Er Roman Abramovich portúgalskur gyðingur? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. mars 2022 16:31 Roman Abramovich Matt Dunham/AP Photo Portúgölsk stjórnvöld rannsaka hvernig á því stendur að rússneska auðjöfrinum Roman Abramovich var veittur portúgalskur ríkisborgararéttur í fyrra. Rabbíni gyðinga í Porto hefur verið handtekinn vegna málsins. Abramovich, sem er helst þekktur fyrir að eiga enska sparkfélagið Chelsea, var veittur portúgalskur ríkisborgararéttur í apríl í fyrra. Það var gert á grundvelli laga frá 2015 sem heimila að öllum afkomendum gyðinga, sem gerðir voru brottrækir frá Portúgal árið 1496, rétt fjórum árum eftir að gyðingar voru gerðir útlægir frá Spáni, skyldi veittur ríkisborgararéttur ef þeir æsktu þess. Grunsemdir vakna Stjórnvöld fólu samfélagi gyðinga í Lissabon og Porto að sjá um ferlið og rannsaka bakgrunn umsækjenda. Síðan þá hafa stjórnvöldum borist tæplega 90.000 umsóknir, þar af hafa 32.000 þeirra verið samþykktar. 90% umsóknanna koma í gegnum söfnuðinn í Porto, þeirra á meðal var umsókn Romans Abramovich. Nú hafa vaknað efasemdir um réttmæti umsóknar hans sem einungis tók 6 mánuði að afgreiða. Þær lúta að því að engin tengsl hafi fundist á milli Abramovich og gyðinga í Portúgal á 15. öld. Hins vegar hefur komið í ljós að Abramovich lét 19 milljónir evra af hendi rakna til samfélags gyðinga í Porto fyrir ári, andvirði um 2,8 milljarða íslenskra króna. Það hefur vakið upp grunsemdir um að maðkur sé í mysunni og hafa böndin borist að rabbína gyðingasamfélagsins í Porto, Daníel Litvak. Hann var handtekinn á dögunum rétt í þann mund sem hann var að leggja af stað í ferðalag til Ísraels. Hann var færður til yfirheyrslu og síðan sleppt, en hann sætir farbanni og hald var lagt á vegabréfið hans. Rabbíninn er kokhraustur Rabbíninn segir að enginn vafi leiki á réttmæti hins portúgalska ríkisfangs Abramovich og að öll gögn verði afhent stjórnvöldum. Þrátt fyrir að Abramovich hafi nú státað af portúgölskum ríkisborgararétti í eitt ár, var þetta ekki lýðum ljóst fyrr en rétt fyrir síðustu áramót þegar portúgalska dagblaðið Público upplýsti þetta sem og að grunur léki á að Litvak rabbíni og þar með gyðingasamfélagið í Porto seldi hreinlega portúgalskan ríkisborgararétt fyrir væna fúlgu fjár. Abramovich er helsti styrktaraðili Helfararsafnsins í Porto sem var opnað í apríl í fyrra, á sama tíma og honum var veittur hinn portúgalski passi. Og merkilegt nokk, þá er höfundur greina um portúgalska forfeður Abramovich á Wikipedia-vefnum, forstöðumaður Helfararsafnsins. Abramovich þarf þó ekki að örvænta verði hið portúgalska ríkisfang hans afturkallað. Hann er nefnilega líka ríkisborgari Litháens og Ísraels. Portúgal Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Abramovich, sem er helst þekktur fyrir að eiga enska sparkfélagið Chelsea, var veittur portúgalskur ríkisborgararéttur í apríl í fyrra. Það var gert á grundvelli laga frá 2015 sem heimila að öllum afkomendum gyðinga, sem gerðir voru brottrækir frá Portúgal árið 1496, rétt fjórum árum eftir að gyðingar voru gerðir útlægir frá Spáni, skyldi veittur ríkisborgararéttur ef þeir æsktu þess. Grunsemdir vakna Stjórnvöld fólu samfélagi gyðinga í Lissabon og Porto að sjá um ferlið og rannsaka bakgrunn umsækjenda. Síðan þá hafa stjórnvöldum borist tæplega 90.000 umsóknir, þar af hafa 32.000 þeirra verið samþykktar. 90% umsóknanna koma í gegnum söfnuðinn í Porto, þeirra á meðal var umsókn Romans Abramovich. Nú hafa vaknað efasemdir um réttmæti umsóknar hans sem einungis tók 6 mánuði að afgreiða. Þær lúta að því að engin tengsl hafi fundist á milli Abramovich og gyðinga í Portúgal á 15. öld. Hins vegar hefur komið í ljós að Abramovich lét 19 milljónir evra af hendi rakna til samfélags gyðinga í Porto fyrir ári, andvirði um 2,8 milljarða íslenskra króna. Það hefur vakið upp grunsemdir um að maðkur sé í mysunni og hafa böndin borist að rabbína gyðingasamfélagsins í Porto, Daníel Litvak. Hann var handtekinn á dögunum rétt í þann mund sem hann var að leggja af stað í ferðalag til Ísraels. Hann var færður til yfirheyrslu og síðan sleppt, en hann sætir farbanni og hald var lagt á vegabréfið hans. Rabbíninn er kokhraustur Rabbíninn segir að enginn vafi leiki á réttmæti hins portúgalska ríkisfangs Abramovich og að öll gögn verði afhent stjórnvöldum. Þrátt fyrir að Abramovich hafi nú státað af portúgölskum ríkisborgararétti í eitt ár, var þetta ekki lýðum ljóst fyrr en rétt fyrir síðustu áramót þegar portúgalska dagblaðið Público upplýsti þetta sem og að grunur léki á að Litvak rabbíni og þar með gyðingasamfélagið í Porto seldi hreinlega portúgalskan ríkisborgararétt fyrir væna fúlgu fjár. Abramovich er helsti styrktaraðili Helfararsafnsins í Porto sem var opnað í apríl í fyrra, á sama tíma og honum var veittur hinn portúgalski passi. Og merkilegt nokk, þá er höfundur greina um portúgalska forfeður Abramovich á Wikipedia-vefnum, forstöðumaður Helfararsafnsins. Abramovich þarf þó ekki að örvænta verði hið portúgalska ríkisfang hans afturkallað. Hann er nefnilega líka ríkisborgari Litháens og Ísraels.
Portúgal Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira