„Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lent í“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. mars 2022 20:00 Jón Arnar Guðbrandsson veitingamaður. Hann ætlar að opna veitingastað þar sem fólk eldra en 60 ára fær vinnu. arnar halldórsson Veitingamaður sem ákvað að auglýsa sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri segir viðbrögð við auglýsingunni það ótrúlegasta sem hann hafi lent í. Hann segir ótal kosti við þennan hóp starfsfólks og telur mikla aldursfordóma ríkja í samfélaginu. Undanfarið hafa borist fréttir af því að fólk yfir fimmtugt eigi erfitt með að fá vinnu sökum aldurs. Jóni Arnari veitingamanni sem vinnur nú að því að opna veitingastaðinn Grazie Trattoria varð við að heyra viðtöl á borð við þetta hér að neðan. Arnar segir að það erfiðasta við að opna veitingastað sé sú áskorun að ráða starfsfólk og nýverið hafi hann áttað sig á því að stór hópur fólks á besta aldri bíði eftir því að fá vinnu. Viðbrögðin ótrúleg Hann brá því á það ráð að óska sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri. „Sko viðbrögðin eru búin að vera ótrúlega. Ég er búinn að gera margt um ævina en þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lent í, ég verð að segja það,“ sagði Jón Arnar Guðbrandsson, veitingamaður og eigandi Grazie Trattoria. Yfir hundrað umsóknir hafa borist auk tugi fyrirspurna. Það sé þó hans tilfinning að hópurinn sé hræddur við höfnun. „Já ég var að spá í að sækja um hjá þér en ég veit ekki hvort ég sé rétta manneskjan. Þetta er kannski of mikið eða lítið?“ Þau eru bara pínu hrædd við að koma því þau eru búin kannski að sækja um tugi starfa en hafa yfirleitt ekki fengið svar til baka.“ Minni líkur á að starfsfólkið hringi sig inn veikt vegna þynnku Hann segir ótal kosti við að hafa fólk á þessum aldri í vinnu. Til dæmis þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að það hringi sig inn veikt um helgar vegna timburmanna. „Ég hef grun um það að þegar ég mæti þá bíði þeir við hurðina og ég held að það sé pottþétt að við munum fá þau alltaf í vinnuna og aldrei of seint.“ Jón Arnar Guðbrandsson eigandi Grazie Trattoria. Stefnt er að því að opna staðinn í lok mánaðar en staðurinn er staðsettur á Hverfisgötu.arnar halldórsson Mikill félagsskapur fólginn í vinnu Hann segið að i vinnu felist mikill félagsskapur, sérstaklega fyrir þennan hóp fólks og rifjar upp sögu af 73 ára vini sem missti vinnuna vegna aldurs „En svo er hann að vinna alltaf núna á föstudögum. Þá fer hann og er að skera kjöt á einum veitingastað og hann bíður alla vikuna eftir því að komast í vinnuna og hitta alla og spjalla.“ Jón segir að miklir aldursfordómar ríki á Íslandi. „Og ég sjálfur. Ég hef verið að reka veitingastað og vildi helst engann yfir þrítugt. Ég hugsa núna bara hvað var ég að hugsa. Þetta er galið. Ég trúi því að þetta muni breyta viðhorfi margra.“ Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Undanfarið hafa borist fréttir af því að fólk yfir fimmtugt eigi erfitt með að fá vinnu sökum aldurs. Jóni Arnari veitingamanni sem vinnur nú að því að opna veitingastaðinn Grazie Trattoria varð við að heyra viðtöl á borð við þetta hér að neðan. Arnar segir að það erfiðasta við að opna veitingastað sé sú áskorun að ráða starfsfólk og nýverið hafi hann áttað sig á því að stór hópur fólks á besta aldri bíði eftir því að fá vinnu. Viðbrögðin ótrúleg Hann brá því á það ráð að óska sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri. „Sko viðbrögðin eru búin að vera ótrúlega. Ég er búinn að gera margt um ævina en þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lent í, ég verð að segja það,“ sagði Jón Arnar Guðbrandsson, veitingamaður og eigandi Grazie Trattoria. Yfir hundrað umsóknir hafa borist auk tugi fyrirspurna. Það sé þó hans tilfinning að hópurinn sé hræddur við höfnun. „Já ég var að spá í að sækja um hjá þér en ég veit ekki hvort ég sé rétta manneskjan. Þetta er kannski of mikið eða lítið?“ Þau eru bara pínu hrædd við að koma því þau eru búin kannski að sækja um tugi starfa en hafa yfirleitt ekki fengið svar til baka.“ Minni líkur á að starfsfólkið hringi sig inn veikt vegna þynnku Hann segir ótal kosti við að hafa fólk á þessum aldri í vinnu. Til dæmis þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að það hringi sig inn veikt um helgar vegna timburmanna. „Ég hef grun um það að þegar ég mæti þá bíði þeir við hurðina og ég held að það sé pottþétt að við munum fá þau alltaf í vinnuna og aldrei of seint.“ Jón Arnar Guðbrandsson eigandi Grazie Trattoria. Stefnt er að því að opna staðinn í lok mánaðar en staðurinn er staðsettur á Hverfisgötu.arnar halldórsson Mikill félagsskapur fólginn í vinnu Hann segið að i vinnu felist mikill félagsskapur, sérstaklega fyrir þennan hóp fólks og rifjar upp sögu af 73 ára vini sem missti vinnuna vegna aldurs „En svo er hann að vinna alltaf núna á föstudögum. Þá fer hann og er að skera kjöt á einum veitingastað og hann bíður alla vikuna eftir því að komast í vinnuna og hitta alla og spjalla.“ Jón segir að miklir aldursfordómar ríki á Íslandi. „Og ég sjálfur. Ég hef verið að reka veitingastað og vildi helst engann yfir þrítugt. Ég hugsa núna bara hvað var ég að hugsa. Þetta er galið. Ég trúi því að þetta muni breyta viðhorfi margra.“
Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira