Roma pakkaði Lazio saman í borgarslagnum um Róm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2022 19:15 Tammy Abraham átti frábæran leik í kvöld. Silvia Lore/Getty Images Roma vann frábæran 3-0 sigur á nágrönnum sínum og erkifjendum í Lazio er liðin mættust í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Tammy Abraham hefur verið í fantaformi fyrir Roma á leiktíðinni og hélt uppteknum hætti í kvöld. Hann kom heimamönnum yfir eftir aðeins 56 sekúndna leik. Hann fylgdi þá á eftir skoti Lorenzo Pellegrini sem hafnaði í þverslánni. Eftir þetta jafnaðist leikurinn aðeins út, Lazio var meira með boltann en Roma varðist fimlega. Á 22. mínútu kom svo það sem mætti kalla rothöggið en Tammy skoraði þá sitt annað mark í leiknum, að þessu sinni eftir fyrirgjöf Rick Karsdorp frá hægri. Enski framherjinn afgreiddi boltann frábærlega í netið og skoraði um leið sitt 20. mark á leiktíðinni. 15 - Tammy Abraham has now scored 15 Serie A goals this season, equalling his best top-flight league tally for Chelsea in 2019-20. In fact, since the start of 2022, only Robert Lewandowski (12) has netted more goals in the big-five European leagues than Abraham (9). Fantastico. pic.twitter.com/f9q9KqSUyo— OptaJoe (@OptaJoe) March 20, 2022 Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fengu heimamenn aukaspyrnu. Pellegrini smurði boltann yfir vegginn og í netið, staðan orðin 3-0 og þannig var hún í hálfleik. Í síðari hálfleik kæfðu Rómverjar leikinn og unnu því öruggan og sanngjarnan 3-0 sigur. Roma fór með sigrinum upp fyrir Lazio og sitja lærisveinar José Mourinho nú í 5. sæti með 51 stig, tveimur stigum meira en nágrannar sínir sem eru sæti neðar. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Juventus ekki í vandræðum með botnliðið Eftir afhroðið í Meistaradeild Evrópu nýverið þá vann Juventus góðan 2-0 sigur á Salernitana, botnliði Serie A – ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, í dag. 20. mars 2022 16:00 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Sjá meira
Tammy Abraham hefur verið í fantaformi fyrir Roma á leiktíðinni og hélt uppteknum hætti í kvöld. Hann kom heimamönnum yfir eftir aðeins 56 sekúndna leik. Hann fylgdi þá á eftir skoti Lorenzo Pellegrini sem hafnaði í þverslánni. Eftir þetta jafnaðist leikurinn aðeins út, Lazio var meira með boltann en Roma varðist fimlega. Á 22. mínútu kom svo það sem mætti kalla rothöggið en Tammy skoraði þá sitt annað mark í leiknum, að þessu sinni eftir fyrirgjöf Rick Karsdorp frá hægri. Enski framherjinn afgreiddi boltann frábærlega í netið og skoraði um leið sitt 20. mark á leiktíðinni. 15 - Tammy Abraham has now scored 15 Serie A goals this season, equalling his best top-flight league tally for Chelsea in 2019-20. In fact, since the start of 2022, only Robert Lewandowski (12) has netted more goals in the big-five European leagues than Abraham (9). Fantastico. pic.twitter.com/f9q9KqSUyo— OptaJoe (@OptaJoe) March 20, 2022 Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fengu heimamenn aukaspyrnu. Pellegrini smurði boltann yfir vegginn og í netið, staðan orðin 3-0 og þannig var hún í hálfleik. Í síðari hálfleik kæfðu Rómverjar leikinn og unnu því öruggan og sanngjarnan 3-0 sigur. Roma fór með sigrinum upp fyrir Lazio og sitja lærisveinar José Mourinho nú í 5. sæti með 51 stig, tveimur stigum meira en nágrannar sínir sem eru sæti neðar. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Juventus ekki í vandræðum með botnliðið Eftir afhroðið í Meistaradeild Evrópu nýverið þá vann Juventus góðan 2-0 sigur á Salernitana, botnliði Serie A – ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, í dag. 20. mars 2022 16:00 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Sjá meira
Juventus ekki í vandræðum með botnliðið Eftir afhroðið í Meistaradeild Evrópu nýverið þá vann Juventus góðan 2-0 sigur á Salernitana, botnliði Serie A – ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, í dag. 20. mars 2022 16:00