óheimilum hætti geti beinst að einu kyni frekar en öðru. Verður því ekki talið að sýnt hafi verið fram á eða gert líklegt að kærði hafi brotið gegn ákvæðum laga [um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna],“ segir í niðurstöðukafla úrskurðar nefndarinnar. Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Tjáningarfrelsi Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Frá þessu segir í úrskurði nefndarinnar sem birtur var fyrr í mánuðinum. Umræddur nemandi taldi að hann hefði ekki fengið sömu meðferð og aðrir nemendur skólans, sem hann taldi óréttlátt, sérstaklega ef horft væri til heildarfjölda brottfelldra nemenda með tilliti til kyns. Hafi hann því kært brottvísunina til nefndarinnar. Sviðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs hafði boðað nemandann á fund í október síðastliðinn vegna skeytasendingar nemdandans til samnemanda síns fyrr í sama mánuði. Í úrskurðinum segir að af sendingunum mætti ráða að samskiptin hafi verið að frumkvæði kærandans og óvelkomin. „Í skeytasendingum kæranda eru notuð orð og orðasambönd sem almennt kunna að teljast ógnandi og líkleg til að vekja ugg hjá móttakanda, óháð kyni.“ Óboðleg og fallin til að valda ótta Nemandinn hafnaði boði um fund hjá sviðsforseta, en sendi þó skrifleg andmæli síðasta dag októbermánaðar. Degi síðar var honum vísað úr skólanum að fullu. „Í bréfinu kemur fram það mat sviðsforseta að kærandi hefði sent tölvubréf sem væru til þess fallin að valda samnemanda hans ótta. Ummæli sem þar hefðu verið viðhöfð væru með öllu óboðleg. Ekki væri að sjá nein merki um iðrun eða eftirsjá í andmælum kæranda. Þá kæmi ekkert fram í andmælunum sem útskýri eða afsaki ummæli kæranda,“ segir í úrskurðinum um málavexti. Ekkert fordæmi Nemandinn sagðist eftir bestu vitund vera saklaus af öllum ásökunum og vísaði hann til ákvæða stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi og að það væri ekki hlutverk háskóla að setja því skorður. Eingöngu dómstólar dæmi um rétt er varðar tjáningarfrelsið, en auk þess vísaði maðurinn til ákvæðis stjórnarskrár um jafnrétti kynjanna. Í umsögn Háskóla Íslands til kærunefndar kemur og fram að ákvörðun um brottvikningu hafi verið tekin til að tryggja öryggi nemenda og kennara og hafi ekki átt sér fordæmi innan skólans. „Af ákvörðun [Háskóla Íslands] og gögnum málsins verður ekki ráðið að kærandi hafi fengið óhagstæðari meðferð vegna kyns en annar einstaklingur myndi fá við sambærilegar aðstæður eða að kynferði hans hafi skipt máli er kærði tók ákvörðun um agaviðurlög. Þá verður heldur ekki talið að ákvörðunin sé almennt þess eðlis að hún með óheimilum hætti geti beinst að einu kyni frekar en öðru. Verður því ekki talið að sýnt hafi verið fram á eða gert líklegt að kærði hafi brotið gegn ákvæðum laga [um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna],“ segir í niðurstöðukafla úrskurðar nefndarinnar.
Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Tjáningarfrelsi Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira