Fjórfaldur heimsmeistari missir af fyrsta kappakstri ársins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. mars 2022 17:46 Sebastian Vettel þarf að sætta sig við að horfa á fyrsta kappakstur ársins í sjónvarpinu. Mark Thompson/Getty Images Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, missir af fyrsta kappakstri ársins eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Tímabilið í Formúlu 1 hefst um helgina, en keppt verður í Barein næstkomandi sunnudag. Æfingar hefjast á morgun og tímatakan fer fram á laugardaginn. Sebastian Vettel getur ekki verið við stýrið á Aston Martin bifreið sinni eftir að ökuþórinn greindist með kórónuveiruna í dag. Nico Hulkenberg mun aka í stað Vettels. Hinn 34 ára Hulkenberg hefur ekki átt fast sæti í Formúlu 1 síðan árið 2019, en hefur hlaupið í skarðið fyrir aðra. Hann keppti í þrígang árið 2020 þegar hann hljóp í skarðið fyrir þá Lance Stroll og Sergio Perez eftir að þeir greindust með kórónuveiruna. Sebastian Vettel er sem áður segir fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og því mikill missir fyrir Aston Martin liðið. Vettel varð heimsmeistari fjögur ár í röð árin 2010-2013. Þá er hann einnig þriðji sigursælasti ökuþór sögunnar í Formúlu 1, en Vettel hefur unnið 53 keppnir á ferlinum. Aðeins Michael Schumacher og Lewis Hamilton hafa unnið fleiri. Formúla Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Tímabilið í Formúlu 1 hefst um helgina, en keppt verður í Barein næstkomandi sunnudag. Æfingar hefjast á morgun og tímatakan fer fram á laugardaginn. Sebastian Vettel getur ekki verið við stýrið á Aston Martin bifreið sinni eftir að ökuþórinn greindist með kórónuveiruna í dag. Nico Hulkenberg mun aka í stað Vettels. Hinn 34 ára Hulkenberg hefur ekki átt fast sæti í Formúlu 1 síðan árið 2019, en hefur hlaupið í skarðið fyrir aðra. Hann keppti í þrígang árið 2020 þegar hann hljóp í skarðið fyrir þá Lance Stroll og Sergio Perez eftir að þeir greindust með kórónuveiruna. Sebastian Vettel er sem áður segir fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og því mikill missir fyrir Aston Martin liðið. Vettel varð heimsmeistari fjögur ár í röð árin 2010-2013. Þá er hann einnig þriðji sigursælasti ökuþór sögunnar í Formúlu 1, en Vettel hefur unnið 53 keppnir á ferlinum. Aðeins Michael Schumacher og Lewis Hamilton hafa unnið fleiri.
Formúla Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira