Nú einungis hægt að fá Parkódín án lyfseðils allt að tíu dögum frá greiningu Eiður Þór Árnason skrifar 17. mars 2022 22:30 Til að koma í veg fyrir misnotkun á Parkódíni verður einungis hægt að kaupa tíu stykki. Vísir/Vilhelm Fólk sem er með virka Covid-19 sýkingu og hyggst kaupa Parkódín án lyfseðils þarf að framvísa staðfestingu á sýkingu úr Heilsuveru. Samkvæmt nýjum reglum sem kynntar voru í dag má vottorðið ekki vera eldra en tíu daga gamalt. Tilkynnt var í gær að lyfjafræðingum hafi verið veitt tímabundin heimild til að afhenda sjúklingum með Covid-19 Parkódín án lyfjaávísunar. Í tilkynningu á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sagði að staðfesting á sýkingu mætti vera allt að mánaðargömul þann dag sem lyfið væri keypt. Í dag kynnti Lyfjastofnun svo breytta tilhögun á undanþágunni og hafa nýju reglurnar þegar tekið gildi. Heimildin gildir til 18. apríl næstkomandi. Hvetja veikt fólk til að mæta ekki í apótek Einungis má selja hverjum einstaklingi eina pakkningu af lyfinu Parkódín 500 mg/10 mg, eða 10 stykki, það tíu daga tímabil frá því Covid-19 vottorðið var gefið út. Þá þarf einstaklingurinn að hafa náð átján ára aldri. Að sögn Lyfjastofnunar er notkun Parkódíns í þessum tilvikum bundin við langvarandi þurran hósta vegna Covid-19. Í tilkynningu á vef Lyfjastofnunar er fólk sem greindist fyrir fimm dögum eða skemur og er með öndunarfæraeinkenni og hita beðið um að senda aðstandenda með gilt umboð til að sækja lyfið. Sá þarf sömuleiðis að framvísa vottorði um sýkingu þess sem lyfsins þarfnast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil ásókn í Parkódín: Gagnrýnir harðlega að Covid-smituðum hafi verið vísað í apótekin Þórbergur Egilsson, sviðsstjóri verslanasviðs hjá Lyfju, segir að mikil ásókn hafi verið í verkjalyfið Parkódín (500 mg/10 mg) í gær og í dag eftir að Lyfjastofnun veitti tímabundna heimild fyrir Covid-sjúklinga að nálgast lyfið án lyfseðils. Hann gagnrýnir vinnubrögð Lyfjastofnunar harðlega. 17. mars 2022 13:52 Lítil áhætta fólgin í breytingu á sölu Parkódíns en mikilvægt að hafa varann á Yfirlæknir á Vogi hefur litlar áhyggjur af því að sjúklingar sem greinst hafa með Covid-19 fái Parkódín án lyfseðils í litlu magni en segir þó mikilvægt að hafa varann á þar sem um ávanabindandi lyf er að ræða. Tímabundin heimild Lyfjastofnunar gildir í rúman mánuð en takmarkanir verða settar á hverjir geta fengið lyfið. 16. mars 2022 13:31 Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Tilkynnt var í gær að lyfjafræðingum hafi verið veitt tímabundin heimild til að afhenda sjúklingum með Covid-19 Parkódín án lyfjaávísunar. Í tilkynningu á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sagði að staðfesting á sýkingu mætti vera allt að mánaðargömul þann dag sem lyfið væri keypt. Í dag kynnti Lyfjastofnun svo breytta tilhögun á undanþágunni og hafa nýju reglurnar þegar tekið gildi. Heimildin gildir til 18. apríl næstkomandi. Hvetja veikt fólk til að mæta ekki í apótek Einungis má selja hverjum einstaklingi eina pakkningu af lyfinu Parkódín 500 mg/10 mg, eða 10 stykki, það tíu daga tímabil frá því Covid-19 vottorðið var gefið út. Þá þarf einstaklingurinn að hafa náð átján ára aldri. Að sögn Lyfjastofnunar er notkun Parkódíns í þessum tilvikum bundin við langvarandi þurran hósta vegna Covid-19. Í tilkynningu á vef Lyfjastofnunar er fólk sem greindist fyrir fimm dögum eða skemur og er með öndunarfæraeinkenni og hita beðið um að senda aðstandenda með gilt umboð til að sækja lyfið. Sá þarf sömuleiðis að framvísa vottorði um sýkingu þess sem lyfsins þarfnast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil ásókn í Parkódín: Gagnrýnir harðlega að Covid-smituðum hafi verið vísað í apótekin Þórbergur Egilsson, sviðsstjóri verslanasviðs hjá Lyfju, segir að mikil ásókn hafi verið í verkjalyfið Parkódín (500 mg/10 mg) í gær og í dag eftir að Lyfjastofnun veitti tímabundna heimild fyrir Covid-sjúklinga að nálgast lyfið án lyfseðils. Hann gagnrýnir vinnubrögð Lyfjastofnunar harðlega. 17. mars 2022 13:52 Lítil áhætta fólgin í breytingu á sölu Parkódíns en mikilvægt að hafa varann á Yfirlæknir á Vogi hefur litlar áhyggjur af því að sjúklingar sem greinst hafa með Covid-19 fái Parkódín án lyfseðils í litlu magni en segir þó mikilvægt að hafa varann á þar sem um ávanabindandi lyf er að ræða. Tímabundin heimild Lyfjastofnunar gildir í rúman mánuð en takmarkanir verða settar á hverjir geta fengið lyfið. 16. mars 2022 13:31 Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Mikil ásókn í Parkódín: Gagnrýnir harðlega að Covid-smituðum hafi verið vísað í apótekin Þórbergur Egilsson, sviðsstjóri verslanasviðs hjá Lyfju, segir að mikil ásókn hafi verið í verkjalyfið Parkódín (500 mg/10 mg) í gær og í dag eftir að Lyfjastofnun veitti tímabundna heimild fyrir Covid-sjúklinga að nálgast lyfið án lyfseðils. Hann gagnrýnir vinnubrögð Lyfjastofnunar harðlega. 17. mars 2022 13:52
Lítil áhætta fólgin í breytingu á sölu Parkódíns en mikilvægt að hafa varann á Yfirlæknir á Vogi hefur litlar áhyggjur af því að sjúklingar sem greinst hafa með Covid-19 fái Parkódín án lyfseðils í litlu magni en segir þó mikilvægt að hafa varann á þar sem um ávanabindandi lyf er að ræða. Tímabundin heimild Lyfjastofnunar gildir í rúman mánuð en takmarkanir verða settar á hverjir geta fengið lyfið. 16. mars 2022 13:31
Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40