„Liðið hefur þroskast gríðarlega“ Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2022 15:33 Guðmundur Guðmundsson er með íslenska landsliðshópinn í æfingabúðum á Íslandi þessa dagana. Í næsta mánuði spilar liðið umspilsleiki um sæti á HM, gegn sigurliðinu úr einvígi Austurríkis og Eistlands. Stöð 2 Guðmundur Guðmundsson fundaði með leikmönnum íslenska handboltalandsliðsins í morgun og markmiðið er skýrt. Þeir ætla sér að komast á Ólympíuleikana í París 2024. Guðmundur segir spennandi tíma fram undan hjá strákunum okkar. Eftir að hafa stýrt Íslandi til 6. sætis á EM í janúar, þar sem liðið var afar nálægt því að komast í undanúrslit og spila um verðlaun, tóku Guðmundur og forráðamenn HSÍ sér drjúgan tíma í ákvörðun um framhaldið. Í dag var svo gert opinbert að Guðmundur hefði skrifað undir nýjan samning sem gildir fram á sumarið 2024. Það er engin tilviljun, því Guðmundur og hans menn ætla sér á Ólympíuleikana í París það sumar en fyrsta skref í því stóra verkefni er að vinna Austurríki eða Eistland í HM-umspilinu í næsta mánuði. „Hæfari, reynslumeiri, sterkari“ „Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem fram undan eru hjá liðinu. Mér finnst við vera búnir að þróa liðið undanfarin ár, byggja það upp, og það er orðinn mikill munur á liðinu. Það hefur þroskast gríðarlega,“ segir Guðmundur og bætir við: „Leikmenn eru orðnir betri, hæfari, reynslumeiri, sterkari, og mér finnst að eins og að síðasta mót spilaðist þá séu vísbendingar um það að við séum að eignast mjög sterkt lið. Ég er þó meðvitaður um að til þess að vera á toppnum í handboltanum þá þarf að halda vel á spilunum og það er stutt á milli í þessu. En mér finnst allir möguleikar í stöðunni, ef að við höldum okkar mönnum heilum og svo framvegis. Það eru spennandi tímar fram undan.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson Guðmundur stýrði íslenska landsliðinu þegar það vann silfur á Ólympíuleikunum 2008, og gerði Danmörku að ólympíumeistara árið 2016. Nú er stefnan sett á að koma Íslandi til Parísar 2024: Ólympíuleikarnir ræddir á fundi í morgun „Lykilatriði í að komast á Ólympíuleikana er að komast inn á næsta HM. Það mót gefur möguleikann á að komast í umspil fyrir Ólympíuleikana. Þess vegna er næsta verkefni hjá okkur, gegn Austurríki eða Eistlandi, sem við ætlum að sigra. Ólympíuleikarnir eru í okkar huga og við vorum síðast á fundi í morgun að ræða það með leikmönnum. Það er markmið sem við setjum stefnuna á,“ segir Guðmundur og tók undir að um langa leið væri að ræða: „Þess vegna erum við að ræða þetta núna. Þetta er mjög löng leið og tekur að minnsta kosti tvö ár bara að fá tækifærið til að komast þangað. Þetta er draumur hjá okkur sem við viljum láta rætast.“ Of snemmt að bera þessi lið saman Guðmundur hefur stýrt íslenska liðinu aftur í hóp átta bestu þjóða heims eins og hann ætlaði sér, miðað við árangurinn á EM í janúar, en hvernig ber hann liðið í dag saman við það sem náði svo frábærum árangri fyrir rúmum áratug síðan? „Það er mjög erfitt að meta það og bera saman. Liðið 2008 náði stórkostlegum árangri, var skipað frábærum leikmönnum og frábærum karakterum, vann silfur á Ólympíuleikum og brons á EM. Þetta lið sem við erum með núna á eftir að stíga þau skref og þangað til þurfum við að bíða með samanburðinn. Þetta er efnilegt lið og það er frábær andi í því, og að mörgu leyti er það að verða gott en það er of snemmt að bera þessi lið saman á þessum tímapunkti.“ HM 2023 í handbolta EM karla í handbolta 2022 Handbolti Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira
Eftir að hafa stýrt Íslandi til 6. sætis á EM í janúar, þar sem liðið var afar nálægt því að komast í undanúrslit og spila um verðlaun, tóku Guðmundur og forráðamenn HSÍ sér drjúgan tíma í ákvörðun um framhaldið. Í dag var svo gert opinbert að Guðmundur hefði skrifað undir nýjan samning sem gildir fram á sumarið 2024. Það er engin tilviljun, því Guðmundur og hans menn ætla sér á Ólympíuleikana í París það sumar en fyrsta skref í því stóra verkefni er að vinna Austurríki eða Eistland í HM-umspilinu í næsta mánuði. „Hæfari, reynslumeiri, sterkari“ „Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem fram undan eru hjá liðinu. Mér finnst við vera búnir að þróa liðið undanfarin ár, byggja það upp, og það er orðinn mikill munur á liðinu. Það hefur þroskast gríðarlega,“ segir Guðmundur og bætir við: „Leikmenn eru orðnir betri, hæfari, reynslumeiri, sterkari, og mér finnst að eins og að síðasta mót spilaðist þá séu vísbendingar um það að við séum að eignast mjög sterkt lið. Ég er þó meðvitaður um að til þess að vera á toppnum í handboltanum þá þarf að halda vel á spilunum og það er stutt á milli í þessu. En mér finnst allir möguleikar í stöðunni, ef að við höldum okkar mönnum heilum og svo framvegis. Það eru spennandi tímar fram undan.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson Guðmundur stýrði íslenska landsliðinu þegar það vann silfur á Ólympíuleikunum 2008, og gerði Danmörku að ólympíumeistara árið 2016. Nú er stefnan sett á að koma Íslandi til Parísar 2024: Ólympíuleikarnir ræddir á fundi í morgun „Lykilatriði í að komast á Ólympíuleikana er að komast inn á næsta HM. Það mót gefur möguleikann á að komast í umspil fyrir Ólympíuleikana. Þess vegna er næsta verkefni hjá okkur, gegn Austurríki eða Eistlandi, sem við ætlum að sigra. Ólympíuleikarnir eru í okkar huga og við vorum síðast á fundi í morgun að ræða það með leikmönnum. Það er markmið sem við setjum stefnuna á,“ segir Guðmundur og tók undir að um langa leið væri að ræða: „Þess vegna erum við að ræða þetta núna. Þetta er mjög löng leið og tekur að minnsta kosti tvö ár bara að fá tækifærið til að komast þangað. Þetta er draumur hjá okkur sem við viljum láta rætast.“ Of snemmt að bera þessi lið saman Guðmundur hefur stýrt íslenska liðinu aftur í hóp átta bestu þjóða heims eins og hann ætlaði sér, miðað við árangurinn á EM í janúar, en hvernig ber hann liðið í dag saman við það sem náði svo frábærum árangri fyrir rúmum áratug síðan? „Það er mjög erfitt að meta það og bera saman. Liðið 2008 náði stórkostlegum árangri, var skipað frábærum leikmönnum og frábærum karakterum, vann silfur á Ólympíuleikum og brons á EM. Þetta lið sem við erum með núna á eftir að stíga þau skref og þangað til þurfum við að bíða með samanburðinn. Þetta er efnilegt lið og það er frábær andi í því, og að mörgu leyti er það að verða gott en það er of snemmt að bera þessi lið saman á þessum tímapunkti.“
HM 2023 í handbolta EM karla í handbolta 2022 Handbolti Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Sjá meira