Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapa miklu fylgi í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2022 19:30 Núverandi meirihlutaflokkar gætu endurnýjað samstarf sitt að loknum kosningum í maí samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Fylgi þeirra innbyrðis er þó á töluverðri hreyfingu. Vísir/Vilhelm Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Samfylkingin tapar töluverðu fylgi en Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn ásamt Pírötum. Meirihlutaflokkarnir gætu endurnýjað samstarf sitt. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að ná sér á strik samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og myndi tapa tveimur borgarfulltrúum. Prófkjör flokksins sem hófst í dag og lýkur á morgun gæti hugsanlega breytt stöðunni. Fylgi flokkanna sem mynda núverandi meirihluta er á töluverðu flakki. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 22 prósent atkvæða en var með 30,8 prósent í kosningunum 2018. Samfylkingin tapar líka töluverðu fylgi frá síðustu kosningum og mælist með 19,9 prósent, Viðreisn fengi 8,6 en Píratar myndu tvöfalda fylgi sitt frá kosningum með 16,5 prósent. Vísir/Ragnar Sósíalistaflokkurinn er á svipuðum slóðum og árið 2018 með 5,8 prósent, Miðflokkurinn tapar helmingi fylgis síns og fengi 3,3 prósent og Vinstri græn tvöfalda fylgi sitt með 8 prósent. Flokkur fólksins mælist með tæp sex prósent en Framsóknarflokkurinn tekur sannkallað hástökk og þrefaldar fylgi sitt frá síðustu kosningum í tæp tíu prósent. Samkvæmt þessu myndu Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hvor um sig tapa tveimur borgarfulltrúum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi sex en Samfylkingin fimm. Viðreisn héldi sínum tveimur en Píratar myndu bæta við sig tveimur og fá fjóra fulltrúa. Vísir/Ragnar Sósíalistar héldu sínum eina manni, Miðflokkurinn missti sinn eina en Vinstri græn bættu sig einum borgarfulltrúa. Framsóknarflokkurinn fengi hins vegar tvo fulltrúa en fékk engan kjörinn fyrir fjórum árum. Ef þetta yrði niðurstaða kosninga myndu núverandi meirihlutaflokkar samanlagt bæta við sig einum borgarfulltrúa og minnihlutinn þar af leiðandi tapa einum. Litlu munar að þriðji maður Framsóknar eða fyrsti maður Miðflokksins taki sjötta manninn af Sjálfstæðisflokknum. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að ná sér á strik samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og myndi tapa tveimur borgarfulltrúum. Prófkjör flokksins sem hófst í dag og lýkur á morgun gæti hugsanlega breytt stöðunni. Fylgi flokkanna sem mynda núverandi meirihluta er á töluverðu flakki. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 22 prósent atkvæða en var með 30,8 prósent í kosningunum 2018. Samfylkingin tapar líka töluverðu fylgi frá síðustu kosningum og mælist með 19,9 prósent, Viðreisn fengi 8,6 en Píratar myndu tvöfalda fylgi sitt frá kosningum með 16,5 prósent. Vísir/Ragnar Sósíalistaflokkurinn er á svipuðum slóðum og árið 2018 með 5,8 prósent, Miðflokkurinn tapar helmingi fylgis síns og fengi 3,3 prósent og Vinstri græn tvöfalda fylgi sitt með 8 prósent. Flokkur fólksins mælist með tæp sex prósent en Framsóknarflokkurinn tekur sannkallað hástökk og þrefaldar fylgi sitt frá síðustu kosningum í tæp tíu prósent. Samkvæmt þessu myndu Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hvor um sig tapa tveimur borgarfulltrúum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi sex en Samfylkingin fimm. Viðreisn héldi sínum tveimur en Píratar myndu bæta við sig tveimur og fá fjóra fulltrúa. Vísir/Ragnar Sósíalistar héldu sínum eina manni, Miðflokkurinn missti sinn eina en Vinstri græn bættu sig einum borgarfulltrúa. Framsóknarflokkurinn fengi hins vegar tvo fulltrúa en fékk engan kjörinn fyrir fjórum árum. Ef þetta yrði niðurstaða kosninga myndu núverandi meirihlutaflokkar samanlagt bæta við sig einum borgarfulltrúa og minnihlutinn þar af leiðandi tapa einum. Litlu munar að þriðji maður Framsóknar eða fyrsti maður Miðflokksins taki sjötta manninn af Sjálfstæðisflokknum.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira