Væntanlegur ráðherra ósáttur við ráðherra vegna Garðyrkjuskólans Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. mars 2022 21:04 Þessi mynd segir meira en nokkur orð um húsakostinn og aðstöðu Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi, sem er hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún Hafsteinsdóttir, verðandi ráðherra er mjög ósátt við Ásmund Einar Daðason, ráðherra menntamála því hann hefur tilkynnt að eini Garðyrkjuskóli landsins verði fluttur frá Landbúnaðarháskóla Íslands undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Guðrún vill að skólinn verði sjálfstæður og áfram á Reykjum í Ölfusi. Nemendur og starfsmenn Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi boðuðu til fjölmenns málþings í gær um framtíð skólans. Skólinn var stofnaður 1939 og starfaði sjálfstætt í 66 ár, eða til ársins 2005 þegar hann var sameinaður Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. 116 nemendur eru á Reykjum í dag í staðarnámi og fjarnámi. Þeir og starfsfólk vilja að skólinn verði aftur gerður að sjálfstæðum skóla. Í dag eru allar húsbyggingar skólans og gróðurhús nánast ónýt enda hefur lítill sem engin peningur verið settur í viðhald síðustu ár. Gróðurhúsin á Reykjum eru meira og minna ónýt en þar fer verknám nemenda m.a. fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er eiginlega bara þannig að við erum búin að fá nóg. Húsin okkar eru ekki boðleg eins og þau eru. Það eru lek hús og það er ekki hægt að halda uppi hita í uppeldisstöðvunum þar sem við eigum að vera að læra að rækta, þannig að nei, þetta er ekki í lagi,“ segir Jóhanna Íris Hjaltadóttir, nemandi á Reykjum. Jóhanna Íris Hjaltadóttir, nemandi á Reykjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Oddný Harðardóttir, alþingismaður er ósátt við stöðuna á Reykjum. „Eitt sem við getum gert strax, það er að setja aukið fjármagn í húsbyggingar hér og bæta aðstöðuna, sem er algjörlega óviðunandi og við höfum fengið að sjá og heyra um á þessu málþingi,“ segir Oddný. Fram kom á málþinginu að springi ljósapera á Reykjum þá fáist ekki leyfi hjá yfirstjórn Landbúnaðarháskólans að kaupa nýja peru og skipta um. „Já, það sér hver maður að svona gengur þetta ekki lengur, bætir Oddný við. Guðríður Helgadóttir, starfsmaður á Reykjum en hún sagði söguna um ljósaperuna á málþinginu, sem ekki fékkst leyfi ttil að kaupa og skipta um.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra ávarpaði fundinn og sagði að búið væri að ákveða að skólinn á Reykjum muni færast undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi næsta haust. Það sættir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sig alls ekki við en þingmaðurinn er verðandi dómsmálaráðherra þegar kjörtímabilið er hálfnað. Alþingismennirnir Oddný Harðardóttir og Guðrún Hafsteinsdóttur sóttu m.a. málþingið á Reykjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég biðla til Ásmundar Einars Daðasonar, menntamálaráðherra að snúa þessari ákvörðun til baka. Ég vill sjá sjálfstæðan öflugan skóla, garðyrkju-, umhverfis og loftlagsmála á Reykjum í Ölfusi,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður. Garðyrkjunámið mun færast á Selfoss haustið 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Garðyrkja Alþingi Landbúnaður Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Nemendur og starfsmenn Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi boðuðu til fjölmenns málþings í gær um framtíð skólans. Skólinn var stofnaður 1939 og starfaði sjálfstætt í 66 ár, eða til ársins 2005 þegar hann var sameinaður Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. 116 nemendur eru á Reykjum í dag í staðarnámi og fjarnámi. Þeir og starfsfólk vilja að skólinn verði aftur gerður að sjálfstæðum skóla. Í dag eru allar húsbyggingar skólans og gróðurhús nánast ónýt enda hefur lítill sem engin peningur verið settur í viðhald síðustu ár. Gróðurhúsin á Reykjum eru meira og minna ónýt en þar fer verknám nemenda m.a. fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er eiginlega bara þannig að við erum búin að fá nóg. Húsin okkar eru ekki boðleg eins og þau eru. Það eru lek hús og það er ekki hægt að halda uppi hita í uppeldisstöðvunum þar sem við eigum að vera að læra að rækta, þannig að nei, þetta er ekki í lagi,“ segir Jóhanna Íris Hjaltadóttir, nemandi á Reykjum. Jóhanna Íris Hjaltadóttir, nemandi á Reykjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Oddný Harðardóttir, alþingismaður er ósátt við stöðuna á Reykjum. „Eitt sem við getum gert strax, það er að setja aukið fjármagn í húsbyggingar hér og bæta aðstöðuna, sem er algjörlega óviðunandi og við höfum fengið að sjá og heyra um á þessu málþingi,“ segir Oddný. Fram kom á málþinginu að springi ljósapera á Reykjum þá fáist ekki leyfi hjá yfirstjórn Landbúnaðarháskólans að kaupa nýja peru og skipta um. „Já, það sér hver maður að svona gengur þetta ekki lengur, bætir Oddný við. Guðríður Helgadóttir, starfsmaður á Reykjum en hún sagði söguna um ljósaperuna á málþinginu, sem ekki fékkst leyfi ttil að kaupa og skipta um.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra ávarpaði fundinn og sagði að búið væri að ákveða að skólinn á Reykjum muni færast undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi næsta haust. Það sættir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sig alls ekki við en þingmaðurinn er verðandi dómsmálaráðherra þegar kjörtímabilið er hálfnað. Alþingismennirnir Oddný Harðardóttir og Guðrún Hafsteinsdóttur sóttu m.a. málþingið á Reykjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég biðla til Ásmundar Einars Daðasonar, menntamálaráðherra að snúa þessari ákvörðun til baka. Ég vill sjá sjálfstæðan öflugan skóla, garðyrkju-, umhverfis og loftlagsmála á Reykjum í Ölfusi,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður. Garðyrkjunámið mun færast á Selfoss haustið 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Garðyrkja Alþingi Landbúnaður Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira