Kingsley Coman kom Þýskalandsmeisturum Bayern yfir snemma leik og Tanguy Nianzou tvöfaldaði forystuna um miðbik fyrri hálfleiks.
Robert Lewandowski gulltrygði svo gott sem sigur heimamanna undir lok fyrri hálfleiks með marki úr vítaspyrnu.
Staðan 3-0 í hálfleik og eftir aðeins tveggja mínútna leik í síðari hálfleik var staðan orðin 4-0. Fleiri urðu þó mörkin ekki og þægilegur sigur heimamanna staðreynd.
Bayern er á toppi deildarinnar með 63 stig, sjö stigum meira en Borussia Dortmund sem á leik til góða í 2. sætinu.